Kaffi"uppskriftin" hans pabba... ;-)

Þegar ég byrjaði að vinna í Heimaþjónustunni fyrir næstum því 20 árum síðan þá drakk ég ekki kaffi og hafði aldrei gert... af því að mér fannst það bara ekkert gott smile Kom inn á fjölmörg heimili fyrsta sumarið í afleysingum... og á öllum heimilum var boðið upp á kaffi... sem ég drakk ekki... og það varð uppi fótur og fit þegar ég afþakkaði og sagðist ekki drekka kaffi... "hvað má þá bjóða þér... viltu mjólk eða appelsínu eða á ég að fara og kaupa handa þér gos ???" surprised Mér fannst óþægilegt að koma fólki í uppnám bara út af þessu svo ég ákvað að byrja að drekka kaffi... ætlaði bara fyrst að æfa mig heima... vissi ekkert hvort það væri gott að hafa mjólk eða ekki... kannski væri sykur málið... hvað vissi ég... tongue-out Svo ég hringdi auðvitað í pabba og bað hann að kenna mér að búa til kaffi... hann hellti að vísu upp á svo sterkt kaffi að teskeiðin gat staðið upprétt í því og lá við að það þyrfti að borða það með hnífapörum... laughing Hann sagði alltaf að ég mundi byrja að drekka kaffi þegar ég yrði fullorðin ef það var verið að stríða mér á því að ég drykki ekki kaffi... undecided Þarna var ég rétt orðin fertug og þegar ég sagði honum að ég þyrfti að læra að drekka kaffi sagði hann að mér lægi nú ekkert á... ég væri ekkert orðin fullorðin ennþá cool En svo lét hann sig og fór að segja mér til: Þú setur vatn á könnuna... Jájá hvað mikið ? Ja bara svona það sem þér þykir passlegt... já og svo setur þú kaffið... Já hversu mikið ? Ja bara svona eins og þér finnst vera nóg...surprised Takk elsku pabbi minn... þetta hjálpaði bara alls ekki nokkurn skapaðan hrærandi hlut en alltaf jafn gaman að tala við hann samt... smile En ég prófaði mig áfram og eyddi heilum kaffipakka í tilraunirnar... fann út að blandan 50/50 væri líklega einum of sterk... og að mjólk gerði mér auðveldast fyrir að drekka þetta... og kaffi með mjólk og sykri fannst mér alveg hræðilega vont... en mér leið betur að segja bara já takk þegar mér var boðið kaffi á heimilunum sem ég kom á... ekkert stress hjá liðinu... en ekki fannst mér kaffi gott í mörg ár og drakk það bara í vinnunni... laughing Stundum verður maður bara að fórna sér fyrir málsstaðinn... só tú spík... tongue-out

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn... smile


Bloggfærslur 20. apríl 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband