Af með´ana... :))

Það var þriðjudagur og ég var í vaktafríi... æðislegt veður og ég vaknaði með þá hugsun í kollinum að fara nú í góðan göngutúr, jafnvel alla leið niður á Eyri og snapa þar kaffi allavega í 2 góðum húsumJoyfulEn fyrst þurfti ég aðeins að sinna annarri stóru tánni minni... var búin að sýna lækni hana í vikunni áður, en honum fannst hún ekkert merkilegWounderingHún var búin að vera svo aum og mátti ekkert koma við hana...  hann sagði að við skyldum sjá til...ShockingÉg hringdi í hann í gærmorgun og vildi láta líta á hana aftur, var sem sagt búin að sjá til alveg nógu lengi... það var farið að grafa í henni... ég var að úldnaW00tJá já, sagð´ann ég á tíma handa þér næsta föstudag.... ég fór út í bíl og keyrði niður á slysadeild... sko þegar ég er farin að skemmast svona þá ER eitthvað að og þá sé ég sko ekkert til neittGetLostÉg þurfti ekkert að bíða lengi á slysó, varla hálftíma... fyrst tók á móti mér þessi yndislegi hjúkrunarfræðingur, svo kom læknir og læknirinn kallaði til sérfræðing... "Af með hana" sagði sérfræðingur og ég hélt hann meinti tána... ToungeEr það nú ekki svona aðeins of mikið í lagt... spurði ég. Nei, verður... er með sögina í vasanumGrinOk gamansamur, mér líkar það en hann var bara að tala um nöglina, hún skyldi af og svo tók hann fram sprautu örugglega með sko alvöru fullorðins beljunál og stakk í gegnum ristina á mér... á 2 stöðum ! Djö... hvað mig langaði að stinga hann til baka... en ég stillti mig, var ekki með neitt til þess heldur...LoLSvo beið ég og beið og beið... og hann kom aftur, ýtti mjúklega á tána og spurði hvort þetta væri vont... nei alls ekki... þá fór hann að stinga í tána með hnífi og það var vont, svo hann deyfði meira, hálffúll bara... "Þú sagðir að þetta væri ekkert vont"... sagð´annWink "Búhú, væni... ég viðurkenni alveg að ég er vesalingur af Guðs náð, en er þér sama þó þú gerir þetta eins gott fyrir MIG og hægt er" sagði ég eiginlega bara svona  svolítið "blíðlega"DevilOg ég beið aðeins lengur og táin var orðin þreföld af öllu sullinu sem var búið að sprauta í hana og þá kom   hann enn og aftur og byrjaði þá að skera nöglina af !!! Djööö... hvað mig langaði bara alls ekkert til að vera á hinum endanum á þessum fæti þarna... PinchEn til þess að gera nú langa sögu stutta og vera líka ekkert að lýsa því í öllum smáatriðum hversu mikill vesalingur ég er... Whistlingþá er nöglin farin af, ég sit hérna með fótinn uppi á stól, kemst ekki í neina skó, á matseðlinum eru aðallega kaffi, sýklalyf og verkjatöbblur og það er farið að gjósa undir Eyjafjallajökli !

Eigið dásamlegan dag elskurnar, það ætla ég líka að eigaSmileHeart 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Elsku stelpan mín, þetta er skelfilegt  kallinn minn hefur lent í þvi að láta deyfa tá og hann segir að sprauturnar sem þeir reka í mann séu eins og fírtommu naglar, hræðilegt ég fæ alveg verk  passaðu vel uppá táslu litlu og hinn endann líka, sé samt á skrifum þínum að grínarinn hún Ninna mín, hefur ekki borið skaða af  knús í massavís norður yfir

Ásdís Sigurðardóttir, 14.4.2010 kl. 11:42

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásdís mín: Þetta var hrikalega vont, bæði fírtommunaglinn... alveg rétt hjá honum...  og svo "afnöglunin", þetta dofnar ekkert almennilega þegar er komin sýkingNei enginn skaði skeður nema ég held ég fari á fá setusár á rassinnTakk fyrir knúsin elskan mín, þau eru svooooo vel þegin akkúrat núna og ég sendi nokkur algerlega skjálftalaus til baka

Jónína Dúadóttir, 14.4.2010 kl. 12:51

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk darling

Ásdís Sigurðardóttir, 14.4.2010 kl. 12:59

4 identicon

hahhaha þú ert snilldar penni kona. Að vísu fór mig að verkja í tánna við þessa lýsingu hjá þér og finn ég mikið til með þér. Systir mín lenti í þessu sama og þú nema á hendi. Læknirinn sem hún lenti á á vaktinni fannst hún óttalegur aumingin en henni var sko alveg sama. Deyfingu vildi hún fá og það nóg af henni.

En oft veltir maður því fyrir sér hvurn fjárann þessir heimilislæknar eru að hugsa. Gott að þú ákvaðst að drífa þig bara á vaktina.

Kæmi til þín í kaffi með vínarbrauð í farangrinum ef ég gæti.

Knús á þig skemmtilega kona.

Christine Einarsson (IP-tala skráð) 15.4.2010 kl. 08:16

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Christine mín: Þakka þér fyrir dúllan mín og fyrirgebbðu 500 sinnum að ég skyldi meiða þig í tánniÉg bað nú um svæfingu líka en það þótti svona eiginlega "aðeins" of langt gengið...Ohhhh.... finn hreinlega lyktina af vínabrauðinu... synd að það er svona langt á milli, mér finnst þú nefnilega mjög skemmtileg líkaKnús inn í daginn þinn

Jónína Dúadóttir, 15.4.2010 kl. 09:22

6 identicon

Úfffff kallaðu mig Tínu. En vínarbrauð muntu fá þótt síðar verði. Því lofa ég.

Christine Einarsson (IP-tala skráð) 15.4.2010 kl. 10:07

7 Smámynd: Birna Dúadóttir

Haha snilld

Birna Dúadóttir, 15.4.2010 kl. 10:34

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Tína mín: Það líst mér vel á, kannski ég komi bara og rukki það í sumar... þá er meiningin að verða landshornaflakkari í einhverja daga

Jónína Dúadóttir, 15.4.2010 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband