Kaffi"uppskriftin" hans pabba... ;-)

Þegar ég byrjaði að vinna í Heimaþjónustunni fyrir næstum því 20 árum síðan þá drakk ég ekki kaffi og hafði aldrei gert... af því að mér fannst það bara ekkert gott smile Kom inn á fjölmörg heimili fyrsta sumarið í afleysingum... og á öllum heimilum var boðið upp á kaffi... sem ég drakk ekki... og það varð uppi fótur og fit þegar ég afþakkaði og sagðist ekki drekka kaffi... "hvað má þá bjóða þér... viltu mjólk eða appelsínu eða á ég að fara og kaupa handa þér gos ???" surprised Mér fannst óþægilegt að koma fólki í uppnám bara út af þessu svo ég ákvað að byrja að drekka kaffi... ætlaði bara fyrst að æfa mig heima... vissi ekkert hvort það væri gott að hafa mjólk eða ekki... kannski væri sykur málið... hvað vissi ég... tongue-out Svo ég hringdi auðvitað í pabba og bað hann að kenna mér að búa til kaffi... hann hellti að vísu upp á svo sterkt kaffi að teskeiðin gat staðið upprétt í því og lá við að það þyrfti að borða það með hnífapörum... laughing Hann sagði alltaf að ég mundi byrja að drekka kaffi þegar ég yrði fullorðin ef það var verið að stríða mér á því að ég drykki ekki kaffi... undecided Þarna var ég rétt orðin fertug og þegar ég sagði honum að ég þyrfti að læra að drekka kaffi sagði hann að mér lægi nú ekkert á... ég væri ekkert orðin fullorðin ennþá cool En svo lét hann sig og fór að segja mér til: Þú setur vatn á könnuna... Jájá hvað mikið ? Ja bara svona það sem þér þykir passlegt... já og svo setur þú kaffið... Já hversu mikið ? Ja bara svona eins og þér finnst vera nóg...surprised Takk elsku pabbi minn... þetta hjálpaði bara alls ekki nokkurn skapaðan hrærandi hlut en alltaf jafn gaman að tala við hann samt... smile En ég prófaði mig áfram og eyddi heilum kaffipakka í tilraunirnar... fann út að blandan 50/50 væri líklega einum of sterk... og að mjólk gerði mér auðveldast fyrir að drekka þetta... og kaffi með mjólk og sykri fannst mér alveg hræðilega vont... en mér leið betur að segja bara já takk þegar mér var boðið kaffi á heimilunum sem ég kom á... ekkert stress hjá liðinu... en ekki fannst mér kaffi gott í mörg ár og drakk það bara í vinnunni... laughing Stundum verður maður bara að fórna sér fyrir málsstaðinn... só tú spík... tongue-out

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn... smile


Tískudrósin ég... :-)

Las um það í morgun á vefmiðli að fljótlega kem ég til með að fylgja tísku... aldrei verið dugleg við það nema fylgja minni eigin tísku... en ég fylgist alveg með þó ég fylgi ekki... smile

Nýjasta komandi tískutrendið í förðun er að líta út fyrir að vera ekki förðuð... þetta fannst mér áhugavert og fór að lesa... en eftir því sem ég las lengra niður síðuna fór áhuginn dvínandi...

Það nefnilega kostar bæði tíma, fyrirhöfn og peninga að ná þessu útliti... að líta út fyrir að vera ekki förðuð ! undecided    Þarna voru taldar upp hinar og þessar förðunarvörur... uppundir tíu allskonar sem ég kann ekki að nefna... 

Ég hélt að þarna væri komin aðferðin sem ég nota á hverjum einasta morgni allt árið um kring og búin að gera í ótalmörg ár... ég einfaldlega farða mig ekki og lít alveg út fyrir að vera óförðuð... og það alveg fyrirhafnarlaust og mér algerlega að kostnaðarlausu... laughing

Ég hef aldrei verið dugleg við að farða mig... og það er bæði vegna leti og svo gleymsku... nennti ómögulega að hafa fyrir þessu og ef ég þá gerði það, þá leið ekki á löngu áður en ég gleymdi því að ég var með dótið framan í mér og eftir smástund var allt komið í klessu...wink

Átti alveg allskonar förðunarvörur en þær áttu það til að fara langt fram yfir síðasta söludag þannig að ég sá ekki tilganginn... ekkert huggulegt við að skella framan í sig farða sem er komið næstum því fjögur ár fram yfir síðasta söludag... fattaði það alveg óvart... og ekkert þægilegt við að nota svo gamlan maskara að það svíður í augun þegar hann er kominn á sinn stað... svo það var eiginlega sjálfhætt...laughing

Og söknuðurinn var enginn... enda áhuginn aldrei mikill... en ávinningurinn töluverður... sérstaklega í peningum talið cool

Fer núorðið annanhvern mánuð og læt skerpa á litnum í kringum augun og læt það duga... hef heyrt það kallað að fara í framköllun og í mínu tilviki er það alveg réttnefni...kiss

Og svo brosi ég í tíma og ótíma og er alveg sama þó ég fái hrukkur og er líka alveg sama þótt þær sjáist... púnktur... !smile

 

 


VÍST manstu það... !

Ég hef alltaf verið svolítið gleymin... ekki endilega á það sem ég er að fara að gera eða þarf eða á að gera... meira svona á liðna atburði, sögur um eitthvað fólk sem ég þekki ekki neitt og mannanöfn svo eitthvað sé nefnt...wink Fyrir mér er þetta ósköp eðlilegt... ég hef alltaf verið svona... allavega man ég ekki betur...laughing

En ég er svo... eigum við að segja lánssöm... jájá segjum það bara... að þekkja fólk... ekki margt fólk samt... sem man allt betur en ég... sérstaklega hvað mér viðkemur... hvað ég gerði og sagði og svoleiðis jafnvel bara einhvertímann um sautjánhundruð og súrkál eða þar um bil...cool Og ef ég segi að ég muni það nú ekki þá fæ ég svo oft þessa furðulegu setningu framan í mig: "Jú þú manst þetta VÍST" !yell

Veit ekki alveg hvar í heilanum ég á að koma þessari setningu fyrir... og ef ég skyldi nú hafa svar á móti þá er það oftar en ekki bara alls ekkert marktækt... enda náttulega ekkert að marka manneskju sem þykist aldrei muna neitt...tongue-out

En ég er nú orðin svo vön... og skelin hefur líka harðnað í gegnum árin... að oftar en ekki læt ég mér þetta í léttu rúmi liggja og eftir stendur bara spurningin hjá mér: Geyma eða gleyma ?undecided 

Og svarið er: Gleyma...kiss

Hafið það gott... það ætla ég líka að gera... man nefnilega mjög vel að ég er að fara á uppáhaldssnyrtistofuna mína seinna í dag og svo byrjar 6 daga vinnutörn í fyrramálið... takk og bless...smile

 


GLEÐILEGA hátíð... :-)

Sit hérna á jóladagsmorgni og drekk kaffið mitt með rjóma útí... engin sérstök jólahefð samt, ég er dekurdýr og nota alltaf rjóma í kaffið mitt... allt árið... af því að mér finnst það gott... kiss

Jólahátíðin er róleg og afslöppuð hjá mér... alveg eins og mér finnst hún eigi að vera... jólaundirbúningurinn var það líka... og það er líka eins og mér finnst það eigi að vera... smile

Aðalskrallið var líka 10. og 11.des... skata fyrri daginn og litlu jólin seinni daginn... svo fór megnið af afkomendunum til útlanda... og dóttir mín býr í útlöndum... svo yngri sonur minn og hundurinn hans eru jólagestirnir í ár... yndislegur félagsskapur... kiss

Ég held jól af því að mér finnst það gaman... púnktur... ljósin og skreytingarnar... jólalögin og allt... þetta finnst mér gaman og ég virkilega nýt þess að dunda fyrir jólin... og þá meina ég dunda... föndra samt ekki... aldrei ! wink 

Ég þríf ekki í hólf og gólf... reyni bara að þrífa jafnóðum allt árið... svona þegar ég er í stuði til þess... baka akkúrat ekki neitt fyrir jólin... af því að mér finnst ekkert gaman að baka og borða ekki smákökur... er samt alveg í laufabrauðsgerð með afkomendunum en það er bara af því að mér finnst það gaman... borða heldur ekki laufabrauð... aldrei komist upp á lag með það... wink

Ég lét virkilega eins og brjálæðingur fyrir hver jól hérna áður fyrr... af því að ég hélt það ætti að vera þannig... sérstaklega þegar börnin mín voru lítil... bakaði samt aldrei neinar 14 tegundir... kannski þrjár eða fjórar sem krökkunum þóttu góðar... fannst svo agalegt að þurfa að henda rest... og svo auðvitað laufabrauðið... var fljót að komast upp á lag með að kaupa útbreiddar kökurnar þegar þær komu á markað... þvílíkur vinnusparnaður sem það varð... laughing

En áfram hélt ég þeirri hefð að gera jólahreingerningar... enginn vinnusparnaður þar... börnin voru fljót að fatta að það var best að forða sér þegar ég byrjaði... nema þegar þau neyddust til að hjálpa til í sínum eigin herbergjum... wink

Svo fyrir allmörgum árum fann ég að ég var farin að hugsa með hálfgerðum ónotum til þessa tíma... aðventunnar... öll vinnan... langt fram á öll kvöld að þrífa, sauma og prjóna og ég veit ekki hvað... og svo var þetta svo dýrt líka... en það versta var að vera svo þreytt á aðfangadagskvöld að eina þrekið sem var eftir fór í að að halda brosinu yfir matnum og jólagjafaupptektinni og svo í jólaboðinu á eftir...

Þá fór ég að hugsa mig alvarlega um... þetta átti að vera gaman... gleðilegur tími bæði aðventan og jólin... hvernig var hægt að hlakka til einhvers sem var orðið meira kvöð og skylda en skemmtilegt... ? Og ég fór að skera niður... hætti að gera jólahreingerningar eins og brjálæðingur... verð samt að viðurkenna að ég hafði hálfgerða sektarkennd yfir því svona fyrst en það lagaðist alveg... þreif auðvitað en alls ekkert allt saman í hólf og gólf... jólin komu samt þó það væri ekki Ajax lykt í öllum hornum... og ég naut þeirra og aðventunnar bara miklu betur... kiss

Börnin fengu alveg jólaföt en meira svona flíkur sem þau gátu svo bara notað eftir jólin líka... jólaskór voru fljótir að hverfa af útgjaldalistanum... þau notuðu þá kannski einn eða tvo daga og síðan ekki söguna meir... þeim var sko alveg sama... keyptum þá frekar bara nýja kuldaskó handa þeim eða eitthvað í þá áttina... smile

Í dag skreyti ég fyrir jólin yfirleitt snemma í desember... af því að mér finnst það gaman... set ljós í gluggana og hef stórt jólatré sem ég ofskreyti ef ég fæ að ráða... af því að mér finnst það gaman... held snyrtilegu heima hjá mér... geri það yfirleitt hvort sem er... eyði slatta í jólagjafir handa börnum, tengdabörnum og barnabörnum... af því að mig langar til þess og mér finnst það gaman... prjóna yfirleitt eitthvað handa þeim líka... af því að mér finnst gaman að prjóna... laughing 

Ég hlakka alltaf til jólanna núorðið... af því að mér finnst gaman að halda jól ! 

Gleðilega hátíð ! kiss

 

 


Skjálftavaktin... ;-)

Mestallan síðasta mánudag var ég á skjálftavaktinni... ! tongue-outFyrst náttulega fann ég greinilega fyrir jarðskjálftanum fyrir hádegi... en hann var nú ekki af mínum völdum... laughing Svo upp úr hálf eitt fór ég sem leið lá yfir á Svalbarðsströnd til að hjálpa gömlum vini mínum þar við að gera fínt hjá honum fyrir jólin. Það er ekkert merkilegt svosem... en það sem ég gerði á leiðinni til hans var öllu merkilegra... þannig... undecided

Á gatnamótum þjóðvegarins og vegarins uppeftir til hans, snerist bíllinn minn í hálkunni... ég fór samt varlega... og loksins þegar blái drekinn minn stoppaði... ég nánast með báða fætur á bremsunni og báðar hendur á handbremsunni... eitthvað varð ég að reyna... þá var hann bara örfáum sentimetrum frá því að fara aftur á bak ofan í djúpan skurð... og ofan í skurðinum var risastór steinn og svo þessi fíni lækur líka ! surprised

Ég sá það fyrir mér... þarna á þessum örfáu sekúndum... sem mér fannst auðvitað vera heil eilífð... á meðan bíllinn var að stoppa hægt og rólega á leiðinni í þennan háska... mig fara með honum þarna ofan í... fyrst mundi hann lenda á afturendanum og fara svo líklega á hvolf... með mig inni í bílnum... hvarflaði samt ekkert að mér að henda mér út... ég ætlaði að stoppa bílinn ! wink 

Ég byrjaði að nötra... og nötrandi hringdi ég í gamla manninn og bað hann að finna einhvern til að hjálpa mér út úr þessum hremmingum... ég vildi ekkert að hann kæmi í hálkunni... en hann kom samt... byrjaði að moka möl og grjóti að dekkjunum svo ég gæti kannski keyrt frá þessari hættu þarna en nötrandi og skjálfandi neitaði ég að fara upp í bílinn og reyna að hreyfa hann... cry

Okkur til happs stoppaði ókunnugur maður á jeppa hjá okkur... algerlega lang myndarlegasti maður sem ég hef séð... þó það sé nú kannski aukaatriði þannig... en þeir í sameiningu reyndu að mjaka jeppanum mínum til á veginum og það var enginn vandi nema hvað bíllinn var ekkert nema þvermóðskan... og fór í allar aðrar áttir en hann hefði þurft að fara... embarassed

Þarna var ég ennþá nötrandi af hræðslu en þessi afspyrnu myndalegi ókunnugi maður var sko ekkert bara afspyrnu myndarlegur... hann vissi líka upp á hár hvernig átti að róa skelfingu lostna konu... mig... og hann var nánast undarlega flinkur við það... gerði allt rétt og sagði allt rétt og það virkaði ! smile Hann fékk mig til að fara aftur upp í bílinn... fullvissaði mig um að ég gæti þetta sko alveg og þetta væri ekkert mál... á meðan hann og gamli voru að reyna að mjaka bílnum til... og svo aftur nánast talaði hann mig upp í bílinn minn þegar hann ákvað að binda í hann og draga hann á sínum bíl til á veginum og frá þessari skelfingu þarna í skurðinum... !surprised 

Haustið hérna og það sem af er vetri er búið að vera svo ljúft... enginn snjór eða hálka svo ég var ekkert búin að koma því í verk að fá mér ný heilsársdekk... þessi sem ég var á voru eiginlega korteri frá því að vera ólögleg og ég vissi það alveg... stóð alltaf til að endurnýja en það var einfaldlega ekkert sem rak á eftir mér til þess... cool

Fyrr en þarna... og þar sem ég stóð nú og faðmaði þennan afspyrnu myndarlega ókunna mann... og hann mig... heitt og innilega fyrir alla hjálpina bæði með bílinn og sjálfa mig, komst ekkert annað að í hausnum á mér en að ég ætlaði beinustu leið í bæinn... í Dekkjahöllina og fá mér ný dekk og koma svo aftur og hjálpa gamla manninum með jólaþrifin... sem ég og gerði... laughing

Gleymdi algerlega að spyrja afspyrnu myndarlega ókunna manninn að nafni svo ég gæti þakkað honum almennilega... svona þegar ég væri hætt að nötra og orðin eins og eðlileg manneskja með eitthvað annað á heilanum en dekk... svo nú lýsi ég eftir honum ! smile

Hann var á jeppa... ég man ekki tegundina... næstum viss um að jeppinn var hvítur... og afspyrnu myndarlegi ókunni maðurinn var á hvítum íþróttaskóm... og ég sá að hann keyrði sem leið lá upp í Vaðlaheiði þegar hann var búinn að bjarga mér... er þetta ekki afskaplega nákvæm lýsing ? innocent

Annars er ég bara býsna góð inn í þennan fallega dag... alveg hætt að nötra og nýt þess að aka um á almennilegum dekkjum... og var að koma úr jólaklippingunni hjá uppáhalds klippidömunni minni henni Ingu á Amber... kiss

Hafið það gott í dag... smile


Kalt... og rigning... ;-)

Sit hérna við tölvuna heima hjá mér og mér er kalt... fyrir því eru nú aðallega tvær ástæður... sú fyrri er að ég er löngu búin að skrúfa fyrir alla ofna í íbúðinni minni af því að það var svo gott veður svo lengi... og sú seinni... ég nenni ekki fyrir mitt litla líf að standa upp og skrúfa frá þeim aftur... já eða sækja mér peysu... mér er engin vorkunn... smile

Er alveg að detta í sumarfrí... vaktafrí í dag og sumarfríið byrjar formlega á morgun... bara slugs í fjórar vikur... algert æði... cool

Samt er ég með næg verkefni allavega fyrir fyrstu vikuna í sumarfríinu... ekki byrjuð á neinu og hef það fyrir afsökun að ég bara veit ekkert á hverju ég á að byrja... en það lagast fljótlega... ef ég þekki mig rétt... og reyndar þekki ég mig alveg rétt... wink

En ég veit samt um allavega eitt sem ég kem ekki til með að gera... af því að ég þekki mig alveg hárrétt... ég kem ekki til með að horfa á fótbolta í sjónvarpinu... ekkert frekar en venjulega... mér leiðist fótbolti og hef aldrei komist upp á lag með að fylgjast með... smile Þetta er sjálfsagt setning sem ætti hvergi að sjást á íslensku þessa dagana en það verður að hafa það... en til þess að það verði nú ekki rangur misskilningur hérna þá er ég alltaf afskaplega ánægð yfir því ef Íslendingum gengur vel í einhverju... þó það sé þá bara í fótbolta... kiss Ég fer ekkert leynt með þessa skoðun mína ef ég er spurð og fullt af fólki búið að reyna að fá mig til að skipta um skoðun... það má alveg reyna, en það bara þýðir ekkert... ekki reyni ég að fá alla til þess að hætta að horfa og fylgjast með... dettur það bara alls ekki í hug... svoleiðis er þetta bara... laughing 

Ætla að hætta þessu núna og taka annaðhvort fram ryksuguna eða saumavélina... mig grunar að saumavélin verði fyrir valinu... hún er töluvert skemmtilegri en ryksugan... tongue-out Það er kalt og það er rigning svo það er ekkert gaman að vera úti... enda þarf ég þess ekki... þarf ekki einu sinni að vökva jarðaberin á svölunum mínum, rigningin sér um það... smile 

Hafið það sem best... og áfram Ísland... alltaf og allstaðar kiss

 

 

 

 

 

 


Gullfiskaminnið mitt góða... ;-)

Ég burðast með slæmt minni... það er staðreynd sem ég get ekki neitað... reyni það heldur ekki... ekki svo ég muni allavega tongue-out

Lengi vel fannst mér þetta vera leiðinda galli og vildi virkilega reyna að laga þetta... var í apóteki fyrir nokkrum árum og þar sem ég beið eftir afgreiðslu renndi ég augunum yfir hillurnar innan við borðið og sá meðal annars pakka sem á stóð HUSK. Vitandi að þetta orð þýðir "að muna" á skandinavískunni sem ég tala, datt mér í hug að það væri kannski ekki svo vitlaust að prófa að kaupa eitthvað sem gæti mögulega skerpt á mínu slaka minni. Hætti snarlega við það þegar konan útskýrði fyrir mér að þetta væri duft til að laga ýmist harðlífi eða niðurgang... laughing Samt ennþá að velta fyrir mér af hverju það heitir HUSK ! 

En eftir því sem árin líða sé ég að slæma minnið mitt hefur margar góðar hliðar... ég er til dæmis ekkert að velta mér upp úr alls konar leiðindum sem hafa orðið á vegi mínum um ævina... eða mistökum sem ég hef gert... eftirsjá er eitthvað sem lætur bara á sér kræla þegar ég er búin að raða einhverju í mig sem ég fæ brjóstsviða af... en hann er auðvelt að laga með matarsóda wink En svona rétt til öryggis þá langar mig að það komi skýrt fram að ég er samt ekkert samviskulaust kvikindi sko... kiss

Leiðinlegast finnst mér að ég á erfitt með að muna nöfn á fólki... gleymi aldrei andliti, en á oft afskaplega erfitt með að setja nöfn, staði eða atburði við andlitin... svo ef ég heilsa þér ekki eða lít út eins og asni ef þú heilsar mér þá biðst ég fyrirfram afsökunar... það er ekki dónaskapur... það er eingöngu vegna þess að ég deili DNA að hluta til með gullfiskum ! cool

 

Ef ég væri sífellt að berja á sjálfri mér með leiðinda minningum og eftirsjá og öllu svoleiðis þá hefði ég hvorki tíma, pláss né tækifæri til að laga með sjálfri mér það sem þarf að laga... í núinu. Eftirsjá er eitur finnst mér vegna þess að það er ekkert hægt að spóla til baka og gera betur... það eina sem ég get gert er að reyna að gera betur næst... smile Auðvitað man ég alveg öll aðalatriðin í lífi mínu... bæði góð og slæm en mest samt hið góða... en það er nú líklega að hluta til mitt val... og svo fæ ég alltaf hálsríg þegar ég horfi of mikið aftur fyrir mig... wink

Dettur ekki í hug að nota hérna orðið núvitund... er nefnilega ekki búin að fara á námskeið til að læra hvað orðið þýðir og hvernig á að nota það... laughing 

Þangað til næst þegar ég fæ skrifræpu... hafið það sem allra best smile

 

 


Sagan af kápunni... :-)

Einhvertímann snemma á síðasta ári datt mér það snjallræði í hug að kaupa mér nýja úlpu/kápu... og af því að það var farið að birta svo mikið datt mér í hug annað snjallræði... það var að kaupa mér ekki svarta flík aldrei þessu vant... cool

Fór í tuskubúð og stúlkan sem vann þar átti ekki í neinum erfiðleikum með að pranga inn á mig blágrænni já eða grænblárri kápu... enda ég í einu af bjartsýnisköstunum mínum þarna... laughingVirkilega góð flík, alveg í laginu eins og ég vildi hafa hana... svo ég borgaði og fór með hana heim...smile En... síðan hef ég aldrei notað þessa flík... af því að þegar ég er komin í blágræna/grænbláa flík þá verð ég gulgrá/grágul í framan og mér líkar það ekki... af einhverjum undarlegum ástæðum...wink

Tók hana samt alltaf fram öðru hvoru og mátaði hana... líklega til að gá hvort mér hefði nú ekki snúist hugur... en það gerðist aldrei... eða kannski til að gá hvort hún hefði skipt um lit... en nei... ekkert svoleiðis hafði náttulega gerst... datt líka oftar en einu sinni í hug að láta bara lita hana svarta... en kom því aldrei í verk...tongue-out

Svo kom þessi dagur... dagurinn í dag... og ég ákvað að fara nú alveg sér ferð með hana í þvottahús og láta lita hana og væri þá komin með flík sem ég gæti hugsað mér að nota... góð hugmynd ? Vissulega ! Það er að segja þangað til ég mætti með flíkina í þvottahúsið og maðurinn skoðaði miðann innan í fóðrinu og sagði: "Nei, ég get ekki litað þessa kápu svarta... þetta er pólíester og tekur ekki lit"...

Ég þakkaði fallega fyrir mig og fór með kápuna beinustu leið í næsta fatagám... laughing


Engar áhyggjur... :-)

... ég hef mjög lengi verið á þeim stað í lífinu... eða öllu heldur með sjálfa mig... að mér er alveg sama hvað öðru fólki finnst um mig... hvernig ég lít út... hvernig ég klæði mig... hvernig ég hlæ... við hvað ég vinn eða hvað það nú er sem fólki dettur í hug til að setja út á hjá öðrum... wink Þekki vissulega fólk sem virðist leiðast svo rosalega sitt eigið líf... hlýtur að vera eitthvað þannig... að það veltir sér upp úr annarra lífum... ofsalega leiðinleg tegund og hlýtur að vera erfitt að vera þannig... en það fólk er eitthvað sem ég hef vit á að forðast af jafn mikilli ákefð og að ganga á háhælaskóm, bóna bílinn minn... já og ryksuga... svona svo eitthvað sé nefnt til sögunnar... tongue-out 

Einhvertímann fyrir margt löngu sagði pabbi... þegar ég var að hafa áhyggjur af hvað einhverjum fyndist nú um eitthvað... þá var ég annaðhvort barn eða unglingur: "Ja góða mín, hættu að pæla í því, þér kemur barasta alls ekkert við hvað aðrir hugsa... hefur reyndar ekkert leyfi til þess að vera að skipta þér neitt af því !" Góður punktur sem festist vel í mínu "stundumsamtsvolítiðslitrótta" minni... laughing

Það er samt ein manneskja sem ég tek fullt mark á í sambandi við það hvernig ég er og haga mér í lífinu... og það er ég sjálf... enda eina manneskjan sem hlustandi er á í því sambandi og ef mér finnst ég vera sæmilega góð manneskja og tiltölulega heiðarleg... sem ég virkilega reyni og tekst meira að segja langoftast... þá hef ég ekki áhyggjur... kiss En... það er ekki þar með sagt að ég þurfi ekki af og til að taka í lurginn á mér og hrista mig aðeins til... jújú, meira að segja oft og mörgum sinnum... en það er samt alltaf í góðu sko... smile

Ég er líka svo lánsöm að hafa erft þann hæfileika að taka sjálfa mig ekki of alvarlega... stóð til dæmis í gærkvöldi niðri í anddyrinu hérna í blokkinni og skellihló að sjálfri mér... mætti nefnilega galvösk á húsfund á slaginu 8 en enginn annar mætti... fannst það svolítið skrítið þangað til ég las tilkynninguna aftur... jú vissulega fimmtudagskvöld en bara í næstu viku... stundum svolítið fljótfær og utan við mig... laughing

Annars góð bara og náttulega búin að steingleyma af hverju mér datt allt í einu í hug að fara að skrifa hér... kannski svo ég þyrfti ekki að halda áfram að mála þennan eina vegg sem ég neyðist til að mála hér í íbúðinni af því að það voru á honum 16 göt eftir eina litla hillu sem ég tók niður...wink Mér finnst nota bene líka alveg andstyggilega leiðinlegt að mála og finn mér allt annað til að gera frekar en það... enda veggurinn einungis hálfmálaður og búinn að vera þannig í nokkra daga... cool

En... það lagast... einhvern góðan veðurdag ríf ég upp um mig buxurnar sótúspík og klára þetta... innocent

Vona þið hafið það sem best... alltaf... kiss

 

 

 


Tuffið.... ;-)

Dyrabjallan mín er ekki með fallegasta hljóði sem um getur... það heyrist svona hljóð eins og einhver sé að hrækja... TUFF... frekar hátt... svo mér datt í hug að gá hvort það væri ekki hægt að stilla hana. Sótti tröppuna mína fínu og opnaði hylkið uppi á veggnum og viti menn... jújú það var hægt að stilla hana... með því að taka bréfið sem hafði verið sett þarna inn á milli... líklega til að minnka í henni hávaðann... ég réð við þaðWink Fór svo fram og prófaði og þarna sem ég stóð með hurðina opna þá fannst mér þetta bara fínt... var alveg alsæl með svona eðlilegt bjölluhljóðJoyful

Svo gleymdi ég auðvitað öllu saman... eða þangað til næst þegar dyrabjallan ómaði... ef það er hægt að kalla það að "óma"... hún hafði alveg óstjórnlega hátt... og mér brá svo mikið að ég hentist næstum því upp úr skónum og nötraði og skalf... þvílíkur hávaði og ég sem er samt hálf heyrnarlaus á öðru eyranu...Tounge Hjartað í mér hoppaði og skoppaði og var bara dágóða stund að komast aftur í ró þarna einhversstaðar niðri í rifjahylkinu þar sem það á helst að vera....Whistling Og ekki nóg með það... ég var náttulega með skelfingarsvip á andlitinu þegar ég opnaði hurðina... hálf mállaus af áfallinu svo mér tókst ekki strax að útskýra að þessi brjálæðislegi svipur þýddi barasta alls ekki: "ÓNEI, FJANDINN HAFI ÞAÐ, ÞÚ KOMIN... NÚ RÆÐST ÉG Á ÞIG" ! heldur þýddi hann bara:"Djísöss... hvað mér brá þegar fjandans dyrabjallan öskraði á mig" ! W00t

En krakkagreyin gátu ekki vitað það... þau hafa ekkert komið aftur til að biðja um dósir fyrir íþróttafélagið sitt...Undecided 

Ég setti bréfið aftur á sinn stað og læt mig barasta hafa það að dyrabjallan mín "hræki" á mig... Grin


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband