Biiiiiiluð.... :))

Sit hérna og pikka á lyklaborðið við borðtölvuna... fartölvan mín sem ég hef eingöngu unnið á undanfarna mánuði, hætti að virka á föstudaginn... bara alvegW00tÉg fór með hana til viðgerðarmanns áður en ég fór í vinnuna þá og gat sótt hana aftur um kvöldið og hún virkaði fínt á laugardaginn en nennti svo ekki meiru og um hádegið í gær var hún orðin þannig að það var ekki einu sinni hægt að slökkva á henni... ég varð fyrir rest að taka hana algerlega úr sambandi ! Þoli ekki svona dót sem virkar ekki...PinchÁ eftir ætla ég að tala við annan viðgerðarmann... auðvitað með tvo í takinu sko... og gá hvort hann getur komið einhverju tauti við draslið ! Ef það tekst ekki þá fæ ég mér nýja... hef afskaplega takmarkaða þolinmæði með biluðu dótiGetLostLangar líka í venjulegt Windows... er með Windows Vista í lappanum sem er í sjálfu sér ágætt, en það á erfitt með að samsama sig öllu sem kemur frá þessu venjulega W. SleepingMorgun og kvöldvinnuvika núna og bara tæpar tvær vikur til páska... get ekkert talað um páskafrí... ég er í vaktavinnu svo fríin mín eru bara venjuleg helgarfrí en núna er ég ekki að vinna páskahelgina, sem er flott og verður virkilega gaman þáJoyfulSegi nú samt ekkert frá því hér og nú nema það felur í sér annaðhvort yndislega heimsókn eða spennandi ferðalag... ekki alveg ákveðið ennþáGrinÞað snjóar núna en mér er alveg sama, ég á hlý föt og góðan bíl til að fara út í og veit af langri reynslu að vorið kemur fyrir rest... ekki spurning hvort heldur bara hvenær ! Það vorar alltaf meira og meira í sálinni í mér og ég sé fram á laaaaaangt og yndislegt sumar... fínt ef það verður gott veður en skiptir ekki alveg öllu máli samt... ekki þetta sumarið sko... segi ykkur betur frá því í góðu tómiWinkEigið dásamlegan dag og ennþá betri vikuSmileHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðan daginn ljúfan.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 08:24

2 Smámynd: Birna Dúadóttir

Það fer alveg að koma vor, reyndar búið að vera ansi vorlegt hérna frá því í haust

Birna Dúadóttir, 22.3.2010 kl. 08:46

3 identicon

Góðan daginn heillin, ég rak upp flaut í gærkvöldi er ég hjólaði framhjá húsinu þínu, veit ekki hvort þú heyrðir það, vildi bara láta þig vita af mér á MÓTORHJÓLI...tíhí...svo þú farir nú örugglega að koma að hjóla með mér í sumar

Jokka (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 09:28

4 Smámynd: Erna Evudóttir

Já sko vorið átti að vera í dag, eða amk fyrir hádegi en þvottapokarnir verða að bíða betri tíma, sem er sennilega bara fljótlega

Erna Evudóttir, 22.3.2010 kl. 20:20

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ragna mín: Takk hann var mjög góður, vona að þinn hafi verið það líka og morgundagurinn verði enn betri

Jónína Dúadóttir, 22.3.2010 kl. 23:59

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Birna mín: Jú kannski þarna á flatlendinu... við erum búin að hafa vetur hérna á norðurhjaranum

Jónína Dúadóttir, 23.3.2010 kl. 00:01

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jokka mín: Já varst það þú ?Skrái mig þegar ég veit hvar á að gera það

Jónína Dúadóttir, 23.3.2010 kl. 00:02

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Erna mín: Æts, engir þvottapokar... jæja það vorar alltaf fyrir rest

Jónína Dúadóttir, 23.3.2010 kl. 00:03

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er óþolandi þegar tölvan bilar.  Mín startaði ekki þegar ég kom heim, varð að fara að leita að diskinum til að hlaða inn aftur, svo hún fyndi sjálfa sig og sínar rætur  Það er ekki bara mannfólkið sem þarf að finna sinn innri kjarna. Knús á þig inn í daginn Jónína mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.3.2010 kl. 10:55

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hvernig hefurðu það í dag dúllan mín?  ég merki Bjössa bróðir þinn á mynd á feisinu.

Ásdís Sigurðardóttir, 23.3.2010 kl. 11:09

11 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásthildur mín: Já gjörsamlega óþolandiKnús inn í þinn dag mín kæra

Jónína Dúadóttir, 24.3.2010 kl. 08:17

12 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásdís mín: Þakka þér mín kæra mér líður frábærlega og vona að eins sé með þigFattaði fyrir rest þetta með Bjössa bróður... fann sjálfa mig bara alls ekkert þarnaHann verður sextugur á morgun þessi dúlla

Jónína Dúadóttir, 24.3.2010 kl. 08:21

13 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Úff ég bíð eftir því að mín brenni yfir.  Það kæri mér alla vega ekki á óvart.  góða helgi Jónína mín.  vi sjáumst e.t.v á Akureyri um páskana ég verð á Grenivík.

Ía Jóhannsdóttir, 24.3.2010 kl. 18:58

14 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ía mín: Mikið væri gaman að hitta á þig

Jónína Dúadóttir, 24.3.2010 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband