Tuffið.... ;-)

Dyrabjallan mín er ekki með fallegasta hljóði sem um getur... það heyrist svona hljóð eins og einhver sé að hrækja... TUFF... frekar hátt... svo mér datt í hug að gá hvort það væri ekki hægt að stilla hana. Sótti tröppuna mína fínu og opnaði hylkið uppi á veggnum og viti menn... jújú það var hægt að stilla hana... með því að taka bréfið sem hafði verið sett þarna inn á milli... líklega til að minnka í henni hávaðann... ég réð við þaðWink Fór svo fram og prófaði og þarna sem ég stóð með hurðina opna þá fannst mér þetta bara fínt... var alveg alsæl með svona eðlilegt bjölluhljóðJoyful

Svo gleymdi ég auðvitað öllu saman... eða þangað til næst þegar dyrabjallan ómaði... ef það er hægt að kalla það að "óma"... hún hafði alveg óstjórnlega hátt... og mér brá svo mikið að ég hentist næstum því upp úr skónum og nötraði og skalf... þvílíkur hávaði og ég sem er samt hálf heyrnarlaus á öðru eyranu...Tounge Hjartað í mér hoppaði og skoppaði og var bara dágóða stund að komast aftur í ró þarna einhversstaðar niðri í rifjahylkinu þar sem það á helst að vera....Whistling Og ekki nóg með það... ég var náttulega með skelfingarsvip á andlitinu þegar ég opnaði hurðina... hálf mállaus af áfallinu svo mér tókst ekki strax að útskýra að þessi brjálæðislegi svipur þýddi barasta alls ekki: "ÓNEI, FJANDINN HAFI ÞAÐ, ÞÚ KOMIN... NÚ RÆÐST ÉG Á ÞIG" ! heldur þýddi hann bara:"Djísöss... hvað mér brá þegar fjandans dyrabjallan öskraði á mig" ! W00t

En krakkagreyin gátu ekki vitað það... þau hafa ekkert komið aftur til að biðja um dósir fyrir íþróttafélagið sitt...Undecided 

Ég setti bréfið aftur á sinn stað og læt mig barasta hafa það að dyrabjallan mín "hræki" á mig... Grin


Bloggfærslur 12. apríl 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband