... janúarmánuð það er að segja... hann er nefnilega hálfnaður bara strax... og hið ágætasta veður dag eftir dag... og það hefur áhrif, alveg sama hvernig maður snýr því
Kom því í verk í gær að taka jólaljósin úr sambandi úti... dugleg... en síðan ekki söguna meir... Það er nefnilega stór stór skafl ofan á rafmagnssnúrunum og ég veit ekki hvað þyrfti eiginlega að koma fyrir mig til þess að ég færi að taka mig til og moka snjó... ekki séns í... þið vitið hvar
Ég leyfi bara móður náttúru að sjá um sitt, ég sé svo um mitt þegar hún er búin
Annars ferlega góð inn í daginn... eyði að vísu ekki tímanum fyrir framan spegla akkúrat núna... fyrir því liggja tvær ástæður: hárið á mér er nákvæm eftirmynd af kollinum á Einstein gamla í roki og annað augað eins og ég hafi verið í slagsmálum, hvítan eldrauð upp á miðjan augastein...
Þetta með hárið lagast í sturtunni á eftir, en augað er svona vegna þess að í gær fór ég í plokkun og litun og fékk litinn inn í augað og stúlkan var ekki með augnskol... hafði bara ekki heyrt um það og fullyrti að þetta yrði allt í lagi...
Fyrir hana kannski... en ef hún væri að vinna í dag færi ég til hennar og sýndi henni augað og færði henni í leiðinni augnskolglas
Þetta eru nú umkvörtunarefnin mín inn í þennan ágæta dag... gott ef allir væru jafnheppnir að hafa bara eitthvað svona ómerkilegt... sem lagast...
Dóttirin mín í Gautaborg útskrifaðist sem félagsráðgjafi í fyrravor og kærastan hennar útskrifaðist svo í gær úr sama námi, ég er svakalega stolt af þeim báðum
Er að láta mig dreyma um að þær komi í sumar, það væri frábært
Fyrir alla muni ekki vera neitt að pæla í því til hvers í ósköpunum ég var að skrifa allt þetta... ég veit það ekki sjálf, svo það er ekki vona að þið vitið það...
Eigið bara góðan dag og ennþá betri helgi
Bloggvinir
- jokapje
- rannug
- jonhans
- jogamagg
- ammadagny
- hneta
- asthildurcesil
- olapals
- heidihelga
- brylli
- juljul
- naflaskodun
- majaogco
- jyderupdrottningin
- ollana
- skrifa
- tofraljos
- stafholt
- ringarinn
- tigercopper
- engilstina
- himmalingur
- einari
- linka
- duna54
- unns
- skjolid
- kaffikelling
- heidamagg
- heidathord
- lehamzdr
- oliskula
- fjallkona1
- gattin
- sur
- hugskotid
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú sér rautt núna.Án gríns.Það er furðulegt að fólk sem vinnur við að lita og plokka skuli ekki vera með viðeigandi búnað við hendina ef eitthvað fer úrskeiðis. Góða helgi ljúfan.
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 12:39
Ragna mín: Já sannarlega sé ég rauttÉg veit ekki hversu margar snyrtistofur eru hérna í bænum en ég persónulega veit um eina stofu þar sem stúlkurnar eru með skol fyrir augun og þykir sjálfsagt, fer þangað næstGóða helgi líka mín kæra
Jónína Dúadóttir, 16.1.2010 kl. 13:01
Úff bara - heldur slæmt að fá lit í augað. Vona að það batni fljótt. Til hamingju með tengdadótturina - já og dótturina Góð helgi hér - er í vinnunni vona að þín verði jafn góð og mín
, 16.1.2010 kl. 18:27
Dagný mín: Já assgoti slæmt og ekki orðið gott ennþá...Takk fyrir hamingjuóskirnar, ég er svo stolt af þeimMín helgi er líka fín... í vinnunni
Jónína Dúadóttir, 16.1.2010 kl. 19:09
Erna Evudóttir, 17.1.2010 kl. 13:18
Birna Dúadóttir, 17.1.2010 kl. 15:28
Jónína þetta er með ólíkiindum alveg. Þú þarft að kæra stúlkuna svo hún geti lært af mistökunum og geri ekki sömu næst. Hugsaðu um það. Hún hefur ef til vill gert þetta áður og fórnarlambið ekki gert neitt í málinu, svo hún er alveg sannfærð um að þetta sé bara í lagi, sem það alls ekki er.
Annar gott hjá þér að láta náttúruna um jólaljósamálin
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.1.2010 kl. 16:44
Ásthildur mín: Fór og talaði við hana sjálfa og hún lofaði bót og betrun, vildi gera það þannig fyrstMóðir náttúra er mjög dugleg að minnka hjá okkur snjóinn en hún fékk hjálp frá gamla mínum, hann mokaði ofan af leiðslunum svo við gætum tekið þetta innKnús í Kúluhús
Jónína Dúadóttir, 19.1.2010 kl. 13:38
Hjartanlega til hamingju með tengdadótturina
Gunnar Helgi Eysteinsson, 20.1.2010 kl. 22:04
Gunnar minn: Þakka þér fyrir
Jónína Dúadóttir, 20.1.2010 kl. 22:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.