Hæ :-)

Langt síðan ég hef komið inn hérna ! Enda enginn tími til að hanga í tölvu og líka svo mikið og margt að gerast að ég hef ekki undan að skrifa það allt... þarf að hafa mig alla við að njóta þess baraGrin  Vorið er komið, vinnan mín er skemmtileg þó það sé mikið að gera á köflum og einkalífið blómstrar sem aldrei fyrrWhistlingÍ fyrsta skipti í ég veit ekki hvað mörg ár er ég í 3 daga helgarfríi um Hvítasunnuhelgina... frábært ! Tengdadóttir mín er með litlurnar mínar úti í Sviss þessa dagana, þær fóru á laugardaginn og verða í tvær vikur úti að hitta oma og opa og alla móðurfjölskylduna sínaJoyful  Auðvitað sakna ég þeirra en ég er sko heppni aðilinn í þessum barnabarnabisness... sonur minn og tengdadóttir kusu að búa á Íslandi en ekki í Sviss... það var ekkert sjálfgefiðInLove

Við erum á fullu að klára sólpallinn okkar stóra... erum búin að tvöfalda veggina og byrjuð að setja flétturnar uppá efst og eitt ljósið af þremur komið á sinn staðSmileAð vísu er gamli meira í þessu þessa vikuna af því að ég er að vinna á kvöldin... fer að vinna rétt áður en hann kemur heimToungeAnnars er engin regla á þessum vöktum hjá mér núorðið, fluttist á milli skjólstæðinga um daginn... minn "aðal" flutti á dvalarheimili og þar með var ekkert meira með mig að gera hjá honum. En það er nóg eftirspurn eftir þjónustu okkar svo ég hef nóg að gera, ég gegni hinu virðulega starfsheiti Þeytipíka í sumarLoLEr í aðlögun á öllum þjónustustöðvunum í bænum og utanbæjar líka, svo það verði hægt að senda mig hvert sem er hvenær sem er í afleysingar ! Það er svolítið erfitt stundum en samt alveg hrikalega gamanGrin

Fór af stað um daginn og ætlaði að kaupa mér hjól, en hætti við... kaupi mér ekki hjól á 40-60 þúsund... og eina notaða hjólið kostaði 20 og leit ekki út eins og neitt sem ég gat hugsað mér að ferðast um á.... En ég gefst ekkert upp, gefst aldrei upp sko... Wink

Eigið góða daga elskurnar.... skjáumst næst þegar ég hendist hingað innSmileHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gaman að heyra að þú hefur það gott elskan, njóttu lífsins sem best, það er til þess. knús í hús

Ásdís Sigurðardóttir, 18.5.2010 kl. 17:06

2 identicon

Þeytipíka Þetta er með því betra sem ég hef heyrt.Ég geng undir nafninu Öskubuska þessa dagana og ber nafn með rentu.Knús í kærleikshús.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 18.5.2010 kl. 18:08

3 Smámynd: Erna Evudóttir

Já pant sitja á efri hæðinni á sólpallinum þegar ég kem

Erna Evudóttir, 18.5.2010 kl. 19:32

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásdís mín: Takk mín kæra og knús í þitt hús líka

Jónína Dúadóttir, 18.5.2010 kl. 20:32

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ragna mín: Já mér verður þeytt út um allt í afleysingum í sumarKnús í þitt hús líka Öskubuska mín

Jónína Dúadóttir, 18.5.2010 kl. 20:34

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Erna mín: Efri hæð hvað....? Ég sem var búin að taka frá alla þriðju hæðina bara fyrir þig

Jónína Dúadóttir, 18.5.2010 kl. 20:35

7 Smámynd: Erna Evudóttir

Ok en hvað er uppi ?

Erna Evudóttir, 18.5.2010 kl. 21:30

8 Smámynd: Birna Dúadóttir

Ég ætla að panta neðstu hæðina, ég er nebblega svo lofthrædd

Birna Dúadóttir, 18.5.2010 kl. 21:45

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Erna mín: Efri hæðin

Jónína Dúadóttir, 18.5.2010 kl. 22:22

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Birna mín: Ok kjallarinn fyrir þig kjúklingurinn minn

Jónína Dúadóttir, 18.5.2010 kl. 22:23

11 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Þeytipíka  flottasta starfsheiti sem ég hef heyrt  Það er gott að þú gefst ekkert upp, það er góð regla!

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 28.5.2010 kl. 20:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband