... hvort samkynhneigðir eigi að fá að gifta sig í kirkju eða bara alls ekki... Vitiði... ég skil ekki að það skuli þurfa að ræða það eitthvað sérstaklega...Ekki það að ég sé svo biblíufróð og endilega leiðréttið mig ef ég hef rangt fyrir mér, en er ekki einhversstaðar skrifað í þeirri ágætu bók Biblíunni að allir séu jafnir fyrir Guði ? Og hvað þýðir það ? Að ALLIR séu jafnir fyrir Guði, að hann líti með sömu velþóknun á allt fólk... eða er ég kannski bara að misskilja þetta svona hrapalega ? Segjum sem svo að ég sé nú ekki að misskilja þetta og það standi þar að ALLIR séu nú jafnir fyrir hans hátign... af hverju er þá fullt af fáránlega fáfróðu fordómafullu fólki að reyna að mótmæla hans ákvörðun ? Hm... svarar sér eiginlega sjálft eða er það ekki... það er auðvitað vegna þess að það er fáránlega fáfrótt og fordómafullt...........
Að líta á hjónaband sem einhverskonar "kassa" utan um bara karl og konu, þar sem þau eiga eingöngu að búa til börn og stofna heimili er löngu orðið úrelt... það úrelti sig sjálfkrafa fyrir svo ofsalega löngu síðan...Ef ég skyldi nú einhvertímann gifta mig þá væri það svo sannarlega alls ekki til þess að fara að búa til börn... ég er nefnilega löngu komin úr barneign og mætti ég þá nokkuð gifta mig, af því að ég ætla sko ekkert að fara að búa til börn ?Er fólk bara að gifta sig til þess að fara að búa til börn ? Er það eitthvað skilyrði að fólk búi til börn þegar það er búið að gifta sig ? Það er alltaf hægt að búa til börn, með eða án giftingar sko... og það vita nú allir
Er fólk ekki að fatta alveg þetta með samkynhneigðina ? Samkynhneigt fólk er fólk... eins og ég og eins og þú... fólk sem finnur sér lífsförunaut sem það elskar og vill eyða lífinu með og gifta sig og eignast börn með... kannski ekkert endilega í þeirri röð, ekkert frekar en við "hin gagnkynhneigðu" sko Mér finnst þetta sára einfalt og hefur alltaf fundist það, ég sé ekki að neinum komi við hvað ég geri undir sænginni minni og ég get svo svarið það, að mér er alveg nákvæmlega sama hvað annað fólk gerir undir sænginni sinni... málið dauttOg ef Jón og Jón eða Gunna og Gunna, hafa einhvern áhuga á að gifta sig í kirkju bara svona rétt eins og Jón og Gunna, þá meiga þau bara gera það, öllum öðrum algerlega að meinalausu ! Hvað gæti mögulega gerst ? Farið að gjósa ? Neibb... gýs hvort sem er... Mundu öll hjónabönd gagnkynhneigðra fara fjandans til ? Neibb þau gera það hjálparlaust nú þegar... Ég hef ekki hugmyndaflug í að láta mér detta í hug hvað gæti mögulega gerst við það... kannski er það bara vegna þess að það mundi ekkert gerast nema það að samkynhneigt fólk mundu gifta sig í kirkju bara eins og allir aðrir sem hafa áhuga á því að gifta sig í kirkju... púnktur og bastaSkil ekki hvernig fólk nennir að vera að gera mál úr engu... frekar að fá sér sitt eigið líf og hugsa um það og láta aðra í friði... lifa sínu eigin lífi en ekki annarra... Og það er ráðleggingin inn í daginn, vikuna, mánuðinn, árið og öldina...
Bloggvinir
- jokapje
- rannug
- jonhans
- jogamagg
- ammadagny
- hneta
- asthildurcesil
- olapals
- heidihelga
- brylli
- juljul
- naflaskodun
- majaogco
- jyderupdrottningin
- ollana
- skrifa
- tofraljos
- stafholt
- ringarinn
- tigercopper
- engilstina
- himmalingur
- einari
- linka
- duna54
- unns
- skjolid
- kaffikelling
- heidamagg
- heidathord
- lehamzdr
- oliskula
- fjallkona1
- gattin
- sur
- hugskotid
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það að vera jafnir fyrir Guði en ekki það sama og að vera jafnir fyrir þeim sem lesa Biblíuna. Svo er hægt að túkla margt á marga mismunandi vegu. Mikið eigum við gott þessi einföldu að trúa bara á hið fallega og góða.
Anna Guðný , 25.5.2010 kl. 01:55
Anna mín: Eins og talað út úr mínu hjarta
Jónína Dúadóttir, 25.5.2010 kl. 05:50
Sammála Önnu, einfalt er gott Látum hina bara vera vitlausa
Birna Dúadóttir, 25.5.2010 kl. 13:27
Sammála öllum ræðumönnum
Erna Evudóttir, 25.5.2010 kl. 13:46
Þið eruð nú líka svo eðlilegar
Jónína Dúadóttir, 27.5.2010 kl. 15:24
Það á ekki að þurfa að ræða þetta!
Jóhanna Magnúsdóttir, 27.5.2010 kl. 21:08
Jóhanna mín: Nákvæmlega
Jónína Dúadóttir, 28.5.2010 kl. 08:05
Ég hef bara aldrei skilið af hverju fólk er að blanda saman trúarbrögðum og giftingum, það er ekki eins og æðri máttur hvers og eins hafi verið að skipta sér mikið af því hverjum fólk giftist....
Diana (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 08:14
Ég sé bara ekkert athugavert við það að fólk gifti sig, ef það gerir það af fúsum og frjálsum vilja, sama hvort það eru samkynhneigðir eða gagnkynhneigðir..
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 28.5.2010 kl. 20:19
Ég er svo hrikalega sammála ykkur og greinin þín er frábær. Bara ef við værum öll jafn fordæmalaus. Knús og kærleikur til þín VILTU GIFTAST MÉR???? æ sorry við Bjarni erum gift en gleymdum að eignast börn.
Ásdís Sigurðardóttir, 29.5.2010 kl. 11:50
Þetta er alveg hárrétt hjá þér Jónína mín. En málið er að misskiliningurinn er eingöngu prestanna, þú veist þessa sem prédika í kirkjunum að fórdómar séu ekki góðir. Þeir tala um jafnrétti bræðralag og að allir eigi að vera hvor öðrum góðir. 'Eg hef löngum furðað mig á tvískinnungnum sem þessir menn hafa, þeir tala í eina átt og haga sér svo allt öðru vísi. Prestar og lögfræðingar eru margir hverjir mestu lygararnir afsakið orðbragðið, en þeir hafa lifibrauð sitt af að skrökva að fólki. Þó þeir vissulega viti betur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.6.2010 kl. 07:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.