Hér er sól dag eftir dag... lesist: alveg tvo daga í röð... og það er yndislegtStóri sólpallurinn er tilbúinn... búið að smíða allt sem hægt var að smíða, bera á hann líka og komin blóm út um alltÉg er bara með blóm í döllum en engin blómabeð, er ekki svo dugleg... gamall vani líka frá því að ég vann myrkranna á milli og fannst ég ekki hafa tíma í svoleiðis... ef ég er með eitthvað þannig vil ég geta sinnt því almennilega og ef ég get það ekki þá sleppi ég því frekar... nú orðið bara nenni ég því ekki... einfalt málEr samt með eitt runnabeð, meðfram gangstéttinni út við götuna og það var orðið þannig um daginn að annaðhvort varð ég að fara og reyta úr því eða hreinlega setja það í umhverfismat... En ég tók mig til og hreinsaði það og er að fara í það aftur núna á eftir. Fór svo og keypti hitamæli um helgina og pallurinn er svo skjólgóður að það var 35 stiga hiti þar í gær og fyrradag... eiginlega klikkun, en alveg yndisleg klikkun
Búin að taka margar ákvarðanir um sjálfa mig og mitt líf undanfarið... sumar góðar, aðrar sjálfsagt ekki eins góðar en það kemur þá bara í ljós... eiginlega skilorð í gangi skoAlveg komin með það á hreint að sumt fólk er einfaldlega fíbbl... og ég get ekkert gert við því, hætti bara að umgangast það... mín vegna...Og er líka alveg hætt að þykjast nokkuð með það... enda er það ekki góð rússneska og fer illa með mig og það má auðvitað ekki Í alvöru talað... ef ég þarf ekki að umgangast fólk sem mér líkar ekki við, þá geri ég það bara ekki og ekkert meira með það
Annars ferlega góð inn í fínan dag og stutta vinnuviku og búin að sjá að það er alveg hægt að venjast því að vera í helgarfríi margar helgar í röðStefnir í þriðju fríhelgina í röð, en svo er ég að vinna 17. júní og líka helgina þar á eftir... en það er allt í lagiSumarfríið mitt er í styttra lagi þetta sumarið, kom í ljós að ég hafði fengið allt of langt frí í fyrra... en ég hef barasta alls engar áhyggjur af því... raða vöktunum þannig að ég fæ fleiri þriggja daga helgarfrí og tek svo viku og viku í einu af og til í sumar og haust
Hætti núna og fer út í sólina... að hreinsa runnabeð ! Eigið góða daga... við skjáumst þegar ég dett hérna inn næst...
Ekki alveg hætt... set inn myndir á eftir...
Bloggvinir
- jokapje
- rannug
- jonhans
- jogamagg
- ammadagny
- hneta
- asthildurcesil
- olapals
- heidihelga
- brylli
- juljul
- naflaskodun
- majaogco
- jyderupdrottningin
- ollana
- skrifa
- tofraljos
- stafholt
- ringarinn
- tigercopper
- engilstina
- himmalingur
- einari
- linka
- duna54
- unns
- skjolid
- kaffikelling
- heidamagg
- heidathord
- lehamzdr
- oliskula
- fjallkona1
- gattin
- sur
- hugskotid
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Farðu vel með þig dúllan mín og njóttu sólarinnar.
Ásdís Sigurðardóttir, 8.6.2010 kl. 11:39
Sólarkveðjur
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 12:38
Já sko kominn tími á beðið fólk var örugglega farið að hætta að ganga framhjá húsinu bara útaf essu með illgresinu í beðunum
Erna Evudóttir, 8.6.2010 kl. 15:27
Og ég sá aldrei beðið í blóma, ok sætti mig við að sjá það arfalaust þegar ég skelli mér á pallinn hjá þér
Birna Dúadóttir, 8.6.2010 kl. 17:14
Ásdís mín: Þakka þér fyrir mín kæra og sömuleiðis
Jónína Dúadóttir, 9.6.2010 kl. 07:34
Ragna mín: Til þín líka
Jónína Dúadóttir, 9.6.2010 kl. 07:34
Erna mín: Já og strætó hættur að keyra líka... það var svo dimmt í götunni
Jónína Dúadóttir, 9.6.2010 kl. 07:35
Birna mín: Það er líka fallegra þannig
Jónína Dúadóttir, 9.6.2010 kl. 07:41
Til hamingju með sólina!
Jóhanna Magnúsdóttir, 9.6.2010 kl. 16:45
Jóhanna mín: Þakka þér fyrir ljúfan mín
Jónína Dúadóttir, 10.6.2010 kl. 08:24
Njóttu vel. Við hér fyrir sunnan fáum enn sólarglætu af og til.
Ía Jóhannsdóttir, 10.6.2010 kl. 22:47
Ía mín: Takk mín kæra, geri það svo sannarlegaEr á meðan er, í dag er búið að rigna alltaf aðeins af og til... ekki nóg samt
Jónína Dúadóttir, 10.6.2010 kl. 23:19
Mér hefur sýnst flott í kring um þig Jónína mín. Keyri stundum framhjá. Njóttu sólarinnar, það geri ég.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 12.6.2010 kl. 20:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.