Sundurtekin lík... afmæli og almenn vellíðan... :-)

... ég átti afmæli síðasta fimmtudag... ekki svo sem í frásögur færandi, það eiga nú allir afmæli minnsta kosti einu sinni á ári... og best að eiga sem flesta afmælisdaga þá lifir maður víst lengurWink Ég lít á öll mín afmæli sem stórafmæli... bara af því bara... og mér er alveg sama hvað árin eru orðin mörg, sem sést til dæmis á því að ég stóð í þeirri meiningu og sagði öllum sem vildu heyra... og sjálfsagt fleirum... að ég yrði 57 ára en við nánari útreikning kom í ljós að ég varð 56... og það var ekki einu sinni ég sem fann það út...Tounge

Fékk marga yndislega gesti og knús og símtöl og afmæliskveðjur og dagurinn varð ennþá dásamlegri en ég hafði séð hann fyrir mér og þá er nú mikið sagt...InLove

Afmælissöngurinn var sunginn fyrir mig á fjórum tungumálum... íslensku, ensku, sviss-þýsku og hollensku... þvílík snilld...GrinHeart

Ég var búin að setja NEI-dag á afmælisdaginn í vinnuskýrslunni minni... ætlaði að vera í fríi... en eitthvað klikkaði það nú svo ég vann til 23 kvöldið fyrir afmælið mitt og byrjaði afmælisdaginn klukkan 9 morguninn eftir og vann til fjögur... hafði það samt af að setja á kökur og sollis... svaf bara aðeins minna og hafði gaman af...Grin

Ég var rétt komin heim og gestirnir mínir voru um það bil að setjast niður þá hringdi gemsinn: "Sæl ég heiti Xxxxx og ég er hérna á svörtum líkbíl fyrir utan hjá þér með tvö lík sem eru merkt þér" ! Það tók mig smástund að fatta þetta... vissi nefnilega ekki að lambakjötið mitt væri á leiðinni...Joyful Þá var þetta einhver maður... á svörtum bíl... að koma með tvo lambskrokka sem ég hafði pantað frá ágætum bónda austur á landi... líkbílstjórinn söng afmælissönginn í símann og rétti mér svo súkkulaðiköku um leið og hann afhenti mér líkin... hef ekki hugmynd um hvaða maður þetta er, aldrei séð hann áður og sé hann aldrei aftur... en þetta var alveg passlega skrítið... og skemmtilegt...Tounge

Sit hérna algjörlega afslöppuð á náttsloppnum við tölvuna og nýt þess að vera næstum því í helgarfríi... bara aðeins að vinna í kvöld og annað kvöld... það hefur snjóað hérna úti og mér finnst það allt í fínasta lagi bara...Smile Yndislegt útsýnið hérna út um gluggann... "snjóug" fjöll og risastór tré í fallegum haustlitum... gerist varla fallegra... á þessum árstíma...InLove 

Verð líklega að eyða einhverri stund niðri í geymslu í dag, við að pakka sundurteknum "líkunum" í minni pakkningar... og koma þeim betur fyrir í frystikistunni... ef ég nenni að hreyfa mig...Whistling

Svo mörg voru nú þau orð... vona innilega að öllum líði eins vel og mér... og bið ykkur vel að lifa...SmileHeartSmile 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst að þú ættir að fara í þröngan (helst rauðan) kjól og hælaháa skó, vopnuð uppskurðarhnífi í kjallarann í dag....
.. mála þig vel og vendilega, leyfa hárinu að flaxa frjálst og njóta þín á meðan þú hanterar líkin...
gott væri að taka mynd af þér á meðan þú gengur frá í kistunni og skella á fésið...
..Ég mundi læka á þá mynd

Hoffa (IP-tala skráð) 5.10.2013 kl. 12:49

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hóffa mín: Já þetta er dásamleg hugmynd... ég hló svo mikið að ég frussaði kaffinu næstum því yfir tölvuna...

Jónína Dúadóttir, 5.10.2013 kl. 12:55

3 Smámynd: María Guðmundsdóttir

Alltaf nóg ad gerast i kringum thig :D haha...lik og gud m´vita hvad! takk fyrir bloggid,alltaf gaman ad lesa ;)

María Guðmundsdóttir, 6.10.2013 kl. 07:55

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

María mín: Þakka þér fyrir elskuleg mín...

Jónína Dúadóttir, 6.10.2013 kl. 09:31

5 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

þú ert nú alveg frábær!!! elska þig!!! <3

Jóhanna Pálmadóttir, 26.10.2013 kl. 21:42

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.11.2013 kl. 11:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband