Eitt af því sem ég á erfitt með að þola eru dramadrottningar.... ég fæ alveg gæsahúð og grænar bólur á rassg... nei ég meina auðvitað á axlirnar... og æluna upp í háls þegar ég þarf að vera nálægt þannig fyrirbærum
Og þá er ég barasta alls ekki að tala um smástelpur á gelgjuskeiðinu sem eru alveg nógu þreytandi, en það gengur nú oftast nær yfir...
Nei, ég er að meina rígfullorðið fólk, oftar en ekki karlmenn, sem tekur sjálft sig svo alvarlega að það breytist í ótrúlega ömurlegar stórýktar vælukellingar og virkar ekki einu sinni broslegt í lélegum brandara... ef það er ekki allt eins og það vill hafa það og þegar því tekst sem best upp í að ímynda sér að einhver hafi gert þeim eitthvað...
Sem er svo á endanum ekkert sem skiptir nokkra venjulega manneskju nokkru einasta máli og líklega skilgetið afkvæmi lélegs sjálfsálits, heimatilbúinnar óánægju, athyglissýki og alvarlegs skorts á sjálfsgagnrýni og húmor fyrir sjálfum sér ! Allt eitthvað sem hægt er að laga með smá svona viðhorfsbreytingum
Sjálfsagt heitir þetta einhverju ferlega flottu nafni á fagmáli en ég þekki það ekki og kemst upp með að nota það ekki af því að ég er ekki fagmanneskja
Ég hef bara mjög sterkar skoðanir á fólki sem álpast til að vera nálægt mér með þessa heimatilbúnu geðveilu sína og ég veit fullvel að ég á að hafa samúð með veiku fólki en þarna skortir mig alla samúð, vorkunnsemi, tillitssemi, skilning og umburðarlyndi... sem í alvörunni veikt fólk fær í stórum slöttum hjá mér
Dramadrottningar eru fólk sem er óánægt með sjálft sig, kennir öllu og öllum öðrum um það og sér til þess að það fari sko ekki fram hjá neinum, í stað þess að horfa inn á við og reyna að laga eitthvað hjá sjálfum sér...nei frekar að reyna að finna eitthvað til að setja út á og finna að og fara svo í megafýlu ef allir hafa ekki sömu skoðanir og eru jafnvel svo ósvífnir að viðra þær ! Og móðgast svo ennþá meira ef það er beðið að hætta í fýlunni og þá er það út af því að það skuli vera kallað það sem það er, að vera í fýlu...
Æi sumt fólk er í alvörunni fíbbl með stóru effi... og ég er hætt að ergja mig yfir svona bjálfum, það getur ekki stjórnað mér eða minni líðan með svona hálfvitaskap... nema smástund í einu
Þurfti bara að pústa aðeins og kötturinn var aldrei þessu vant úti, svo þið fenguð það allt saman
Annars góð
Bloggvinir
- jokapje
- rannug
- jonhans
- jogamagg
- ammadagny
- hneta
- asthildurcesil
- olapals
- heidihelga
- brylli
- juljul
- naflaskodun
- majaogco
- jyderupdrottningin
- ollana
- skrifa
- tofraljos
- stafholt
- ringarinn
- tigercopper
- engilstina
- himmalingur
- einari
- linka
- duna54
- unns
- skjolid
- kaffikelling
- heidamagg
- heidathord
- lehamzdr
- oliskula
- fjallkona1
- gattin
- sur
- hugskotid
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jahá. Sko er alveg sammála þér þó ég muni í augnablikinu ekki eftir neinni karlkynsdramadrottiningum. Mikið væri nú samt gaman að heyra sögu af einni. Þú kannski gerir það einhverntímann?
Við þolum alveg pústið.
Anna Guðný , 25.1.2010 kl. 23:59
Anna mín: Ég skal alveg örugglega skrifa einhvertímann nánari lýsingu á karlkynsdramadrottningu, þekki allavega tvær/tvoAlltaf gott að pústa aðeins
Jónína Dúadóttir, 26.1.2010 kl. 06:52
Birna Dúadóttir, 26.1.2010 kl. 08:19
Birna mín:
Jónína Dúadóttir, 26.1.2010 kl. 08:25
gott þú ert góð
, 26.1.2010 kl. 17:16
LOL
Líney, 26.1.2010 kl. 19:34
Sammála þér dúllan mín, alltaf góð
Ásdís Sigurðardóttir, 26.1.2010 kl. 21:27
Dagný mín: Oftast er ég það nú
Jónína Dúadóttir, 27.1.2010 kl. 07:57
Líney mín: Takk fyrir innlitið
Jónína Dúadóttir, 27.1.2010 kl. 07:57
Ásdís mín: Þakka þér fyrir mín kæra
Jónína Dúadóttir, 27.1.2010 kl. 07:59
Algjörlega sammála þér með svona Dramadrottningar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.1.2010 kl. 09:22
Hahahah omg kannast svo við svona fólk! eða menn ;) þarf að fara að hitta á þig stelpa í te og spjall :D
knúz úr neðra uppí hið efra :D
Jokka (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 09:47
Ásthildur mín: Held bara ég þekki engan sem gæti skammlaust þolað svona fólk
Jónína Dúadóttir, 27.1.2010 kl. 11:15
Jokka mín: Það er eiginlega kominn tími til elsku vina mín, ég á alltaf te og get alltaf talað
Jónína Dúadóttir, 27.1.2010 kl. 11:16
Ó mæ god, þú ert að lýsa báðum barnsfeðrum mínum þarna!
Jóhanna Pálmadóttir, 29.1.2010 kl. 19:10
Hvar værum við án þeirra??? sko dramadrottninganna... Mér finnst gott að hafa svoleiðis viðmið. Ef ég er ekki verri en þær, þá er ég góð hehe
Díana (IP-tala skráð) 30.1.2010 kl. 02:02
Takk fyrir tennann pistil.Tá er ég búin ad pústa á tinn kostnad.
Dramadrottningarnar eru bara leidinlegastar . og basta.
Gudrún Hauksdótttir, 1.2.2010 kl. 08:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.