Það er ekki alveg laust við...

... að snjókoman hérna á norðurhjaranum sé farin að kroppa aðeins í þolinmæðina mína...Shocking Það er að vísu bara mars ennþá en kommon... það snjóar núna ekki mikið, en samt... ég þarf að fara að fá hlýindi, slabb, drullu og smásól annað slagiðTounge En ok, af smátillitssemi við skíðafólk stórt og smátt og auðvitað vélsleðamenn, gef ég þessu sjens fram yfir páska, en ekki hálftíma framyfir þaðCool Annars ferlega góð inn í fínan dag eins og alltaf og ætla að fara á eftir og láta smyrja bílinn minn og kíkja svo í heimsókn í gott húsKissing Helgin var meiriháttar, fékk og fór í heimsóknir sem aldrei fyrr... var samt líka að vinna helgina... svo það var skemmtilega nóg að geraGrin Fór í gær og keypti blessuð stígvélin sem mig langaði svo í... þau eru með aðeins hærri hæl en ég hafði hugsað mér... og svoleiðis skilst mér það eigi að vera, en mikið djö... eru þau flott og alls ekkert vont að ganga á þeim... það er nú svo sem heldur ekki meiningin að vera í neinum svakalegum göngutúrum í svona skófatnaði... en það má alveg lifa þá af á fundum og mannfagnaði ýmiskonarWink Sólin braust fram undan skýi rétt í þessu sem minnir mig á að fara og stilla á KK á gömlu Gufunni... hann klikkar ekki fremur venju sá snillingur, virkilega gott og gaman að hlusta á hann í dagsbyrjunJoyful Linda mín Björg 4 ára sagði við mig í gær: "Það það á nú ekkert að segja ok amma mín... það á að segja allt í lagi... finnst þér það ekki líka vera fallegra ?"LoL Dásamlega dúllan mínInLove  Læt þetta gott heita og skelli mér í smágöngutúr áður en ég fer að sinna daglegum störfum... já og vinna svo aðeins seinna í dag... óska ykkur öllum alls góðs inn í daginnSmile Heart

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Það komu nokkrar snjóflygsur hérna í morgun. Svo óvanalegt að ég hélt að ég væri bara með tremma  KK er flottastur og það er Linda ömmustelpa líka

Birna Dúadóttir, 30.3.2010 kl. 08:47

2 identicon

Hvaða, hvaða. Ég get nú alveg verið sammála þér með snjóinn. Ég reyndar elska snjó, svo lengi sem hann er 300 metra fyrir ofan sjávalínu. Varðandi slabbið er ég með einfalda lausn. Þú mátt eiga það alveg skuldlaust fyrir mér. Lausnin er fólgin í því að skella sér bara í smá stund til Reykjavíkur, og maður fær nóg af því eftir u.þ.b. 30 mín.

 Kveðja frá Húsavík, Jói gói.

P.S. Það er langt í sólina á Húsavík.

Jóakim Júlíusson (IP-tala skráð) 30.3.2010 kl. 09:06

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Birna mín: Það er leiðinda klemma að vera með tremma... fundið upp á staðnumJá þau eru langflottust þessi tvö

Jónína Dúadóttir, 30.3.2010 kl. 09:50

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jói Gói: Sæll heillakallinn minn, gaman að þú skulir skrifa hérnaSko slabbið tók ég með einungis af því að það fylgir vorinu yfirleitt og ég get ekki gert neitt við því, það er svo sannarlega ekki nauðsynlegt

Bestu kveðjur til Húsavíkur

Jónína Dúadóttir, 30.3.2010 kl. 09:54

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég sé að það er bara eðalfólk hér á ferð, Húsvíkingar og Akureyringar  svo ég skelli mér í hópinn OK?  nei sorry allt í lagi? yndislega ömmuskottan þín, mömmu hefði líkað vel við hana, hún leiðrétti barnabörnin fram í rauðan dauðann.  Þetta fer allt að bráðna, annars man ég vel snjó fram í apríl lok en ætla nú ekkert að hræða þig yndið mitt, hér er allt jafn þurrt og sólríkt.  Knús og njóttu lífsins á háum hælum !!! 

Ásdís Sigurðardóttir, 30.3.2010 kl. 11:39

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásdís mín: Já hér er bara eðalfólk og standardinn hækkaði enn meira þegar þú mættir líkaJá hún er svo kotroskin og yndisleg... og með allt á hreinu skoPlanið er að skjótast þarna á flatlendið til ykkar helst á næstunni ef ég get fundið tíma í það og njóta snjóleysis... veit ekki hvernig það gengur en að minnsta kosti 100% öruggt að ég kem í sumarJá ég nýt og nýt og sendi annað knús til baka mín kæra

Jónína Dúadóttir, 30.3.2010 kl. 12:35

7 identicon

Það datt eitthvað hvítt af himnum ofan hér á mínum slóðum í nótt.Knús í daginn

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 30.3.2010 kl. 12:42

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ragna mín: Skyldi það vera snjór ?Knús inn í þinn dag líka elskuleg

Jónína Dúadóttir, 30.3.2010 kl. 13:38

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Snjóaði smá hér í dag, vonandi tekst þeim að búa til nægan snjó fyrir barnalyftuna.  Þetta er allt á réttri leið hér.  Snjór hvað!!!

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.3.2010 kl. 16:22

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mundu að þú ert velkomin til mín ef þú ert á ferðinni hér

Ásdís Sigurðardóttir, 30.3.2010 kl. 16:33

11 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásthildur mín: Mundi senda þér allan snjóinn ef ég gæti

Jónína Dúadóttir, 30.3.2010 kl. 18:57

12 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásdís mín: Þakka þér fyrir mín kæra, þóttist vita það

Jónína Dúadóttir, 30.3.2010 kl. 18:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband