Ekki trufla mig...

... ég er að púslaTounge Kvöldvinna þessa viku og þá er ég sko í fríi milli eitt og fimm og held fast í það... er nú samt búin að taka niður jólaskrautið innanhúss og fara með það inn í gestaherbergi... það fer ekki upp á háaloft strax. Við erum nefnilega að fara að brjóta og bramla í þvottahúsinu um næstu helgi og líka uppi á háalofti... það er að segja gamli ætlar að mæta með brotvél og fara að mylja niður gamla skorsteininn, sem nær upp undir þak uppi á háalofti. Mundum nota hann til að gera arinn ef hann væri inni í miðju húsi en svo heppin var ég nú ekki, en það er alltaf hægt að redda arni á einhvern annan háttWink Það var starfsemi hérna í þessu húsi áður en við keyptum það og þess vegna var gerð auka snyrting og plássið fyrir hana tekið af þvottahúsinu sem er núna í laginu eins og L og eftir því þröngt og óhentugtGetLost Nú ætlum við að fjarlægja þessa snyrtingu líka... við erum bara tvö í heimili svo að baðherbergi og auka snyrting hlýtur nú að teljast ofgnótt... stærra þvottahús nýtist okkur betur þegar bæði strompurinn og snyrtingin verða farinJoyful Þá getum við líka gert almennilega manngenga uppgöngu upp á háaloftið og  þurfum ekki lengur að hætta lífi og limum við að fara þangað upp... annars er það nú alltaf hálfgert ævintýri að príla þangaðGrin Við erum líka búin að hafa svo fínt í húsinu of lengi held ég... allt á sínum stöðum og ekkert ryk inn um allt, engar framkvæmdir... það er einna helst álitið að við séum komin með slæm fráhvarfseinkenniLoL   Ferlega góð inn í dagana, eins og alltaf... enda ákveð ég þegar ég vakna á morgnana hvernig ég vil hafa daginn og það gengur oftar en ekki eftirWink Vona að þið öll hafið það eins gott og ég og óska ykkur góðs dagsSmile Heart  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Spennandi tímar framundan hjá ykkur Jónína mín.  Alltaf gaman að breyta til.  Til lukku með það. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.1.2010 kl. 11:32

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 13.1.2010 kl. 11:33

3 identicon

Framkvæmdagleðin er góð.Kveðja

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 13.1.2010 kl. 12:15

4 Smámynd: Birna Dúadóttir

Gevöð Ninna ætlarðu bara að hafa eitt klósett  Þetta verður bara flottast hjá ykkur. Skil þig með fráhvarfs einkennin. 'Eg er komin með verk í málningar rúlluna  Langar svo að fara að breyta og mála og alles

Birna Dúadóttir, 13.1.2010 kl. 13:23

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásthildur mín: Já okkur finnst þetta báðum virkilega gamanÞakka þér fyrir mín kæra

Jónína Dúadóttir, 13.1.2010 kl. 19:08

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásdís mín: Takk fyrir innlitið elskuleg

Jónína Dúadóttir, 13.1.2010 kl. 19:08

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ragna mín: Jahá

Jónína Dúadóttir, 13.1.2010 kl. 19:09

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Birna mín: Já þetta verður flott... alveg örugglegaÞessir skelfilegu framkvæmdaverkir eru ábyggilega í genunum

Jónína Dúadóttir, 13.1.2010 kl. 19:11

9 Smámynd:

Gleðilegar framkvæmdir

, 13.1.2010 kl. 23:50

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Dagný mín: Takk fyrir það

Jónína Dúadóttir, 14.1.2010 kl. 06:17

11 Smámynd: Erna Evudóttir

Skil ekki alveg hvaða verki þið eruð að tala um hef að ég held aldrei lent í essu voða fegin eiginlega Jónína Þ þú ert ofvirk og það er þinn heittelskaði líka

Erna Evudóttir, 14.1.2010 kl. 14:30

12 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Erna mín: Varst það þá þú sem varst ættleidd en ekki Birna... eða var sparað svona í þig... allt það besta búið þegar þú loksins komst skinnið mittDjók... þakkaðu bara fyrir að þú hefur ekki þessa verki... mar getur orðið svolítið þreyttur stundum og svo kostar þetta oft hellings pening líkaOfvirk....já líklega

Jónína Dúadóttir, 14.1.2010 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband