Nú bara verð ég að segja eitthvað gáfulegt !

"Eitthvað gáfulegt" ... þá er það búiðWinkFyrir utan húsið okkar við bakdyrainnganginn er risastór grjóthrúga, sem var einu sinni og það ekkert fyrir mjög löngu síðan, strompurinn í húsinu. Gamli minn æsti sig í það um liðna helgi, á meðan ég var í vinnunni, að brjóta hann í frumeindir og moka honum út... CoolÞað var ekkert hægt að nota þetta strompflykki... lítið gaman að hafa arinn í þvottahúsinu, vantaði líka á hann toppinn og hann tók allt of mikið pláss, pláss sem ég þarf sjálf að nota ! Nú bý ég í stóru húsi fullu af ryki og líður ekkert illa með því... hef líka ekki verið alveg nógu hress til að vera að þrífa, þjáist að næturógleði... er sem sagt ófrískWhistlingNei í alvöru talað, ég hef lítið sem ekkert sofið í tvær nætur af því að mér er svo óglatt og af því að ég er ekki alveg frísk hlýt ég að vera ófrískWinkSamt alltaf jafn óborganlega fyndin, það klikkar nú ekkiGrinAnnars allt voða rólegt hérna í mínu litla leikriti, allir framúrskarandi frískir... nema ég... og fallegir... ég líka... og dásamlegt vorveður dag eftir dag... vona bara að það haldist alveg fram á sumar... kostar nú ekkert að láta sig dreymaHaloUm næstu helgi ætlum við svo að fara að rífa litlu snyrtinguna hérna, þurfum að byrja á að skrúfa klósettið laust og fara með það niður í kjallara, ætlum að setja það niður á stóra baðinu þegar við tökum það í gegn.... svo bara tæta niður veggina og stækka þvottahúsið...JoyfulSamt gott að við ákváðum að gera ekkert fyrr en um næstu helgi, ég er ekki til stórræðanna í dag en ég þarf að geta verið með, þetta er svo agalega gamanLoLÆtla samt að taka mig til í andlitinu á eftir... ekki meika mig samt... frekar svona að rífa mig upp á rassg... og fara út að labba... gá hvort ég get ekki bara gengið úr mér þetta leiðinda slen...ShockingHeilsur... SmileHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Djös dugnaðurinn í ykkur hjónakornunum, hvernig geta hjón samt verið korn, jæja skiptir ekki máli  Og þú ó-frísk í ofanálag, til hamingju, eða kannski ekki  Gangi þér vel að ganga úr þér slenið

Birna Dúadóttir, 19.1.2010 kl. 13:17

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Birna mín: Annað kornið fór og labbaði hring... örugglega miklu hressara korn núna... tókst að skilja eitthvað af sleninu eftir hérna úti á hoddni... held égDugnaður já, okkur finnst þetta gaman og... já líka bara gaman

Jónína Dúadóttir, 19.1.2010 kl. 13:34

3 Smámynd: Erna Evudóttir

Skemmtanafíklar, segi ekkert annað

Erna Evudóttir, 19.1.2010 kl. 19:48

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Erna mín: Jú og mjög þekkt fyrir akkúrat það

Jónína Dúadóttir, 19.1.2010 kl. 21:57

5 Smámynd:

Ég held að þetta sé það gáfulegasta sem ég hef lesið í dag    Vona að ófrískan rjátlist af þér - ekkert varið í ófrískur eftir fertugt - believe me I've been there   Og Jú þú ert drepfyndin

, 19.1.2010 kl. 21:59

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Dagný mín: Þakka þér fyrir þaðEina ófrískan sem ég er hrifin af núorðið, eftir fertugt sko, er hjá börnunum okkar... og þá meina ég sko með litlum sætum afleiðingumJá finnst þér ég ekki bara fyndin.....

Jónína Dúadóttir, 19.1.2010 kl. 22:47

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

 knúsí krús

Ásdís Sigurðardóttir, 20.1.2010 kl. 18:26

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásdís mín: Sömuleiðis

Jónína Dúadóttir, 20.1.2010 kl. 19:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband