... hvað það er dásamlegt að vakna snemma á morgnana um helgar og njóta þess að vera ekki að vinna og líka að vera með heilsuna í lagi
Sú var nefnilega tíðin að það var alls ekkert alltaf svoleiðis, ég hreinlega lék mér stundum að því að setja ofan í mig ólyfjan að kvöldi sem auðvitað spillti heilsunni minni að morgni... aulinn ég og þá er ég bara og eingöngu, gjörsamlega og algerlega að tala um mig sjálfa og alls engan annan eða aðra, svo það sé alveg á hreinu... ég er nefnilega eini naflinn í mínum eigin alheimi...
En þetta er samt að verða mér næstum því í barnsminni, það er að verða svo svakalega skemmtilega langt síðan
Langa vinnuvikan mín að verða búin... eiginlega svona kerlingargrobb, ég er að reyna að láta líta út eins og vinnan mín sé svo erfið og ég sé svo dugleg... ok, ég get alveg verið dugleg þegar mig langar til og auðvitað líka þegar ég þarf þess, en vinnan mín er barasta alls ekkert erfið
Loksins alveg búin með lopapeysuna mína en ekki einu sinni búin að máta hana samt.... enda skil ég svo sem ekki af hverju ég er að prjóna lopapeysu á mig... ég hef aldrei getað notað lopa-neitt án þess að klæja endalaust undan ósköpunum
En það er allt í lagi, ég prjónaði sko ekkert nafnið mitt í munstrið svo ég gef hana bara einhverjum sem setur það ekki fyrir sig að nota flíkur gerðar úr hálfgerðum gaddavír
Hef hana með austur um páskana... og kannski skil ég hana bara eftir þar á góðu heimili
Annars er ég ennþá að prjóna kjólinn á hana Lindu mína og er loksins búin að fatta þetta með ermarnar og er byrjuð á ermi númer tvö... eins og það eigi eitthvað að vera fleiri...
Ég klára hann upp að vissu marki... prjóna hann og sauma hann saman en tengdadóttir mín heklar svo það sem þarf... ég er sko ekkert flink við þetta þarna hekludæmi
Mér líður svo vel að ég legg af... sem er æðislegt og mig er lengi búið að langa til að gera... og þegar búin að missa nokkur kíló sem þyrftu helst að komast á systur mínar, en ég er bara ekki alveg búin að finna út hvernig það er hægt...
Eigið góðan dag elskurnar og ennþá betri helgi, stefnir allt í það hjá mér líka
Flokkur: Bloggar | 13.3.2010 | 09:10 (breytt kl. 09:15) | Facebook
Bloggvinir
- jokapje
- rannug
- jonhans
- jogamagg
- ammadagny
- hneta
- asthildurcesil
- olapals
- heidihelga
- brylli
- juljul
- naflaskodun
- majaogco
- jyderupdrottningin
- ollana
- skrifa
- tofraljos
- stafholt
- ringarinn
- tigercopper
- engilstina
- himmalingur
- einari
- linka
- duna54
- unns
- skjolid
- kaffikelling
- heidamagg
- heidathord
- lehamzdr
- oliskula
- fjallkona1
- gattin
- sur
- hugskotid
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ha ætlaru að koma einhverjum kílóum á mig, gvöð veistu ekki að ég er í ræktinni, örugglega til að losna við kíló Allavega er ég spurð nógu oft afhverju ég sé í ræktinni, hvort ég sé að reyna að léttast, dööööh
Erna Evudóttir, 13.3.2010 kl. 09:25
Erna mín: Já það er kreppa og auðvitað á marr ekki að henda neinuÞeir sem sem virkilega láta sér detta í hug að þú sért í ræktinni til að léttast hljóta að þurfa annaðhvort að fara til sálfræðings eða í besta falli fá sér ný gleraugu
Jónína Dúadóttir, 13.3.2010 kl. 09:55
Góðan daginn yndislegust.Finnst fyndið þetta með klæjuna og lopann.er nákvæmlega eins.Dáist að öllu fallegu lopaflíkunum sérstaklega vestunum sem maður sér á konum og langar alltaf í svoleiðis......en gæti ekki verið í þessu vegna kláða:)HHa á meðan læt ég flíspeysurnar mínar ráða för enda eru þær orðnar ysta húðlagið á mér.Knús í daginn og norður til þín.
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 13.3.2010 kl. 10:01
Ragna mín: Góðan daginn elsku dúllan mín, það er gott að það eru til fleiri rugludallar en égKnús til þín á eyjunni þinni fögru
Jónína Dúadóttir, 13.3.2010 kl. 10:57
Þú ert ógisslega dugleg og hafðu það
Birna Dúadóttir, 13.3.2010 kl. 23:06
Birna mín: Það er ógisslega sætt af þér að segja það... og hafðu það
Jónína Dúadóttir, 14.3.2010 kl. 09:08
Ásdís Sigurðardóttir, 14.3.2010 kl. 14:35
Ásdís mín: Takk fyrir innlitið
Jónína Dúadóttir, 15.3.2010 kl. 07:18
Alltaf gaman að lesa pistlana þína Jónína mín. Þér tekst að gera hversdagslegustu hluti svo spennandi að maður les með athygli Komandi frá mér sem á erfitt með að halda athyglinni lengi við sama efnið að öðru jöfnu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.3.2010 kl. 08:53
Ásthildur mín: Æi þakka þér fyrir elsku vina, þetta er sannarlega mikið hól og það komandi frá þér
Jónína Dúadóttir, 15.3.2010 kl. 09:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.