Mig skortir skilning á því hvers vegna í sjálfum ósköpunum fólk leggur á sig það algerlega óþarfa erfiði að vera móðgað/í fýlu/reitt út í einhvern árum saman jafnvel... Hann/hún sagði eða gerði eitthvað árið 1997 og ég tala sko aldrei við hann/hana aftur... Mér er algerlega fyrirmunað að skilja þetta... að nenna þessu... að eyða einu ævinni sem við fáum, í að vera að passa sig að muna nú eitthvað leiðinlegt sem einhver hefur sagt eða ekki sagt, gert eða ekki gert svo við getum örugglega verið í móðguð/í fýlu/reið út af því... í mörg ár og jafnvel bara ævina út ! Oft byggist svona lagað auðvitað á misskilningi hjá fólki, annar talar í austur og hinn í vestur og það má alveg reyna að leiðrétta miskilninginn þá... Nú ef það reynist svo ekki vera misskilningur eða bara ekki hægt að bera klæði á vopnin, þá er ýmislegt annað til en að koma sér bara í stellingar og gera sjálfum sér þann óleik að vera mógaður/í fýlu/reiður það sem eftir er... þá verður maður bara beiskur, bitur og gamall langt, langt fyrir aldur fram og hver vill það eiginlega ??? Ef einhver vilji er fyrir því að umgangast þann/þá sem kallaði yfir sig þessi ósköp, annaðhvort með einhverju eða engu, nú þá er til dæmis hægt að reyna að sætta sig bara við hann/hana eins og hann/hún er, vegna þess að ekki breytum við öðru fólki... þá er bara að breyta okkar eigin viðhorfum... Nú ef maður hefur ekki áhuga á að umgangast viðkomandi, sökum manns eigin m/f/reiði og ekki sjens í helv... að maður fáist til að breyta viðhorfum til hans/hennar, þá er hægt að láta kyrrt liggja... ó jú það er víst hægt ! Það eru nefnilega til fyrirbæri sem kallast að halda áfram, setja afturfyrir, gleyma og grafa, sleppa fornleyfagreftrinum og svo man ég ekki fleiri nöfn á fyrirbærið í bili... Málið er nefnilega að viðkomandi veit svo bara alls ekkert að maður er móðgaður/í fýlu/reiður og og er jafnvel bara alveg nákvæmlega sama og til hvers þá að leggja þetta á sig ? Mér líst miklu betur á að lifa bara lífinu lifandi á meðan ég er á lífi og gera eitthvað skemmtilegt... móðganir, fýluköst og reiðitarnir eru ekki innifalin í skemmtilegt hjá mér ! Kalliði mig bara lata en ég nenni ekki svoleiðis... ! Eigið svo dásamlegan dag dúllurnar mínar, ég er að fara að vinna núna klukkan 9 og er búin klukkan 21 í kvöld !
Flokkur: Bloggar | 5.4.2010 | 08:35 (breytt kl. 16:18) | Facebook
Bloggvinir
- jokapje
- rannug
- jonhans
- jogamagg
- ammadagny
- hneta
- asthildurcesil
- olapals
- heidihelga
- brylli
- juljul
- naflaskodun
- majaogco
- jyderupdrottningin
- ollana
- skrifa
- tofraljos
- stafholt
- ringarinn
- tigercopper
- engilstina
- himmalingur
- einari
- linka
- duna54
- unns
- skjolid
- kaffikelling
- heidamagg
- heidathord
- lehamzdr
- oliskula
- fjallkona1
- gattin
- sur
- hugskotid
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já Ninna við erum sjálfsagt báðar latar :))))) en hvað eru margar fjölskyldur spundraðar vegna þess arna.
Eigðu yndislegan dag, þó þú þurfir að vinna :))
Helga Auðunsdóttir, 5.4.2010 kl. 08:52
Ég er líka löt!
Jóhanna Magnúsdóttir, 5.4.2010 kl. 09:13
Ég þekki konu sem er ekki bara enn í fýlu yfir einhverju sem mamma hennar sagði við hana árið 1973, heldur öskureið við hana. Mamman dó árið 1978.
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 5.4.2010 kl. 09:25
Helga mín: Já það færi betur ef það væru til miklu fleiri letingjar eins og viðEigðu líka yndislegan dag mín kæra, mig grunar nú að þú sért ekki alveg verklaus heldur
Jónína Dúadóttir, 5.4.2010 kl. 10:38
Jóhanna mín: Það er nú líka alveg greinilegt sko
Jónína Dúadóttir, 5.4.2010 kl. 10:39
Grefill/Einar yndislegi: Það er hrikalegt... hún á þá bara virkilega bágt veslings konan
Jónína Dúadóttir, 5.4.2010 kl. 10:41
Ég fór örugglega í fýlu 1997 og í margar fýlur eftir það held reyndar að ég fari í nýja fýlu í hvert skipti mar er svo mikið fyrir tilbreytinguna sko eða fuglinn eða fleiri fiskar í sjónum nei var ekki verið að ræða það
Erna Evudóttir, 5.4.2010 kl. 11:35
Ninna þú borðaðir eplið mitt 1960, ég er enn móðguð Var ekki fædd þá, en hugmyndin er góð
Birna Dúadóttir, 5.4.2010 kl. 12:51
Erna mín: Fýlurnar þínar eru skemmtilegar og standa ekkert ævina út... held ég enn sem komið er
Jónína Dúadóttir, 5.4.2010 kl. 13:39
Birna mín: ...og samt talar þú við migHvað er Erna að meina með fuglana í sjónum ?
Jónína Dúadóttir, 5.4.2010 kl. 13:43
Ég er löt og sæl með lífið knús til þín ég læt leiðinlegt fólk bara vera, nenni ekki að eyða minni dýrmætu jarðvist í það.
Ásdís Sigurðardóttir, 5.4.2010 kl. 17:05
Ásdís mín: Vildi ég hefði getað orðað þetta svonaKnús til þín líka
Jónína Dúadóttir, 5.4.2010 kl. 18:34
Segi sama og Ásdís. Lífið er of stutt til að vera sífellt með leiðindi. Knús
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.4.2010 kl. 17:45
Ásthildur mín: Mikið svakalega þekki ég mikið af yndislega eðlilegu hugsandi fólki hérnaRisaknús til baka
Jónína Dúadóttir, 6.4.2010 kl. 22:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.