Þeir sem eru ekki ánægðir með það sem ég skrifa hérna ættu þá bara ekkert að vera að lesa það sem ég skrifa hérna ! Liggur það ekki í augum uppi ? Þetta blogg mitt er alls ekki skyldulesning... ef það skyldi eitthvað vera að væflast fyrir einhverjum... og hingað dettur enginn inn dauðóvart, það þarf visst ferli til að komast hingað inn til að lesaHér skrifa ég... sem er fullkomlega sjálfráða 52 ára gömul kona og það segir mér enginn hvað ég má skrifa hérna eða ekki, ég skrifa það sem ég nenni að skrifa og það sem mér dettur í hug, ég hrauna ekki yfir neinn, ég skrifa ekki um stjórnmál, ég ber ekki út kjaftasögur... geri það svo sem ekki munnlega heldur... og ég skrifa ekkert sem að öllu eðlilegu ætti að geta talist viðkvæmt... fyrir svona nokkurnveginn normal fólk ! Að sjálfsögðu er öllum frjálst að taka til sín hvað sem er hérna ef það er eitthvað sem þeir vilja eiga, hér er ekkert varið með höfundarréttiSvo er líka hægt að lesa bara eitthvað annað... Séð og Heyrt til dæmis eða Viðskiptablaðið eða eitthvað álíka skemmtilegt... og hafiði það yndin mín öll
Smá fyrirlesturHrikalega góð inn í daginn og horfi hress og bjartsýn fram á veginn, langa vinnuvikan mín hefst á morgun og það er fíntHef svolítið verið að pæla í sjálfsmati... mínu eigin og annarra... man alveg hvernig ég var þegar ég var að brölta út úr langri sambúð með alkóhólista, trúði því fullkomlega að ég gæti ekkert, hafði ógurlegar áhyggjur af því að öllum fyndist ég vera ömurleg og ég veit ekki hvað og hvað...En það er alltaf hægt að fá hjálp, málið er bara þiggja hana þegar hún býðst og það gerði ég sem betur fer og reyni að passa virkilega vel að fara aldrei í það far afturKunni alls ekki að taka hóli til dæmis og trúði ekki fólki þegar það var að hæla mér... hélt það væri jafnvel að hæðast að mér eða í besta falli bara ekkert að meina það sem það sagði... Svo smám saman rann upp fyrir mér ljós í sortanum... það skipti ekki alveg öllu máli hvað einhver annar sagði, það skipti miklu meira máli hvað mér fannst sjálfri, um migOg ég fór að leita... leitaði að einhverju sem mér fannst jákvætt við sjálfa mig og ég man alveg hvað það fyrsta var sem ég fann og viðurkenndi fyrir sjálfri mér: ég skrifa vel... Svakalega lítið skref en samt líka svo hrikalega stórt af því að það var byrjunin á einhverju svo góðuÍ dag læt ég það ekki skipta máli hvað einhver segir og sérstaklega ekki ef það er neikvætt, það til dæmis virkar ekkert á mig að segja mér að ég hafi það að áhugamáli að drulla yfir fólk af því að ég veit að það er ekki rétt, ég þekki mig nefnilega best af öllum... ég hef lagt mig eftir því að kynnast mér og ég er ekki þannig Ég geri mér vel ljóst að það finnst ekkert öllum ég vera eins æðisleg og mér finnst ég vera og margir þola ekki að ég er með nokkuð heilbrigt sjálfsmat og líka sjálfstraust... sem er furðulegt eiginlega, mér líkar einmitt svo vel við fólk með sjálfið á hreinuEn það verður þá bara að hafa það, aldrei hægt að gera öllum til hæfis og ég get auðveldlega lifað með því þó einhverjum líki ekki við mig Það kallast nefnilega ekki sjálfstraust bara að geta grobbað, það er sjálfstraust að þora að viðurkenna fyrir sjálfum sér og svo líka öðrum, góðu kostina sem maður veit að maður hefur. Sjálfsgagnrýni er auðvitað alveg bráðnauðsynleg og ætti helst sem oftast að vera í gangi, af því að það má alltaf gera betur og laga til í sjálfum sér og hún verður þá að vera jákvæðEn að rífa sjálfan sig niður í neikvæðni er ferlegt og verður bara til þess að maður er alltaf óánægður með allt, sjálfan sig og aðra og finnur sig í að setja út á og finna að... alveg endalaustFyrirlestrinum er lokið og þeir sem ekki borguðu við innganginn borga bara á leiðinni útEigið sælan sunnudag elskurnar mínar allar
Bloggvinir
- jokapje
- rannug
- jonhans
- jogamagg
- ammadagny
- hneta
- asthildurcesil
- olapals
- heidihelga
- brylli
- juljul
- naflaskodun
- majaogco
- jyderupdrottningin
- ollana
- skrifa
- tofraljos
- stafholt
- ringarinn
- tigercopper
- engilstina
- himmalingur
- einari
- linka
- duna54
- unns
- skjolid
- kaffikelling
- heidamagg
- heidathord
- lehamzdr
- oliskula
- fjallkona1
- gattin
- sur
- hugskotid
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góðan daginn, góður fyrirlestur á línunum og milli þeirra
Erna Evudóttir, 7.3.2010 kl. 10:03
Erna mín: Æi þakka þér fyrir
Jónína Dúadóttir, 7.3.2010 kl. 10:14
Þú ert skemmtileg,víðsýn,ljúf og skemmtilegur penni. Ég les bloggin þín alltaf og mun halda því áfram.Kveðja norður í kærleikshús:)
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 10:35
Mín kæra vina, þú ert bara frábær
Hóffa (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 11:07
Ragna mín: Mikið var þetta fallegt, þakka þér fyrir mín kæraKnús í þitt hús
Jónína Dúadóttir, 7.3.2010 kl. 12:18
Hóffa mín: Þakka þér fyrir elsku vina, mér finnst þú nefnilega líka alveg frábær
Jónína Dúadóttir, 7.3.2010 kl. 12:20
Ég hef sagt það áður og segi það enn að það er ótrúlega margt líkt með okkur. Höldum áfram að vera hressar og kátar og segja það sem okkur finnst, við erum frábærar og bötnum með aldrinum það er sko víst og rétt
Ásdís Sigurðardóttir, 7.3.2010 kl. 14:19
Ásdís mín: Við erum líka skyldar, að vísu langt aftur í ættir en samt...Og ég hef sagt það áður og segi það aftur að það er ekki leiðum að líkjastJá við erum sko góðar
Jónína Dúadóttir, 7.3.2010 kl. 14:39
Ásdís Sigurðardóttir, 7.3.2010 kl. 14:50
Luv u, en þú vissir það sosum.... :) Og til hamingju með sjálfa þig, njóttu salatsins, með eða án kjúklingsins hehe
Díana Bryndís (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 17:19
Díana mín: Love U 2 og þú veist þaðTakk elskan ég er svo sæl og sátt með sjálfa mig og salatið verður á morgun, eldri sonurinn hringdi þegar ég var á leiðinni heim að elda og bauð mér í lambakjötsveislu... ég borðaði nokkra bita alveg sérstaklega fyrir Davíð
Jónína Dúadóttir, 7.3.2010 kl. 20:33
hahahahaha Hann þakkar pent fyrir það :D
Díana (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 20:43
Jóhanna Magnúsdóttir, 7.3.2010 kl. 22:02
Assgoti góð verð ég að segja
Birna Dúadóttir, 8.3.2010 kl. 08:49
Ein sem ekki lætur vaða ofan í sig, gott mál Jónína mín, þannig á það líka að vera. Knús á þig.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.3.2010 kl. 09:41
Hef sagt það áður og segi það enn: Þú ert frábær í alla staði
, 8.3.2010 kl. 10:47
Díana mín: Honum verður vonandi ekki illt af því
Jónína Dúadóttir, 8.3.2010 kl. 19:11
Jóhanna mín: Takk fyrir innlitið
Jónína Dúadóttir, 8.3.2010 kl. 19:14
Birna mín: Þakka þér fyrir... verð ég að segja
Jónína Dúadóttir, 8.3.2010 kl. 19:15
Ásthildur mín: Æi, mér verður svo óglatt af þvíKnús
Jónína Dúadóttir, 8.3.2010 kl. 19:20
Dagný mín: Vá... bara sömuleiðis takk
Jónína Dúadóttir, 8.3.2010 kl. 19:22
Þetta er svo mikið satt sem þú setur hér fram. Og í raun ætti maður að setjast niður og finna gottið í sjálfum sér af og til, því maður þarf alltaf að vera á tánum til að tapa sjálfstraustinu. Eitt get ég líka sagt þér að falleg rithönd er eitt af því sem tekið er eftir. Það er ekkert eins ljótt og illa skrifað orð. Eigðu ljúfa vinnuviku.
Aðalheiður Magnúsdóttir, 9.3.2010 kl. 08:05
Aðalheiður mín: Alveg rétt hjá þér með gottið... og flott orðaðÞakka þér og eigðu líka góða vinnuviku
Jónína Dúadóttir, 9.3.2010 kl. 14:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.