Kalt... og rigning... ;-)

Sit hérna við tölvuna heima hjá mér og mér er kalt... fyrir því eru nú aðallega tvær ástæður... sú fyrri er að ég er löngu búin að skrúfa fyrir alla ofna í íbúðinni minni af því að það var svo gott veður svo lengi... og sú seinni... ég nenni ekki fyrir mitt litla líf að standa upp og skrúfa frá þeim aftur... já eða sækja mér peysu... mér er engin vorkunn... smile

Er alveg að detta í sumarfrí... vaktafrí í dag og sumarfríið byrjar formlega á morgun... bara slugs í fjórar vikur... algert æði... cool

Samt er ég með næg verkefni allavega fyrir fyrstu vikuna í sumarfríinu... ekki byrjuð á neinu og hef það fyrir afsökun að ég bara veit ekkert á hverju ég á að byrja... en það lagast fljótlega... ef ég þekki mig rétt... og reyndar þekki ég mig alveg rétt... wink

En ég veit samt um allavega eitt sem ég kem ekki til með að gera... af því að ég þekki mig alveg hárrétt... ég kem ekki til með að horfa á fótbolta í sjónvarpinu... ekkert frekar en venjulega... mér leiðist fótbolti og hef aldrei komist upp á lag með að fylgjast með... smile Þetta er sjálfsagt setning sem ætti hvergi að sjást á íslensku þessa dagana en það verður að hafa það... en til þess að það verði nú ekki rangur misskilningur hérna þá er ég alltaf afskaplega ánægð yfir því ef Íslendingum gengur vel í einhverju... þó það sé þá bara í fótbolta... kiss Ég fer ekkert leynt með þessa skoðun mína ef ég er spurð og fullt af fólki búið að reyna að fá mig til að skipta um skoðun... það má alveg reyna, en það bara þýðir ekkert... ekki reyni ég að fá alla til þess að hætta að horfa og fylgjast með... dettur það bara alls ekki í hug... svoleiðis er þetta bara... laughing 

Ætla að hætta þessu núna og taka annaðhvort fram ryksuguna eða saumavélina... mig grunar að saumavélin verði fyrir valinu... hún er töluvert skemmtilegri en ryksugan... tongue-out Það er kalt og það er rigning svo það er ekkert gaman að vera úti... enda þarf ég þess ekki... þarf ekki einu sinni að vökva jarðaberin á svölunum mínum, rigningin sér um það... smile 

Hafið það sem best... og áfram Ísland... alltaf og allstaðar kiss

 

 

 

 

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband