Komin á fætur vel fyrir sjö á sunnudagsmorgni og bara ánægð með það... get ekkert sofið með sólargeislana í andlitinu... enda vakna ég bara alltaf þegar ég er búin að sofa, hvað svo sem klukkan er og hvað svo sem dagurinn heitirAlltaf verð ég nú jafnhissa á hverju ári þegar það er farið að glitta í vorið og sólin farin að skína... samt hefur þetta gerst hvað eftir annað og aftur og aftur, alla mína ævi... og á örugglega eftir að gerast þónokkrum sinnum í viðbótÞað má segja að snjórinn sé nokkurnveginn horfinn hérna, nema þykkustu skaflarnir og snjóhrúgurnar hér og þar... svona á þetta að vera ! Ferlega góð inn í daginn, frísk og hress og líður dásamlega með sjálfa mig og auðvitað vorkomuna. Hitti mann í gær sem var ekki eins ánægður með veðrið... spáir hreti um miðjan maí ef þetta heldur svona áfram og norðanátt hér fram í júlí-ágústJæja, ég ætla ekki að fara að hafa áhyggjur af "kannski komandi hretum", er á meðan er og ég nýt þess að hafa gott veður núna... get ekki lifað framtíðina núna, bara nútíðina...Er að klára kvöldvinnuvikuna mína í kvöld, frí á morgun og ekki er hún erfið vinnuvikan framundan... 15-21 þrjá daga og frí næstu helgi... getur bara varla verið betra, ég held ekkiFór á kaffihús í gær með góðum vinum, kláraði að sauma eldhúsgardínur, þvoði þær straujaði og setti þær upp... smá pælingar og prufur en útkoman þykir glæsilegNúna á eftir ætla ég að elda matinn fyrir kvöldið, fæ gest í mat og kem ekki til með að gefa mér tíma til að elda seinna í dag og skemmtilegra að hann sé tilbúinn nokkurnveginn á matartíma ! Nú ætla ég að hætta þessu og fara út að labba í góða veðrinu, læt góða veðrið og labbifélagann minn ekki bíða lengur eftir mérEigið eins og ég dásamlegan dag elskurnar mínar allar
Bloggvinir
- jokapje
- rannug
- jonhans
- jogamagg
- ammadagny
- hneta
- asthildurcesil
- olapals
- heidihelga
- brylli
- juljul
- naflaskodun
- majaogco
- jyderupdrottningin
- ollana
- skrifa
- tofraljos
- stafholt
- ringarinn
- tigercopper
- engilstina
- himmalingur
- einari
- linka
- duna54
- unns
- skjolid
- kaffikelling
- heidamagg
- heidathord
- lehamzdr
- oliskula
- fjallkona1
- gattin
- sur
- hugskotid
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góðan og gleðilegan dag, eins gott að sofa ekki af sér svona yndislega daga!
Jóhanna Magnúsdóttir, 11.4.2010 kl. 08:34
Jóhanna mín: Jahhhá það er svo rétt hjá þér
Jónína Dúadóttir, 11.4.2010 kl. 12:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.