Föstudagur og lífið er sannarlega ljúft
Ég strengdi í fyrsta sinn á ævinni áramótaheit núna um síðustu áramót, meira að segja tvö... annað var að hætta að reykja... það er í höfn, hitt var að breyta öðru mjög mikilvægu líka... það er líka í höfn, en ég segi ekkert frá því alveg strax... búin að efna þau bæði og það er bara mars ennþá
Svo ég strengdi bara febrúarheit líka og nú er ég líka búin að losa mig við nokkur kíló sem ég þurfti sko alls ekkert að vera að burðast með og það eru fleiri á leiðinni í burtu ! Var spurð um daginn hvort ég væri búin að missa einhver kíló, en ég lít ekki þannig á það... ef það er eitthvað sem ég vil ekki hafa þá er ég að losa mig við það og það er sko enginn missir
Er að losa mig við ýmislegt miður hollt og ekki gott, en fæ svo rosalega margt annað og miklu betra í staðinn... má eiginlega segja að það sé stórhreingerning hjá mér
Fríhelgi núna og það er alltaf ljúft... ætla að gera eitthvað skemmtilegt, skemmtilegra og skemmtilegast og láta mér líða vel ! Er að henda saman lopaleistum núna handa stelpukorninu mínu í Svíþjóð, held svo áfram með kjólinn á hana Lindu mína og þegar hann er búinn langar mig að prjóna kjól á Láru litlu og... ok, komin svoooolítið fram úr sjálfri sér konan, en það er bara eðlilegt...
Látið ykkur líka líða vel elskurnar mínar allar, stundum er vilji einfaldlega allt sem þarf
Bloggvinir
- jokapje
- rannug
- jonhans
- jogamagg
- ammadagny
- hneta
- asthildurcesil
- olapals
- heidihelga
- brylli
- juljul
- naflaskodun
- majaogco
- jyderupdrottningin
- ollana
- skrifa
- tofraljos
- stafholt
- ringarinn
- tigercopper
- engilstina
- himmalingur
- einari
- linka
- duna54
- unns
- skjolid
- kaffikelling
- heidamagg
- heidathord
- lehamzdr
- oliskula
- fjallkona1
- gattin
- sur
- hugskotid
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Risahelgarkramiknús
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 08:54
Gott hjá þér. Strengdi sjálf ekkert áramótaheit en ákvað á fimmtugsafmælisdaginn að mig langaði að losa mig við nokkur kíló og þau hlíða mér, merkilegt nokk, og þegar farin fjögur Hafðu það gott og skemmtilegt á fríhelginni þinni
, 5.3.2010 kl. 09:51
Ragna mín: Annað eins til baka
Jónína Dúadóttir, 5.3.2010 kl. 15:48
Dagný mín: Ég hef þá trú að langflest sem maður tekur sér fyrir hendur með jákvæðu hugarfari takist velGóða helgi mín kæra
Jónína Dúadóttir, 5.3.2010 kl. 15:50
Ásdís Sigurðardóttir, 5.3.2010 kl. 21:54
Ásdís mín: Takk fyrir innlitið
Jónína Dúadóttir, 6.3.2010 kl. 07:56
Skemmtilegt viðhorf og eftirtektarvert, sem ég hef ekki spáð í, auðvitað losar maður sig við aukakíló, og ýmislegt annað óæskilegt, en maður missir vini og það sem við viljum halda í.
Njóttuhelgarinnar Jónína mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.3.2010 kl. 16:39
Ásthildur mín: Æi, já mér finnst gott að líta svona á þetta
Eigðu líka góða helgi mín kæra
Jónína Dúadóttir, 6.3.2010 kl. 19:01
Snilli Ninna
Birna Dúadóttir, 6.3.2010 kl. 19:40
Takk Birna og sömuleiðis
Jónína Dúadóttir, 6.3.2010 kl. 22:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.