Alveg kominn tími til að skrifa eitthvað hérna... hef svo sem ekkert glænýtt eða sérlega merkilegt að skrifa um...Ja, nema það að mér líður betur núna en mér hefur liðið í nokkur ár... mér finnst lífið virkilega farið að bjóða mér upp á svo margt spennandi og gleðilegt sem ég hélt að væri ekki til staðar lengur...En auðvitað var það alltaf til staðar, það var bara ég sem var hætt að koma auga á það út af svo mörgu sem ég lét byrgja mér sýn og er bara ekkert skemmtilegt að hugsa um... hvað þá skrifa umEnda ég þeim kostum gædd að eiga auðvelt með að gleyma... víst getur það verið kostur... þá er ég ekkert að velta mér upp úr einhverjum gömlum leiðindum sem gera ekkert annað en að spilla fyrir mér í núinu og mjög trúlega líka í framtíðinni þá... af því að núið er hjá mér á hverjum degi, mínútu, sekúndu... það sem ég á eftir ólifað.... jafnóðumOg mér finnst svo hrikalegt að spilla því endalaust með einhverjum "uppúrveltingum" og svoleiðis vitleysum... Enda miklu auðveldara og að sjálfsögðu á allan hátt skemmtilegra að muna það sem var gott og var vel gert... og mér líður líka miklu betur með þvíÆtla ekkert að fara að taka með mér einhvern farangur inn í framtíðina sem bara dregur mig niður... er of fyrirferðarmikill og einfaldlega fyrir mér í því sem mig langar að gera, sem er að hafa gaman af lífinu og líða vel... nei takkEn ég ætla nú samt helst ekki að láta mér líða vel á annarra kostnað... en aðrir mega alveg vera með á minn kostnað
Ég er eiginlega á fullu að plana sumarfríið mitt... það er í júlí sem er alveg að koma bara... næstum því...Held helst að ég verði ekki mikið heima... þarf eiginlega að fara út um allt land og hálendið líka sko.... og hitta svo ótalmargt fólk sem mig er búið að langa lengi til að heimsækja, en ekki getað... af því að ég leyfði mér að láta utanaðkomandi aðstæður takmarka mig, sem er slæmt... og algerlega óþarft, í mínu tilviki allavegaÉg ætla að hitta ættingja og vini og bloggvini og kannski líka framtíðarvini... allt til í því auðvitað
En núna ætla ég að láta þessu lokið í þetta skipti og óska ykkur alls góðs inn í næstu daga, alveg þangað til ég kem hér inn næst
Bloggvinir
- jokapje
- rannug
- jonhans
- jogamagg
- ammadagny
- hneta
- asthildurcesil
- olapals
- heidihelga
- brylli
- juljul
- naflaskodun
- majaogco
- jyderupdrottningin
- ollana
- skrifa
- tofraljos
- stafholt
- ringarinn
- tigercopper
- engilstina
- himmalingur
- einari
- linka
- duna54
- unns
- skjolid
- kaffikelling
- heidamagg
- heidathord
- lehamzdr
- oliskula
- fjallkona1
- gattin
- sur
- hugskotid
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ert frábær
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 25.4.2010 kl. 11:42
Yndisleg eins og alltaf, lífið er akkúrat núna og framtíðinni getum við reynt að stjórna með góðum vilja, knús á þig elskan
Ásdís Sigurðardóttir, 25.4.2010 kl. 12:50
Ragna mín: Þakka þér mín kæra og sömuleiðis bara
Jónína Dúadóttir, 25.4.2010 kl. 15:21
Ásdís mín: Takes one to know one...Knús til baka mín elskulega vinkona
Jónína Dúadóttir, 25.4.2010 kl. 15:23
Helli uppá í júlí velkomin til mín í fásinnið
Erna Evudóttir, 25.4.2010 kl. 21:26
Erna mín: Takk elskan
Jónína Dúadóttir, 25.4.2010 kl. 23:43
Helli uppá í ágúst eða júní Erna er búin að panta júlí
Birna Dúadóttir, 26.4.2010 kl. 08:21
Birna mín: Ok takk...
Jónína Dúadóttir, 26.4.2010 kl. 09:30
Þú ert svo frábært Jónína mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.4.2010 kl. 18:06
Ásthildur mín: Þakka þér og sömuleiðis
Jónína Dúadóttir, 26.4.2010 kl. 20:59
Alltaf jákvæð - og jákvæðari með hverjum deginum sem líður, hvar endaretta eiginlega?
Jóhanna Magnúsdóttir, 26.4.2010 kl. 22:53
Jóhanna mín: Þetta endar með ósköpum bara
Jónína Dúadóttir, 27.4.2010 kl. 07:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.