... sem betur fer, þá hef ég tækifæri til að læra alltaf meira og meira...Eitt rekst ég stundum á og skil ekki... þegar fólk lætur fara í taugarnar á sér ef einhver kallar það vin eða vinu, fólk fær aulahroll í hrúgum, ælurnar upp í háls og ég veit ekki hvað og hvað... Það skil ég ekki, mér er alveg sama þó einhver kalli mig vinu... tek því bara þannig að viðkomandi sé að vera vingjarnleg/ur...Það skyldi þó ekki vera einhver önnur, dýpri og ógeðslegri merking á bak við það ?Leyfi mér að efast um það, en þó svo væri þá næ ég því ekki og er þá bara alveg sama, enda algerlega laus við að þurfa alltaf endilega að hafa brjálæðislega æpandi skoðanir á öllum sköpuðum hrærandi hlutum... og passa að þær fari nú ekki fram hjá neinumÉg held það hljóti að vera alveg einstaklega stressandi að vera svo svakalega vakandi yfir öllu og fylgjast með hverju smáatriði og mynda sér skoðun á því öllu saman og koma svo öllum skoðununum jafnóðum á framfæri...Og oftar en ekki heyrast allar neikvæðu skoðanirnar miklu betur en þær jákvæðu... Auðvitað er öllum frjálst að hafa skoðanir á öllu, en mér er líka frjálst að hafa engar skoðanir á neinu ef mér sýnist svoEn elskurnar mínar það er bara ég og ekkert við mér að gera, nema lesa hérna allt um allar skoðanir mínar á öllum skoðunum annarraFerlega góð inn í fínan dag, sólin hækkar alltaf meira og meira á lofti og er ótrúlega dugleg að sýna sig hérna á norðurhjaranum hjá okkur... allir frískir, enginn snjór, engin kvöldvinna og ég geri ekkert af viti frekar en venjulega... þannig að allt er bara eins og það getur best orðiðFarið vel með ykkur og ykkar... og eigið góðan dag
Bloggvinir
- jokapje
- rannug
- jonhans
- jogamagg
- ammadagny
- hneta
- asthildurcesil
- olapals
- heidihelga
- brylli
- juljul
- naflaskodun
- majaogco
- jyderupdrottningin
- ollana
- skrifa
- tofraljos
- stafholt
- ringarinn
- tigercopper
- engilstina
- himmalingur
- einari
- linka
- duna54
- unns
- skjolid
- kaffikelling
- heidamagg
- heidathord
- lehamzdr
- oliskula
- fjallkona1
- gattin
- sur
- hugskotid
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eigðu góðan dag vina, heillin, væna mína og eins og Laula í Lundi sagði stundum "auminginn" og hún meinti örugglega bara eitthvað fallegt með því
Birna Dúadóttir, 3.2.2010 kl. 08:33
Birna mín: Sömuleiðis "eyminginn" minnÞað var notað sem gæluyrði í gamla daga
Jónína Dúadóttir, 3.2.2010 kl. 11:16
Þú ert flottust VINAN.Kveðja norður í prjónahús
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 12:30
Vina mín, við erum flottar, höfum bara okkar skoðanir á hlutunum og áksiljum okkur fullan rétt til að skilja og misskilja hlutina eins og okkur sýnist án þess að móðgast eða taka hlutina of alvarlega :):) góða skemmtun á svona ljúfum degi, ég er farin út aftur.
Ásdís Sigurðardóttir, 3.2.2010 kl. 15:07
Ja ég kallaði hann Einar minn einusinni aumingja, hann kunni ekkert að meta það en ég kenni nú líka börnunum mínum að maður eigi ekki að stela heima hjá sér, bara í búðum Mér finnst nú vinan bara hlýlegt og jákvætt og hana nú
Erna Evudóttir, 3.2.2010 kl. 19:04
Ragna mín: Takk vina mín og sömuleiðis
Jónína Dúadóttir, 4.2.2010 kl. 06:15
Ásdís mín: Já þú kannt sannarlega að koma orðum að því
Jónína Dúadóttir, 4.2.2010 kl. 06:16
Erna mín: Skil það vel að honum hafi ekki líkað það, merkingin hefur breyst all verulega í gegnum árinÁ þetta ekki að vera: Ekki stela heima hjá öðrum... bara í búðumJá vinan og hana nú
Jónína Dúadóttir, 4.2.2010 kl. 06:20
Þegar ókunnugt fólk kallar mig vinu þá finnst mér það niðrandi en ef það er fólk sem ég þekki vel þá finnst mér merkingin allt öðru vísi
Líney, 4.2.2010 kl. 21:45
Líney mín: Hvers vegna niðrandi ? Það skil ég bara alls ekki ???
Jónína Dúadóttir, 4.2.2010 kl. 22:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.