Las frétt um konu einhversstaðar í útlöndum sem er búin að geyma páskaeggið sitt í 50 ár... OJ og auðvitað líka VÁ, ekki er ég aaaaalveg svona staðföst... ég fékk mitt páskaegg í fyrradag og er að verða búin með það... í gærFórum á skírdag austur á Fáskrúðsfjörð í fermingu Ívars systursonar míns, það var ferlega gaman, gekk fínt og hann komst held ég bara vandræðalaust í fullorðinna manna töluSvo höldum við áfram að koma fram við hann sem það barn sem hann er, eins og allir á þessum aldri... hann má ekkert meira núna heldur en daginn fyrir ferminguna...Svolítið snúið eiginlega... eins og tilveran sé ekki nógu furðuleg fyrir, á þessum aldri...Ferlega góð inn í fínan páska/sunnu/frídag og hef ekki haft tíma til að vera svo mikið í tölvu undanfarið, of margt og mikið skemmtilegt til að truflaGet nú ekki talið það alveg allt upp en þar er meðal annars mikill gestagangur, matarboð bæði hér heima og að heiman, afmæli og ýmsar aðrar heimsóknir... sem sagt ferlega gamanVeðrið já sko... það er ekki alltaf alveg eins gaman að því en fínt í dag... snjóar allavega ekki enda kominn nægur snjór handa öllum sem vilja... og eiginlega dálítið mikið meira en þaðAlltaf að pæla eitthvað auðvitað... ekki hægt að komast hjá því ef maður lifir lífinu sæmilega lifandi... fann sko upp hjólið um daginn með því að fatta að jákvæðni og velvilji geta komið svo svakalega miklu góðu í verk... bara þessi tvö verkfæri sem allir hafa einhversstaðar í sér, en eru bara misduglegir að nota þau...Ég veit auðvitað alveg asnarnir mínir að ég er ekkert að finna upp hjólið meðessu, en mér finnst gott að minna mig á og alveg bráðandsk... nauðsynlegt líkaEigið dásamlegan dag elsku dúllurnar mínar og etið nú yfir ykkur af súkkulaði, það er svo hollt... fyrir sálina
Flokkur: Bloggar | 4.4.2010 | 08:47 (breytt kl. 08:48) | Facebook
Bloggvinir
- jokapje
- rannug
- jonhans
- jogamagg
- ammadagny
- hneta
- asthildurcesil
- olapals
- heidihelga
- brylli
- juljul
- naflaskodun
- majaogco
- jyderupdrottningin
- ollana
- skrifa
- tofraljos
- stafholt
- ringarinn
- tigercopper
- engilstina
- himmalingur
- einari
- linka
- duna54
- unns
- skjolid
- kaffikelling
- heidamagg
- heidathord
- lehamzdr
- oliskula
- fjallkona1
- gattin
- sur
- hugskotid
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sömuleiðis Jónína mín, heyrði að súkkulaði (í hófi) minnki líkur á kransæðastíflum, súkkulaði er víst meinhollt í hófi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.4.2010 kl. 11:01
Ásthildur mín: Já ég á það til að ýkja... stundum... aðeins... pínuÞað er sko dökka súkkulaðið sem er held ég bara hollt fyrir líkamann og mér finnst það auðvitað vontSvo ég sel mér það að rjómasúkkulaðið sé þá gott fyrir sálina... verð að hafa einhverja afsökun fyrir átinu
Jónína Dúadóttir, 4.4.2010 kl. 11:04
Súkkulaðið er dásamlegt.Knús á þig og ykkur vinkona
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 4.4.2010 kl. 12:12
Gleðilega páska skottið mitt og njóttu vel.
Ásdís Sigurðardóttir, 4.4.2010 kl. 12:47
Bara súkkulaði og meira súkkulaði, allra meina bót
Birna Dúadóttir, 4.4.2010 kl. 15:09
Ragna mín: Knús til baka mín kæra
Jónína Dúadóttir, 4.4.2010 kl. 22:43
Ásdís mín: Sömuleiðis elskuleg
Jónína Dúadóttir, 4.4.2010 kl. 22:44
Birna mín: Jájájá
Jónína Dúadóttir, 4.4.2010 kl. 22:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.