Jæja... sjálfsagt langar ykkur að vita...

... allt um það hvað ég er búin að vera lasin undanfarna daga, en ég ætla ekkert að fara að útlista það neitt hérnaCoolHef ekkert verið í vinnunni síðan á sunnudagskvöldið, þá lak ég niður heima á forstofugólfi og komst ekki lengra og alls ekki verið fær um að gera neitt... minnsta kosti ekkert sem krefst einhverrar hugsunar... eða aðgerðaShockingVar að reyna að prjóna tölulistann á lopapeysuna mína í fyrradag... sá í morgun að ég hafði ekki tekið lykkjurnar upp alla leið upp í hálsmálið.... bara svo sem eins og hálfa leiðina.... enda skildi ég ekkert hvað ég var snögg að prjóna hverja umferðToungeSvo var ég að reyna að setja inn vaktirnar mínar í vaktakerfi í tölvunni, en gat ekki með nokkru móti fattað einföldustu færslur... svo ég hringi bara í yfirskutluna í dag og hún hjálpar mér með þettaWink  Ég missti röddina alveg... flestum eflaust til mikillar ánægju... en hún er að megninu til komin aftur... mér til mikillar ánægjuLoLMér sem sagt líður aðeins betur... er samt ekki að fara að vinna strax... læt það vera þangað til á mánudaginn... búin að lofa fullt af fólki að hvíla mig nú almennilega og ekki fara í vinnuna 2 dögum of snemma eins og venjulegaBlushOg alveg ferlega góð inn í daginn sko... með fáeinum leiðinda undantekningum sem verða ekkert raktar hér ! Vá, byrjaði færsluna með því að segjast ekkert ætla að tala um lasið mitt en hef ekki skrifað um neitt annað alveg hingað..GrinÆtti kannski frekar að skrifa um Tæger karlskinnið Vúdds og framhjáhaldið hans, en það vekur engan áhuga hjá mér frekar en aðrir leiðindaatburðir hjá mér alókunnugu fólki einhversstaðar langt úti í hinum stóra heimi...GetLostÉg sé aftur á móti að hérna í mínu litla leikriti er snjór úti og frost... og húsið mitt er skítugt að innan... ætlaði sem sagt að nota þessa viku í allt annað en að vera lasin... en það má alltaf segja eitthvað svoleiðis...WhistlingHætt, búin, farin inn í rúm... eigið góðan dag dúllurnar mínar allar og bara svo þið vitið það: Ég þoli ekki þegar fólk segir "öllsömul" með ELL í endann... skil ekkert hvaðan þetta ELL kemur, finnst þetta forljótt orðskrípi og ætla að halda áfram að nota "öllsömun" með ENN í endann, eins og ég er búin að gera síðan ég man eftir mérJoyfulKnús á ykkur öllsömuN elskurnar mínar... og hafiði þaðSmileHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vonandi ertu að hressast ljúfan. Farðu varlega .Við eldumst víst eins og aðrir og þurfum aðeins lengri tíma að ná okkur eftir hvert svona lasarusskipti sem eru þó sem betur fer sjaldan.Kveðja.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 08:40

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ragna mín: Þetta kemur allt samanTakk mín kæra

Jónína Dúadóttir, 18.2.2010 kl. 08:52

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Láttu þér batna Jónína mín.  Ég er líka svona lasin og orkulaus.  Það er eins og ég ætli aldrei að ná þessu úr mér.  Núna svimar mig svo rosalega, og var sagt að það væri hluti af flensunni, sem sagt einhverskonar eyrnabólga með tilheyrandi vitleysugangi í miðeyranu.  ég var hálffegin að heyra það, var farin að spá í hvort ég ætti að fara til læknis og láta kíkja eftir æxli eða einhverju svoleiðis.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.2.2010 kl. 10:13

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásthildur mín: Ég er líka með svima... en ég fæ hann alltaf þegar ég er með hita, hélt það væri bara þess vegna... Farðu vel með þig mín kæra, tíminn er oft það eina sem lagar svona leiðindi... hækkandi sól getur hjálpað eitthvað líka... ég trúi því allavega

Jónína Dúadóttir, 18.2.2010 kl. 10:17

5 Smámynd: Birna Dúadóttir

Fara vel með sig kona

Birna Dúadóttir, 19.2.2010 kl. 10:13

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Birna mín: Það geri ég svo sannarlega og læt líka Jóa fara vel með mig

Jónína Dúadóttir, 19.2.2010 kl. 11:03

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hér liggur eitt stykki karl í flensu, ég ætla út að gera eitthvað sniðugt, farðu vel með þig darling

Ásdís Sigurðardóttir, 19.2.2010 kl. 13:07

8 Smámynd: Erna Evudóttir

En hérna segja öllsömul ÞANNEIGIN, hvað er það pirrandi

Erna Evudóttir, 20.2.2010 kl. 10:28

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásdís mín: Geri það elskan

Jónína Dúadóttir, 21.2.2010 kl. 15:12

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Erna mín: Skil það

Jónína Dúadóttir, 21.2.2010 kl. 15:12

11 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Ég fæ svona svimaköst þegar ég fæ hita. Tengist því sennilega að það hreyfist frekar hægt í mér blóðið.

Ég sá einhvern tíman skilti með áletrun í þessa átt: Á þessu heimili er þrifið aðra hvora viku.. þetta er hin vikan  

Vona að þú sért að braggast

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 22.2.2010 kl. 00:16

12 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sigrún mín: Það getur passað, það hreyfist líka tiltölulega hægt í mér blóðið... í tvennum skilningiFlott áletrun, verð að skrifa þetta upp um alla veggi hjá mér

Takk mín kæra, þetta hlýtur að fara að koma

Jónína Dúadóttir, 23.2.2010 kl. 05:47

13 Smámynd:

Batni þér bæði fljótt og vel

, 25.2.2010 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband