Loksins gaf flensuskrattinn eftir og hleypti mér í vinnuna... og ég fór aldrei þessu vant ekki 2 dögum of snemma af stað...Ekkert orðin algóð... af kvefinu... en samt hrikalega borubrött og þakka fyrir að vera ekki atvinnulaus ! Ég veit ekki hvernig ég færi að því að lifa dagana af þannig, sök sér að vera lasin, maður má hvort sem er ekkert fara eða gera og getur það heldur ekki...En að hafa enga vinnu og eins og í mínu tilfelli lítið heimilishald þannig, allir vinir og ættingjar að vinna eða í skóla alla daga... væri kannski smá tilbreyting fyrstu dagana... en almáttugur hvað ég yrði hrikalega leiðinleg til lengdar... að eigin matiOg ég er bara að meina mig, sjálfa mig prívat og persónulega og engan annan... svona rétt til öryggis...Hef aðeins fengið að heyra að hið ótrúlegasta fólk les bloggið mitt og tekur allt til sín sem þar stendur og bara á neikvæðum nótum... les eitthvað á milli línanna sem ég hef bara alls ekki skrifað þar... skrifa nefnilega á línurnar, ekki á milli þeirraEf ég skrifa t.d. að ég sé leiðinleg, þá stendur víst á milli línanna að ég sé þá að meina að þessi eða hinn þarna sé leiðinleg/ur... en hér er hugmynd: af hverju þá ekki alveg eins að taka til sín þegar ég skrifa að ég sé skemmtileg ?Nú jæja, allt er þetta auðvitað spurning um viðhorf elskurnar mínar... jákvæð eða neikvæð viðhorf til lífsins og það hlýtur að vera hrikalega erfitt að vera alltaf með neikvæðu viðhorfin og sjá andskotann og ömmu hans í hverju horniJæja, móðgist það bara, það er aldrei hægt að gera svo öllum líki, hætt að reyna þaðAlveg þrælgóð inn í daginn, kannski aðeins of mikill snjór fyrir minn smekk og aðeins of kalt líka og svona til að kvarta aðeins meira: aðeins of langt í vorið fyrir minn smekk... en þá er líka kvartið búiðHlakka mikið til að fara austur um páskana í ferminguna hjá Ívari systursyni á SkírdagVona að það verði gott veður og færi... hef nefnilega bara þann dag í frí, þarf svo að vinna á Föstudaginn langa en frí laugardag og Páska(sunnu)dag... vá... ég er bara alltaf í fríiVæri sniðugt að skreppa þá bara suður alla þessa tvo frídaga mína... þar er nefnilega fólk sem mig langar mikið til að hitta, en ég læt það koma í ljós Vona að öllum líði eins vel og mér og bið ykkur vel að lifa
Flokkur: Bloggar | 2.3.2010 | 07:27 (breytt kl. 07:56) | Facebook
Bloggvinir
- jokapje
- rannug
- jonhans
- jogamagg
- ammadagny
- hneta
- asthildurcesil
- olapals
- heidihelga
- brylli
- juljul
- naflaskodun
- majaogco
- jyderupdrottningin
- ollana
- skrifa
- tofraljos
- stafholt
- ringarinn
- tigercopper
- engilstina
- himmalingur
- einari
- linka
- duna54
- unns
- skjolid
- kaffikelling
- heidamagg
- heidathord
- lehamzdr
- oliskula
- fjallkona1
- gattin
- sur
- hugskotid
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já sko þú ert svooooo mikið í fríi að þú ert næstum því atvinnulaus, bara svona for the record ef þú skyldir ekki skilja þetta já skelltu þér bara suður í þessu langa fríi þínu, líst vel á það
Erna Evudóttir, 2.3.2010 kl. 08:49
Góð eins og ALLTAF.Knús norður´og eigðu góðan dag
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 08:53
Erna mín: Já ég habbði þetta svolítið á tilfinningunni með atvinnuleysið Hm... já kannski ég noti einhverja daga af öllu þessu fríi í suðurferð
Jónína Dúadóttir, 2.3.2010 kl. 10:53
Ragna mín: Og þú yndisleg eins og ALLTAFKnús í suðurhafseyjar
Jónína Dúadóttir, 2.3.2010 kl. 10:54
Ég er ýkt móðguð á milli lína séns, kann ekki millilínulestur og hef víst aldrei tiplað á tánum, segi mitt umbúðalaust og meina það og ekkert annað, við erum svolítið líkar knús til þín elskan.
Ásdís Sigurðardóttir, 2.3.2010 kl. 17:09
Ásdís mín: Það er þá ekki leiðum að líkjast að líkjast þér elskulegKnús
Jónína Dúadóttir, 2.3.2010 kl. 20:37
Sumir bara geta ekki annað en séð andskotann og ömmu hans í hverju horni, ættu líklegast bara að vera á listamannalaunum við það
Birna Dúadóttir, 3.3.2010 kl. 08:57
Birna mín: Já alveg stórmerkilegar innréttingar í sumum svoleiðis listamönnum
Jónína Dúadóttir, 3.3.2010 kl. 11:19
Held ekki að þú sért leiðinleg og hana nú. Af skrifum þínum að dæma ert þú mjög skemmtileg og þótt þú segðir að ég væri leiðinleg þá tæki ég það ekki illa(veit að ég er stundum leiðinleg og stundum skemmtileg) Langt síðan ég hef kíkt á bloggið, knús og kveðja frá Kópaskerinu.
Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 3.3.2010 kl. 23:10
Dúna mín: Gaman að þú skulir kíkja viðÞakka þér fyrir mín kæra, mér finnst ég svona heilt yfir ekkert vera mjög leiðinleg...En ótrúlegt en samt satt, jákvæðnin í mér fer í taugarnar á örfáumKnús og kveðjur til baka
Jónína Dúadóttir, 4.3.2010 kl. 06:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.