... hvað verður það næst :-)))

Þegar ég er búin að vinna á kvöldin þarf ég að fara í aðstöðuna okkar og skila lyklum, hljómar nú ekkert mjög flókið... á bíllyklakippunni minni er ég meðal annars með 2 lykla að þessu húsnæði annan að ytri hurð, hinn að innri hurðum en á kippunni sem ég skila eru engir lyklar að þessari aðstöðu, bara að íbúðum skjólstæðinga. Eins og lög gera ráð fyrir fór ég þangað í gærkvöldi opnaði   allar hurðirnar, slökkti á öryggiskerfinu, fann lykilinn að skápnum opnaði hann, setti lyklakippuna í þar til gerðan dall, læsti skápnum, endurræsti kerfið fór út og skellti í lás á eftir mér... Allt eins og venjulega og í fullkomnum rólegheitum, enda konan afburða afslöppuð núorðið... greinilega aðeins of afslöppuð samt vegna þess að það var bíllyklakippan sem ég læsti svo kyrfilega inniW00t Jæja af gömlum og góðum vana hugsa ég í lausnum en ekki vandamálum, svo ég ákvað að hringja í eina dúlluna sem vinnur með mér og skutlast bara og fá hennar lykla......Sideways Neinei... rólegan hamagang stúlka mín... bíllyklar... læstir inni bak við 2 hurðir og eitt öryggiskerfi... hringir það einhverjum bjöllum ?LoLLausnin varð auðvitað sú að hringja í dúlluna jú, en fá hana til að koma og opna fyrir mér svo ég gæti náð bíllyklunum mínum... svo ég gæti þá farið til hennar og fengið lykla.... Múnkhásen... veit að nafnið hans er ekki rétt skrifaðToungeHún hoppað ekkert hátt af hissu sko, sagðist sjálf hafa gert þetta... það var nú svolítill léttir, verð að segja þaðWinkMér tókst að finna bílinn... kannski af því að hann var eini bíllinn þarna á planinu... og aka heim... án fleiri afrekaWhistlingEf ég á að hafa góða yfirsýn yfir allt sem ég þarf að gera, muna alla skapaða hluti og hafa allt á hreinu þá þarf ég helst að vera stressuð.... sem ég er bara alls ekki lengur... svo þá er bara að bíða eftir því hvað gerist næst og ég skal alveg leyfa ykkur að fylgjast meðGrin

Farið vel með ykkur elskurnar mínar og látið ykkur líða vel, það ætla ég líka að geraGrinHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Evudóttir

Þú ert snillingur af Guðs náð og ekki orð um það meir

Erna Evudóttir, 28.4.2010 kl. 08:49

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Erna mín: Já þakka þér, fyrir mér finnst það líka... stundum meira, stundum kannski svolítið minna

Jónína Dúadóttir, 28.4.2010 kl. 08:55

3 identicon

Þú ert dásamleg segi ég enn og aftur Kannast við svona heilkenni.Skellti einu sinni ákveðnum bunka af flíkum af mér inn í ísskáp,og áttaði mig ekki á því fyrr en löngu seinna

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 09:23

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ragna mín: Æi þakka þér fyrir og sömuleiðis....Ég hef nú sem betur fer húmor fyrir sjálfri mér og vitleysunum mínum.... Hahahah þú góð, var ekki kuldalegt að fara í þau á eftir ?

Jónína Dúadóttir, 28.4.2010 kl. 09:51

5 Smámynd: Birna Dúadóttir

Þetta var snilld

Birna Dúadóttir, 28.4.2010 kl. 09:55

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Birna mín: Já finnst þér það ekki bara..........

Jónína Dúadóttir, 28.4.2010 kl. 10:41

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahaha flott  Takk fyrir bros dagsins.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.4.2010 kl. 11:02

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásthildur mín: Þakka þér og mín var ánægjan

Jónína Dúadóttir, 28.4.2010 kl. 12:41

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hí hí hí  það er ekki mjög langt síðan ég henti símanum mínum í ruslið, sko útitunnuna, því ég hélt á honum þegar ég henti pokunum, við erum óborganlegar.

Ásdís Sigurðardóttir, 28.4.2010 kl. 13:04

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásdís mín: Við erum dásamlegar

Jónína Dúadóttir, 28.4.2010 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband