Fólk hefur auðvitað hin ýmsustu áhugamál og ekkert nema gott um það að segja...Vonandi ekki mjög stór hópur en líklega samt alltaf of stór, hefur áhugamál sem mér mislíkar og mun aldrei taka upp... það er slúður...Jú það er líka hægt að hafa það fyrir áhugamál.... þá er sko allt "fréttir" og þá meina ég allt og þær sko sagðar allsstaðar, öllum, hvort sem fólk vill heyra eða ekki...Og það virðist ekkert endilega skipta máli hvert innihaldið er... og hvort það er satt eða ekki... hvort það snertir viðkvæmustu einkamál annars fólks eða bara eitthvað sem þetta lið ímyndar sér, býr til og dreifir svo... mér dettur alltaf í hug skítadreifarinn í sveitinni... en djö... sjálfur hafi það, hann gerir þó gagnBörn eru alin upp við þetta og eins og börn eru þá apa þau eftir og ég þekki einn ungan dreng sem er allt of andsk... áhugasamur um þetta áhugamál... og því miður verð ég að segja, bara mjög efnilegur...Hann hefur sagt mér hverja söguna af annarri sem hann hefur heyrt heima hjá sér... oftar en ekki ruglað saman fleiri en einni sögu blessaður og farið rangt með staðreyndir, enda er hann líka bara barn og fólk á að passa sig hvað það lætur út úr sér þegar börnin heyra... Og þó ég hafi reynt að stoppa hann af þá hefur það enga þýðingu... þetta er almennt áhugamál heima hjá honum og ekki svo létt fyrir utan að komandi að breyta því... Þó að fyrirsögnin sé Slúðurgenið þá held ég samt ekkert að fólk hafi þetta í genunum... þetta er eitthvað sem allt of margir venja sig á og alast upp við líka og er bara ljótt, ómerkilegt og oft á tíðum hreinlega hættulegt áhugamál... hið ágæta orð mannorðsmorðingjar var búið til um fólk með þetta áhugamál...Og svo er þetta háheilagt lið sem ekkert má fréttast um og ætti miklu frekar að halda sig bara algjörlega við sitt eigið líf... jafnvel fá sér eðlilegt líf... og reyna að gera það gott, heilbrigt og innihaldsríkara en bara með slúðrið innanborðs...Eitt af baráttumálum dagsins ? Já, því ekki...
Slúðrinu lokið... í bili
Hafið það gott betra og best inní 1. maí 2010... Já... auðvitað þú líka
Flokkur: Bloggar | 1.5.2010 | 08:00 (breytt kl. 08:02) | Facebook
Bloggvinir
- jokapje
- rannug
- jonhans
- jogamagg
- ammadagny
- hneta
- asthildurcesil
- olapals
- heidihelga
- brylli
- juljul
- naflaskodun
- majaogco
- jyderupdrottningin
- ollana
- skrifa
- tofraljos
- stafholt
- ringarinn
- tigercopper
- engilstina
- himmalingur
- einari
- linka
- duna54
- unns
- skjolid
- kaffikelling
- heidamagg
- heidathord
- lehamzdr
- oliskula
- fjallkona1
- gattin
- sur
- hugskotid
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jú ég er nú á góðum stað fyrir svona hobbý heyri sjaldan svoleiðis þyki víst lítið móttækileg fyrir því ánægð með það
Erna Evudóttir, 1.5.2010 kl. 09:10
Erna mín: Og færðu ekkert að vera með ?Eins með mig... en það er bara af því að mann langar ekki til að vera með
Jónína Dúadóttir, 1.5.2010 kl. 09:17
Ég fékk þá umsögn þegar ég var tvítug frá mann heima að hann þekkti engan sem væri eins lítið fyrir að tala illa um fólk eða velta mér uppúr málum annarra, eins og mig, ég var svo stolt að ég hef haft þetta svona allt mitt líf. Hef aldrei þurft á því að halda að hefa sjálfa mig upp á kostnað annarra. Við erum einstakar þú og ég. Love U girl.
Ásdís Sigurðardóttir, 1.5.2010 kl. 11:28
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 1.5.2010 kl. 12:02
Ásdís mín: Það er sannarlega góð umsögnEf við erum heilbrigt ánægð með sjálf okkur þá nægir það baraVið erum einstakar já og I love u 2
Jónína Dúadóttir, 1.5.2010 kl. 16:19
Ragna mín: Takk mín kæra og til þín líka
Jónína Dúadóttir, 1.5.2010 kl. 16:19
Sumir eiga að því er virðist, svo ömurlegt líf að þeir þurfa að lifa annarra Ég hef verið í kringum fólk sem er svo lifandi í öðrum að það hringir út í bæ til að spyrja um eitthvað sem það hefur frétt. Og bara verður að ná í meiri "fréttir" hvort sem að það er fótur fyrir þeim eða ekki. Svo hringir það í næsta mann og bullar og líður vel með það. Ég var svo græn að ég hélt að svona gerði maður ekki, en svona gerir maður greinilega
Birna Dúadóttir, 2.5.2010 kl. 12:10
Birna mín: Við eru þá í sama græna litnum...Já fólk sem gerir svona hlýtur að lifa ömurlegu lífi fyrst allt er betra og áhugaverðara en þess eigið líf... greyin....
Jónína Dúadóttir, 2.5.2010 kl. 15:18
Já slúður, ég hef einfaldlega of mikið að gera eða of lítinn tíma til að geta lifað svona fyrir annað fólk. Á nóg með sjálfa mig sko. Ég vil heldur reyna að laða fram það jákvæða og góða í kring um mig. En ef einhvern langar að segja mér svoleiðis sögu, þá opna ég annað eyrað og svo fer það út hinu megiinn, og ég segi bara já er það, nú og svo framvegis. Svo það er eiginlega ekkert gaman að segja mér svoleiðis sögur. Slúðrar verða nefnilega að fá viðbrögð á sögurnar, annars er ekkert gaman að segja þær.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.5.2010 kl. 16:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.