Eymd er vissulega valkostur ;)

Það hafa auðvitað langflestir ef ekki allir sem komnir eru á fullorðinsár upplifað eitthvað leiðinlegt, slæmt og/eða sorglegt, einhvertímann á ævinni... Það er bara ekki hægt að komast hjá því þó við fegin vildum... og yfirleitt setja svoleiðis atburðir eitthvað mark á okkur... eðlilega, við höfum tilfinningar og við höfum minni...Woundering En það er svolítið okkar ákvörðun samt hvernig við viljum vinna úr þeim áhrifum sem allt þetta hefur haft á okkur. Viljum við hengja okkur á og velta okkur endalaust upp úr öllu því leiðinlega og neikvæða sem komið hefur fyrir og er bara alls ekki hægt að breyta ? Láta okkur endalaust líða illa með því... og jafnvel fara alveg niður í að láta okkur, það sem eftir er ævinnar vera illa við manneskjuna sem sagði eitthvað þarna árið 1997(bæði myndlíking og ártal var valið algerlega af handahófiTounge ) sem okkur líkaði ekki ? Stunda endalausa langrækni og neikvæðni út í lífið ? Æi þvílík eymd...Crying Eða... viljum við njóta dagsins í dag... horfa fram á veginn og reyna að koma auga á og svona einhvernvegin velta okkur frekar upp úr því sem er gott og farið hefur vel, það sem við þó eigum og það sem við þó höfum... þrátt fyrir allt ? Það er nefnilega líka hægt að velta sér upp úr öllu svoleiðisJoyful Blása á smámuni eins og setninguna sem einhver sagði einhvertímann í fyrndinni (þarna ártalið og myndlíkingin sem bæði voru valin af handahófiTounge )... halda höfðinu hátt, brosa og njóta lífsins og þess góða sem við eigum... og höfum... ? Ég er svo algerlega með það á tæru og líka hreinu hvora leiðina ég vel.... ég vel leiðina sem lætur mér líða eins vel og hægt erGrin Ég fór ekkert í lakið þarna í den og er þess vegna á lífi í dag og ég lifi bara einu sinni og er eiginlega skyldug til að fara eins vel með þetta eina líf mitt og ég best kann og get ! Nú og ef ég hef nú rangt fyrir mér... og ég dúkka einhvertímann, mér algerlega að óvörum upp í einhverju öðru lífi... gjörsamlega dauðóvart... þá er bara að díla við það þegar... eða meira kannski svona ef... þar að kemurLoL Ég veit alveg að ég er ekkert að finna upp hjólið með neinu sem stendur hérna, en mér finnst bara gott að pæla í þessu annað slagið og minna mig á að þrátt fyrir ýmislegt miður gott sem hefur gerst, þá er ég á lífi og ég hef valkosti, ég get valið eymdina... eða ég get valið ánægjunaWink  Eigið svo bara dásamlegan dag elskurnar mínar, það ætla ég að gera líkaSmile Heart  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðan daginn:)

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 08:20

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ragna mín: Góðan daginn yndið mitt

Jónína Dúadóttir, 11.3.2010 kl. 08:22

3 Smámynd: Birna Dúadóttir

Birna Dúadóttir, 11.3.2010 kl. 08:27

4 Smámynd: Erna Evudóttir

Jamm, akkúrat svona er þetta

Erna Evudóttir, 11.3.2010 kl. 08:30

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Já er það ekki bara ?

Jónína Dúadóttir, 11.3.2010 kl. 08:36

6 Smámynd:

Nákvæmlega

, 11.3.2010 kl. 11:22

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

"eðlilega, við höfum tilfinningar og við höfum minni..."  góð setning hjá þér og svo höfum við val og eins og ég segi, ég vel að vera glöð. Þú ert frábær, takk fyrir þennan pistil.  Knús í norðrið fagra

Ásdís Sigurðardóttir, 11.3.2010 kl. 12:36

8 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Góður pistill, við þurfum nauðsynlega að minna okkur á þessi atriði reglulega  Við stjórnum ekki öðrum eða hvað aðrir segja við okkur, en við stjórnum alveg okkar viðbrögðum við því sem aðrir segja/gera.

Knús í daginn þinn mín kæra

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 11.3.2010 kl. 14:31

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásdís mín: Já þú ert til dæmis mjög gott dæmiÞakka þér fyrir mín kæra og knús til baka

Jónína Dúadóttir, 12.3.2010 kl. 11:01

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sigrún mín: Já einmitt, við getum og ættum líka að vilja stjórna okkar eigin viðbrögðumKnús inn í þinn dag líka elskuleg

Jónína Dúadóttir, 12.3.2010 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband