Langt síðan ég hef komið hingað... :))

... enda lítill tími til að hanga við tölvuna þessa dagana... barnabörnin, góða veðrið, prjónaskapurinn og vinnan taka frá manni allan tímannWinkMér þykir samt vænt um þetta svæði og hef ekki uppi nein  áform um að hætta hér og færa mig eitthvað annað, gott að koma hér og lesa pistlana frá þeim bloggvinum sem skrifa þegar þeir hafa tíma og nennu og svo finnst mér líka gott að skrifa hérna þegar mér dettur eitthvað... eða jafnvel bara ekkert... í hugToungeEr að glíma við tvö lúxusvandamál nú um stundir... köttinn og þurrkarann ! Við erum búin að eiga köttinn í 6 ár eða svo og fljótlega eftir að hann kom fór að bera á óþægindum hjá mér sem löngu seinna voru greind sem "mögulegt" kattarofnæmi... eina ráðið til að komast að því hvort það er það, er að losa sig við köttinn... Ég er ekki ennþá búin að því samt... held mér mundi finnast ég vera vond kona ef þetta héldi svo samt áfram þó ég væri búin að láta lóga honum... en samt... WhistlingSvo er það þurrkarinn... það er kemur svo agalega vond lykt af þvottinum sem ég þurrka í honum... keypti eitthvað sveppaeitur og þvoði hann allan að innan og líka þvottavélina, en það virðist ekki skipta neinu máli. Ég nota hann ekki mikið en hann á samt að vera almennilegur...GetLostÉg hika sko ekkert við að láta lóga honum ef þetta lagast ekkiDevil

Annars ferlega góð eins og alltaf... ekki ennþá farin að nota lopapeysuna mína enda ekki alveg búin með hana... á eftir að opna hana og prjóna listana framaná og skola úr henni... geri það líklega frekar fyrr en seinna... eða öfugt...GrinKjóllinn sem ég er að prjóna á hana Lindu mína tekur alla athyglina, enda miklu skemmtilegra verkefni. Hér eru allir frískir og fallegir og tvær af systrum mínum sem búa úti á landi, verða á Akureyri um helgina og ég hlakka til að hitta þær dúllurnar einhverja stundJoyful

Sama fólkið er sífellt að spyrja mig hvernig mér gangi í reykleysinu... það er svoooolítið byrjað að fara í mínar fínustu... þannig...ShockingLíklega vegna þess í og með, að mér leiðast alltaf sífelldar endurtekningar og af því að ég hef það á tilfinningunni að þetta sama fólk sé að vonast eftir því að fá að heyra einhverjar svakalegar dramatískar sögur af hrikalegri vanlíðan minni og langi svolítið til að fá að heyra líka að ég hafi fallið á þessu... CoolGet bara ekki sagt neinar svoleiðis sögur og þó ég gæti það mundi ég náttulega samt steinhalda kjafti um það... bara rétt si svona til að gleðja þetta sama fólk alls ekkiLoLMér gengur auðvitað vel, hvers vegna ætti það ekki að vera ? Ég er bara hætt... eldgamlar fréttir og málið löngu dauttGrin

Hafið það gott elskurnar mínar allar og eins og maðurinn sagði: Við sjáumst þegar við hittumst... annað hvort hérna eða einhversstaðar allt annarsstaðarSmileHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Hress og skemmtileg ad vanda.Tetta med turrkarann ,hér var hægt ad kaupa einhverskonar kúlur og setja ínn í turrkarann sem tekur svona ótef,sel tad ekki dýrara en ég keypti tad samt.

 Verra med köttinn.Er ekki neitt  annad heimili fyrir tessa elsku?

Gangi tér vel í prjónaskapnum ,ætla ekki ad spyrja tig um reykleysid.Hætti sjálf fyrr 20 árum eda svo hef ekki byrjad aftur.

Knús og kram frá  okkur í Hyggesstuen

Gudrún Hauksdótttir, 13.2.2010 kl. 08:03

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Gurra mín: Takk og sömuleiðis mín kæraÉg þarf að athuga þetta með kúlurnar.... og kötturinn, það er svo erfitt að venja svona fullorðinn kött á annað heimili... vildi að það væri hægt frekar en hitt þarna

Knús og kram til baka

Jónína Dúadóttir, 13.2.2010 kl. 08:58

3 identicon

Kattar,þurrkara og kærleikskveðjur norður.Gott að lesa bloggið þitt,ég er gjörsamlega tóm þessa dagana.Skárra er að skrifa ekkert heldur en bull.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 13.2.2010 kl. 10:44

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ragna mín: Betra... eða allavega skemmtilegra... að bulla, en að skrifa ekkert hérnaFinnst þér nú allt vera gáfumannalegt eða fróðlegt sem ég skrifa hérna ? Vildi gjarnan lesa meira frá þér mín kæraKnús

Jónína Dúadóttir, 13.2.2010 kl. 12:53

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Slæmt með kisu dúlluna og þurrkarann, hef ekki heyrt um svona vandamál, nema kannski ofnæmið, vildi geta tekið litla fjórfætlinginn, er hann ekki alltaf að hrynja úr hárunum.  Knús og góða skemmtun um helgina.

Ásdís Sigurðardóttir, 13.2.2010 kl. 13:14

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásdís mín: Jú hann hrynur sannarlega úr hárunum, það er góð lýsing... ég skil ekki af hverju hann er ekki sköllótturÉg fer yfir gólfin hérna á hverjum degi en það er samt alltaf allt í kattarhárum hérna...Knús til þín líka mín kæra

Jónína Dúadóttir, 14.2.2010 kl. 08:35

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála að það er slæmt að heyra með kisuna.  Alltaf erfitt þegar svona mál koma upp.  Ráðið er ef til vill að fá einhvern til að taka kisu í einhverja daga eða viku og sjá hvort þú lagast.  Ef ekkert gerist, þá er þetta ekki ofnæmi fyrir kettinum, ef þér líður betur þá veistu allavega að þú ert að leggja á þig eitthvað til að halda henni.  Það væri dálítið slæmt ef þú færir að láta lóga henni og finna svo út að það var bara alls ekki hún sem orsakaði vanlíðunina ekki satt?

Þurrkari með vondri lykt er eitthvað sem þú skalt spyrja viðgerðarmennina um.  Þetta er eitthvað sem hlýtur að tengjast mekanikinu í honum.  Hvaðan ætti lyktin annars að koma?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.2.2010 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband