Blóta... hverju.... ? :)

Fór á námskeið í gær... ekki sjálfviljug samt, fer aldrei á neitt þannig að eigin frumkvæði... vissi ekki einu sinni um hvað það átti að fjallaToungeEn þetta var gaman og seinni hlutinn er í næstu viku. Ég var að læra að setja inn mína eigin vinnuskýrslu, vaktirnar, frí, breytingar og hvaðeina. Þegar ég fór inn í forritið fann ég algerlega autt pláss þar sem mín vinnuskýrsla átti að vera... leit út eins og ég inni bara hvergi, fengi kaup fyrir það en mætti samt alltaf eins og einhver fáráðlingur...LoLÞað var nú lagað fljótlega en þegar ég fór svo að setja inn vaktirnar mínar eins og þær eru, lentum við upp á kant forritið og ég... fékk hvað eftir annað upp glugga þar sem stóð að þessi færsla væri ólögleg, vegna þess að það væru alls engar hvíldir eins og ættu að veraSidewaysÉg vissi það nú en það hefur bara ekkert verið hægt að gera í því... en nú virðist hafa opnast möguleiki til þess... sem sagt að raða þessu öðruvísi, fækka dögunum sem ég vinn og fjölga frídögum, samt án þess þó að ég vinni færri tíma. Ég get ekki sagt annað en ég fagni því, ekki það að vinnan sé eitthvað þrælapúl eða skjólstæðingarnir mínir séu ekki fínir... en eins og leiðbeinandinn á náskeiðinu sagði, þetta er eiginlega ómanneskjulegt... hef bara 4 daga frí í hverjum mánuði og stundum ekki einu sinni það, í desember var ég í fríi í alveg tvo daga...Wink

Við erum að undirbúa okkar eigið litla Þorrablót... ja, undirbúa er nú svolítið djúpt í árina tekið, en við keyptum hákarl og súran hval handa gamla og harðfisk og algerlega ósúra sviðasultu handa mér, suðum hangikjöt og svið og ætlum að narta í þetta á milli þess sem við rústum litlu snyrtingunni okkar... fólk finnur sér ýmislegt til dundurs á Þorranum skoGrinSvo er ég líka í fríi þessa helgi og verð að fylla hana með einhverjum svona verkefnum, kann ekki að sitja bara og gera ekki neitt, leiðist það líkaWinkEr að vísu að prjóna lopapeysu á sjálfa mig en það gengur hægt... það er ekki búið að vera neitt lopapeysuveður svo lengi hérna á norðurhjaranum okkar... 6-8 stiga hiti dag eftir dag, snjórinn allur að hverfa og ég sé sko ekkert eftir honumLoL

Óska ykkur öllum sem lesa þetta alveg hingað og hinum bara líka, góðs dags og ennþá betri helgar og segi eins og alveg yngsta, yngsta systir mín: Gangið hægt um gleðinnar dyr og galvösk inn í góðan dagSmileHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við ætluðum líka að halda svona einkaþorrablót, en þegar við fórum að spá betur í það, þá er Davíð auðvitað grænmetisæta og ég borða ekkert af þorramat, svo get ekki séð fyrir hvern þetta ætti að vera.... Varla börnin er það? hehe

En góðan daginn sjálf vinkona og takk fyrir póstinn.

Díana Bryndís (IP-tala skráð) 23.1.2010 kl. 10:13

2 Smámynd: Erna Evudóttir

Sniðugt hjá ykkur

Erna Evudóttir, 23.1.2010 kl. 11:15

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Díana mín: Voða lítið um grænmeti í Þorrabökkum... kartöflur og rófur jú ... ekki mjög spennandi eitt og sérVeit að börnin hafa ekkert gaman að fá Þorramatinn heldurKnús elskan

Jónína Dúadóttir, 23.1.2010 kl. 11:23

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Erna mín: Þú getur séð einhvern árangur af skemmtanabransa okkar þegar þú kemur... var það ekki annars um mánaðarmótin... næstu ?

Jónína Dúadóttir, 23.1.2010 kl. 14:19

5 Smámynd: Erna Evudóttir

Jú eða var það þá sem ég ætlaði að byrja í ræktinni, hmmm er ehv að blanda þessu saman held ég sé að verða gleymin

Erna Evudóttir, 23.1.2010 kl. 14:24

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Erna mín: Sko... þú ætlaðir að koma hingað fyrst svo ég gæti minnt þig á að þú ætlar að byrja í ræktinni um leið og þú kemur heim aftur

Jónína Dúadóttir, 23.1.2010 kl. 14:28

7 Smámynd: Birna Dúadóttir

Ég fékk svona líka ýkta löngun í þorramat Beið svo bara á meðan hún leið hljóðlega framhjá

Birna Dúadóttir, 23.1.2010 kl. 14:31

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Birna mín: Það væri ekkert þannig hjá mér núna ef ekki væri fyrir hann Jóa, mig langar í kjúkling

Jónína Dúadóttir, 23.1.2010 kl. 14:34

9 Smámynd:

Ég fékk þorramat í vinnunni í gær og ætla að láta það duga þetta árið - var ennþá södd í morgun   Góða helgi við braml og brauk

, 23.1.2010 kl. 16:07

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Dagný mín: Minn þorramatsáhugi er líka útrunninn, enda ekki í sjálfu sér neinn þorramatur sem ég er að borða... hangikjöt, rófustappa, harðfiskur og sviðasulta er matur sem er hægt að fá allt áriðTakk og sömuleiðis góða helgi

Jónína Dúadóttir, 23.1.2010 kl. 22:45

11 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

  knús

Ásdís Sigurðardóttir, 24.1.2010 kl. 13:59

12 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásdís mín: ... og annað til baka

Jónína Dúadóttir, 25.1.2010 kl. 08:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband