... sem er frekar sjaldgæft fyrirbæri verð ég að segja. Er búin að fá að vita að vinnunni minni verður breytt um næstu mánaðarmót... ekki alveg samþykktur vinnutími sem ég vinn, of langar tarnir og of fá frí... það á með öðrum orðum að brjóta upp vinnumunstrið mitt svo ég endist lengur ! Verð samt hjá aðalskjólstæðingnum aðra hverja viku eins og áður, morgna og kvöld og "hina hverja" vikuna vinn ég 2 kvöldvaktir á 2 öðrum stöðum... þannig að sú vika verður ennþá minni vinna og miklu meira slugs ! Nei nei þetta virkar minna en er það ekki, bara allt öðruvísi vinnutímiÍ dag er ég að fara að steikja kleinur og ef dugnaðurinn endist ætla ég líka að baka eitthvað sem mér finnst gott...Og fara út á göngu með gamla manninn sem ég bý með... nei oj hvernig ég get látið...Við ætlum að fara í göngutúr í dag ég og sambýlingurinn... við ætlum líka í góðan göngutúr á morgun en hann bara veit það ekki ennþá...Lífið gengur sinn vanagang svona bara eins og það á að gera... allir frískir og fallegir, ég líka... enginn snjór, sólin farin að hækka á lofti og ég veit ekki hvað er hægt að hafa það betraMinn "árlegi ömmudagur" var á fimmtudaginn... ég sótti Lindu Björgu 4 ára á leikskólann og við fórum í heimsókn í búðina til yngri sonar míns þar sem hann er verslunarstjórinn og hún fékk að fara á bak við búðarborðið til hans. Henni fannst það alveg æðislegt... hún segir að hún sakni hans alltaf, hann er beeesti frændi hennarSvo fórum við í smá göngutúr og bökuðum vöfflur... og borðuðum þær... bara ljúft hjá okkur. Þegar ég sagði henni svo að ég ætlaði að keyra hana heim spurði hún af hverju hún þyrfti að fara heim. Ég svaraði því til að það væri vegna þess að ég segði það, þá hló sú stutta og sagði: "En amma mín, það er nú hann afi minn sem er húsbóndinn á þessu heimili"Dásamleg lítil mannvera Vona að þið hafið það öll eins gott og ég, njótið helgarinnar... og hvors annars
Bloggvinir
- jokapje
- rannug
- jonhans
- jogamagg
- ammadagny
- hneta
- asthildurcesil
- olapals
- heidihelga
- brylli
- juljul
- naflaskodun
- majaogco
- jyderupdrottningin
- ollana
- skrifa
- tofraljos
- stafholt
- ringarinn
- tigercopper
- engilstina
- himmalingur
- einari
- linka
- duna54
- unns
- skjolid
- kaffikelling
- heidamagg
- heidathord
- lehamzdr
- oliskula
- fjallkona1
- gattin
- sur
- hugskotid
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gott að hún veit hvernig þetta er heima hjá þér
Erna Evudóttir, 6.2.2010 kl. 09:00
Til hamingju með helgarfrí ..
Jóhanna Magnúsdóttir, 6.2.2010 kl. 09:21
Oh.Hreinlega yndislegt stelpuskott sem er eins og amma sín.Góða helgi ljúfan
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 6.2.2010 kl. 10:08
Mér finnst nú gott að það sé hugsað um að þú endist lengur í vinnunni
Birna Dúadóttir, 6.2.2010 kl. 10:14
Njóttu helgarinnar
Ásdís Sigurðardóttir, 6.2.2010 kl. 18:09
, 7.2.2010 kl. 02:46
Hljómar vel Jónína mín. Ömmudagar eru frábærir dagar. Nú á ég eftir að takast á við sjálfa mig, svona barnlaus í bili allavega.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.2.2010 kl. 09:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.