... sem mér hefur alltaf fundist óþarfi að hafa með í árinu... hann er langur, leiðinlegur, dimmur, kaldur og algerlega tilbreytingarlaus...Febrúar er ekkert mikið skárri í mínum huga, en hann má svo sem hanga inni út af Bolludegi, Sprengidegi og ÖskudegiSvo fer þetta nú að lagast þegar komið er fram í mars, það má nú svo sem bara hlaupa yfir hann... en í apríl fer ég svo sannarlega að blómstra... langt á undan öllum gróðrinum auðvitað, ég er nú líka alltaf að flýta mér eitthvað ! Svo áður en ég veit af er sumarið komið, búið og farið... komið haust aftur og ég fer að hlakka til jólanna... afturAnnars er ég óvenjusátt við janúar 2010, mér datt nefnilega allt í einu í hug að breyta einhverju... til að gera þetta aðeins meira spennandi, svo ég steinhætti að reykja allt í einu... bara datt það í hug og hætti ! Ekkert mál, það er bara gert og þá langaði mig að finna eitthvað fleira... svo mér datt þá í hug að láta verða af því að klára nú einu sinni lopapeysu á sjálfa mig og er langt komin með hana, geri meira segja ráð fyrir að nota hana sjálf í stað þess að gefa einhverjum öðrum hana... eins og ég er vönÉg held ég sé að reyna að finna allt annað en það sem ég þarf að fara að gera... það er að taka niður jólaskrautið... Tók mig meira að segja til í dag og bakaði bananabrauð og skúffuköku og á morgun tryllist ég í kleinubakstur ! Ég hef orðið gaman af því að baka... viðurkenni það samt aldrei... kona verður nú að passa kúlið skoEn eldhúsið mitt er svo stórt og bjart og æðislegt að það er bara alveg hreint virkilega gaman að brasa þar...En nei ég er ekki ofvirk... blóðið í mér er bara farið að renna aftur, held það sé vegna þess að frostið hérna á norðurhjaranum okkar snarminnkaði allt í einuLátið ykkur líða vel, farið vel með ykkur og hafið það gott
Pé ess: Og ég læt ekki grípa mig nema dauða við að skrifa um málið sem allir eru að skrifa um þessa dagana... þið verðið að lesa um það annarsstaðar en hjá mér
Bloggvinir
- jokapje
- rannug
- jonhans
- jogamagg
- ammadagny
- hneta
- asthildurcesil
- olapals
- heidihelga
- brylli
- juljul
- naflaskodun
- majaogco
- jyderupdrottningin
- ollana
- skrifa
- tofraljos
- stafholt
- ringarinn
- tigercopper
- engilstina
- himmalingur
- einari
- linka
- duna54
- unns
- skjolid
- kaffikelling
- heidamagg
- heidathord
- lehamzdr
- oliskula
- fjallkona1
- gattin
- sur
- hugskotid
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hahaha, þykist ekkert vita um hvaða mál þú ert að tala bara
Gott hjá þér að hætta að reykja, vonandi gengur þér bara sem best!!! Smá tips, þetta sem amma sagði alltaf um að oppna kaffikrukkuna og þefa aðeins ef mann langaði í rettu svínvirkaði fyrir mig! Bara svona ef þyrfti Svo vil ég sjá mynd af þér í peysunni!
Og hvaða sumar er það sem þú ert að tala um? Síðast sem ég var á Fróni þegar þessir svokölluðu sumarmánuðir voru þá tók það mig nærri því mánuð að þiðna aftur eftir að ég var komin tilbaka til Svíaríkis
Jóhanna Pálmadóttir, 7.1.2010 kl. 00:11
Jóka mín: Það er svona hér á landi að 3 mánuðir á miðju ári eru kallaðir sumarmánuðir... það þýðir hlýindi og sól í sumum löndum, hérna þýðir það bara hálfhaust... eða eitthvað svoleiðisÉg skal taka mynd af peysunni þegar hún er tilbúin, en ef þú vilt sjá mig í henni þá verður þú að koma
Jónína Dúadóttir, 7.1.2010 kl. 07:45
Kveðja norður á prjónapeysuafkastarann mikla.Vildi að ég hefði snefil af orkunni þinni.Nú eru framundan hjá mér janúar og febrúarletidagar.
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 10:35
Ragna mín: Iss, þú heldur bara að ég sé dugleg af því að ég segi alltaf öllum sem heyra vilja... og eins öllum hinum... frá því fáa sem ég nenni að gera Knús á þig ljúfan mín og njóttu letidaganna
Jónína Dúadóttir, 7.1.2010 kl. 13:42
Hætta að reykja, cool Kalt, ekki cool Snjór er þó cool Þú ert alger coolisti
Birna Dúadóttir, 8.1.2010 kl. 09:32
Þessi færska minnir mig á átvaglið sem sagði; mikið er ég saddur, ég vildi að ég væri búin að sofa, vaknaður oftur og byrjaður að borða Annars er ég sammála þér með að janúar og jafnvel fleiri mánuðir megi alveg fjúka, nema þá æðir tíminn ennþá hraðar áfram og ég verð orðin hundarð ára áður en ég veit af.
Gott hjá þér að ætta að reykja, dugleg stelpa. Ég held að ég ætli að taka sjálfa mig svolítið í gegn líka þetta árið. Sé til Er ekki sagt að huguinn beri mann hálfa leið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.1.2010 kl. 11:09
Birna mín: Jamm, málið er að ég geri bara það sem mig langar til, þegar mig langar til og af því bara að mig langar til þessMér er alveg sama þó aðrir reyki í kringum mig og ætla sko ekki að fara að halda neina fyrirlestra eða koma með einhverjar æðislegar ástæður fyrir því hvað það er flott að hætta að reykja... ég veit nefnilega að það breytist ekkert í veröldinni, það er bara ég sem er hættCoolisti... I love it
Jónína Dúadóttir, 8.1.2010 kl. 14:03
Ásthildur mín: Jú hugurinn ber mann hálfa leið og orð eru til alls fyrstÉg er viss um að þú verður ennþá flottari 100 ára
Jónína Dúadóttir, 8.1.2010 kl. 14:05
Febrúar er nú svo stuttur að maður tekur varla eftir honum svo er líka svo gaman að borða þorramatinn Janúar tekur líka fljótt af þú sérð nú að það er nánast einn þriðji búinn af honum þó svo að hann sé bara rétt byrjaður. Gangi þér vel með það sem þig langar og langaði til að gera
Aðalheiður Magnúsdóttir, 8.1.2010 kl. 14:27
Sniðug ertu að hætta að reykja. Maður lyktar svo miklu betur á eftir Annars finnst mér enginn mánuður leiðinlegur nema október. Í janúar á ég afmæli, í febrúar er orðið svo bjart, í mars á sonur minn afmæli og líka dóttursonur minn, í apríl eru páskar, í maí kemur vorið, i júní sumarið, í júlí er hásumar, í ágúst kemur rómantíska kvöldhúmið, í september byrja skólarnir og sætir litlir krakkar með allt of stórar skólatöskur stjákla í röðum í skólann, en svo kemur október sem er eiginlega Limbó milli hausts og aðventu er dimmur og hundleiðinlegur, en svo kemur Nóvember með aðventuundirbúningi og tvíburaafmæli og svo desember með jólastússi og jólum. Og við höfum hafið enn eitt árið - við skulum því kætast
, 9.1.2010 kl. 01:47
Ninna, ég er að koma
Jóhanna Pálmadóttir, 9.1.2010 kl. 03:39
Aðalheiður mín: Jú, sjónarmið út af fyrir sig og þegar ég hef svona fullt af skemmtilegu fólki í kring um mig bæði í kjöt og netheimum þá er þetta ekkert málTakk fyrir, mér líður mjög vel með þessu, man oftast ekkert eftir því að ég hafi einhvertímann reykt... furðulegt en samt alveg satt
Jónína Dúadóttir, 9.1.2010 kl. 07:52
Dagný mín: Október er einmitt minn mánuður, þá á ég afmæliMér finnst ég líka ferlega sniðug að vera hætt og geng ferlega kát inn í nýtt ár
Jónína Dúadóttir, 9.1.2010 kl. 07:55
Jóka mín: Ég held niðri í mér andanum...
Jónína Dúadóttir, 9.1.2010 kl. 07:56
Ninna mín þú mátt byrja að anda aftur Niiiiinnnna
Birna Dúadóttir, 9.1.2010 kl. 21:53
Birna mín: Ok þá... heldurðu að hún sé kannski ekki alveg að koma ?
Jónína Dúadóttir, 10.1.2010 kl. 09:01
Hún er á leiðinni trúi ég
Birna Dúadóttir, 10.1.2010 kl. 14:04
Ninna mín. Janúar er bráðnauðsynlegur. Hann gerir mann þakklátari fyrir sumarmánuðina. Hvernig heldurðu að við litum á sólina ef það rigndi aldrei? :D
Til hamingju með að byrja á reyklausu lífi! (betra að vera að byrja á einhverju en að segjast vera að hætta einhverju hehe :D)
Ég veit ekki hvað allir hinir eru að skrifa um en aðalmálið mitt er að ég tók ull í dag og vann hana og endaði á að prjóna úr henni þessa líka litl-flottu prufu! Mér finnst það skyggja á allt annað í dag.
Díana Bryndís (IP-tala skráð) 11.1.2010 kl. 16:54
Díana mín: Það eru alveg nógu margir leiðinlegir mánuðir þó janúar hverfiÞú ert dugleg
Jónína Dúadóttir, 11.1.2010 kl. 20:44
Flott hjá þér mamma! Bíð spennt eftir mynd af lopapeysunni. Annars geturðu líka bara komið og sýnt okkur hana. -10 úti núna.
Katrín Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 20:52
Kata mín: Takk elskan mín, mér finnst þetta líka flott hjá mérEr búin með bolinn og aðra ermina.... hin ermin á byrjunarreit, kem vonandi bara og sýni ykkur hana Það er hlýrra hérna hjá okkur, ekki nema -7
Jónína Dúadóttir, 12.1.2010 kl. 22:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.