Það er dásamlegt veður... séð út um gluggann... sólin að gera heiðarlega tilraun til að brjótast fram úr skýjunum, gengur nú ekkert ofsalega vel... en aldrei að gefast uppÞað er að vísu allt hvítt úti en það er snjórinn sem féll í gær sem gerir það... við heppin hérna að hafa þó ekki öskufall... þá er nú snjórinn skömminni skárri...Ég er alveg að hafa það af að klára peysu á hana Lindu mína... hef ekki verið mjög dugleg að prjóna undanfarið. Það er nú aðallega út af biluðu tánni minni... mér finnst svolítið erfitt að sitja og slappa af við prjónaskap þegar það er alltaf eins og einhver sé að klípa mig í tána... en það hlýtur að fara lagastÞað er tvennt stórkostlegt að gerast í lífi mínu þessar vikurnar en ég ætla ekki að ljóstra því upp strax... ekki fyrr en allt er í höfn... þegar þar að kemur þá fer það sko ekki fram hjá neinumAnnars er alltaf eitthvað gott að gerast hjá mér... enda ef ég vil að eitthvað gott gerist þá verð ég líka að gera eitthvað til þess sjálf... sit ekkert bara úti í horni með fýlusvip og bíð eftir að eitthvað gerist... Neibb þá nefnilega gæti ég vaknað einn morguninn og fattað að úbbs... ég er að verða áttræð... eða eitthvað svoleiðis... og ekkert hefur gerst... búin að bíða ævina af mér... og það er svo sannarlega ekki eftirsóknarvertLifa í dag en ekki í gær eða á morgun, bara í dagEr ekki með neitt plan fyrir daginn... bara hafa hann góðan og þakka fyrir að hafa nægilegt vit í kollinum til að gera ekkert að kvöldi sem lætur mér líða illa að morgni
Eigið góðan dag elskurnar... já og þú líka
Bloggvinir
- jokapje
- rannug
- jonhans
- jogamagg
- ammadagny
- hneta
- asthildurcesil
- olapals
- heidihelga
- brylli
- juljul
- naflaskodun
- majaogco
- jyderupdrottningin
- ollana
- skrifa
- tofraljos
- stafholt
- ringarinn
- tigercopper
- engilstina
- himmalingur
- einari
- linka
- duna54
- unns
- skjolid
- kaffikelling
- heidamagg
- heidathord
- lehamzdr
- oliskula
- fjallkona1
- gattin
- sur
- hugskotid
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ógisslega jákvæð BIG LIKE Á ÞAÐ haltu svona áfram, þetta getur bara bestnað
Erna Evudóttir, 17.4.2010 kl. 07:52
Erna mín: Já ég get ekki annað bara... og er líka alveg viss um þaddna bestnunina
Jónína Dúadóttir, 17.4.2010 kl. 08:16
Knús á þig moli minn
Ásdís Sigurðardóttir, 17.4.2010 kl. 13:14
Ásdís mín: Knús til baka
Jónína Dúadóttir, 17.4.2010 kl. 14:11
Amm BIG LIKE
Birna Dúadóttir, 17.4.2010 kl. 21:54
Birna mín: Takk fyrir það
Jónína Dúadóttir, 17.4.2010 kl. 23:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.