... trapped with no means of escape... ? Then yes, I´m happy...Ég er að prjóna kjól á 4 ára sonardóttur mína... varla í frásögur færandi... en ekki er það neitt svakalega fljótlegt... ég er búin með 4 umferðir núna... vil helst ekki segja frá því en þetta er mjög einfalt munstur og það er enginn að trufla mig hérna... en í þessum skrifuðu orðum er ég búin að prjóna hverja umferð 2 sinnum svo ég ætti með réttu að vera komin helmingi lengraSný ofan af mér með því að skreppa í tölvu smá stund
Las á FB að það er 9 stiga frost úti núna, fljótlegra að lesa um það á tölvunni en að lesa á útihitamælinn okkar, hann er svo kjánalega staðsettur að ég þarf að finna vasaljós til að sjá á hann og ég baaaara nenni því ekki
Mér gengur vel í reykleysinu mínu og virkilega nýt þess. Vildi alveg geta glatt fullt af fólki með því að segja að þetta sé búið að vera hræðilega erfitt... ég er svo mikið spurð að því... en það er bara alls ekki rétt, ég bara hætti og málið þar með úr sögunniNú vil ég taka það fram að ég er eingöngu að tala fyrir sjálfa mig og dytti frekar niður dauð en að fara að halda einhverja fyrirlestra yfir fólki sem reykir eða skipta mér af því á nokkurn hátt... mér er blessunarlega alveg sama hvort fólk reykir eða ekki, það eina sem breyttist var að ég hætti og öðrum á svo líka að vera alveg nákvæmlega sama um það að ég skuli vera hætt
Ferlega góð inn í þessa fínu helgi, er að vísu að vinna en það er ekkert mál... mest svona viðvera bara og svo rólegheit heima þess á milli... alls ekki með nokkru móti hægt að kalla þetta þrældóm skoVona að þið eigið eins góða helgi og mín stefnir í að vera
Flokkur: Bloggar | 30.1.2010 | 09:12 (breytt 31.1.2010 kl. 08:16) | Facebook
Bloggvinir
- jokapje
- rannug
- jonhans
- jogamagg
- ammadagny
- hneta
- asthildurcesil
- olapals
- heidihelga
- brylli
- juljul
- naflaskodun
- majaogco
- jyderupdrottningin
- ollana
- skrifa
- tofraljos
- stafholt
- ringarinn
- tigercopper
- engilstina
- himmalingur
- einari
- linka
- duna54
- unns
- skjolid
- kaffikelling
- heidamagg
- heidathord
- lehamzdr
- oliskula
- fjallkona1
- gattin
- sur
- hugskotid
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ert frábær. Vildi að ég hefði þennan prjónaáhuga eins og þú.Kannski er það ekki vegna þess að ég get bara ekki gengið í lopaflík.Stingur mig endalaust.Knús norður
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 30.1.2010 kl. 10:43
Ragna mín: Það er hægt að prjóna úr fleiru en lopaÞú hefur þennan ódrepandi boltaáhuga... ég vildi stundum að ég hefði hannKnús út í Eyjar
Jónína Dúadóttir, 30.1.2010 kl. 11:20
Jú takk er bara ágæt, helgin líka var ekkert að horfa á boltann, nógir sem gera það heima hjá mér
Erna Evudóttir, 30.1.2010 kl. 15:46
Erna mín: Það er gott og það horfir barasta enginn á boltann hérna heima hjá mér
Jónína Dúadóttir, 31.1.2010 kl. 08:10
Þótt ég ætli nú ekkert að skipta mér af þér þá vil ég nú samt segja - rosalega var gott hjá þér að hætta að reykja Ég man að þegar ég hætti þá var það ekkert mál en ef ég fór út að skemmta mér þá átti ég það til að falla. Þess vegna hætti ég að fara út að skemmta mér - en ég er nú svo skemmtileg að það kemur ekki að sök
, 1.2.2010 kl. 09:13
Ég missti mig ekkert rosalega í boltanum, smá uppákomur af og til, td í búðum þar sem útvarp var í gangi. Kannski leiðinlegast fyrir fólkið sem var með mér
Birna Dúadóttir, 1.2.2010 kl. 10:54
Sammála þér með reykingar, ég bara hætti hér um árið og þá var ég hætt, ekkert mál. BOltinn er hresssandi og prjónaskapurinn líka, allt gott í bland, knús á þig dúllan mín
Ásdís Sigurðardóttir, 1.2.2010 kl. 15:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.