Ég er ekki að skrökva því....

... að ég hef bara ekki haft neitt til að skrifa um hérna... eiginlegaToungeNúna er ég að passa yngri sonardóttur mína Láru Rún eins árs, sem er lítill engill... sótti hana um 10 leitið, hún borðaði skyr og banana og smá afgang af kjötbúðingi frá kvöldmatnum í gær, ég lagði hana í vagninn, hún lokaði augunum... og sofnaði bara á innan við mínútu... ég er ekki einu sinni að ýkja, hvað þá skrökvaGrin

Ég sko skrökva nefnilega aldrei... en það er auðvitað haugalygiWinkÉg held ég skrökvi einhverju á hverjum einasta degi... allt árið... En það er ekki sama að skrökva og ljúga finnst mér... ég skrökva til dæmis til að láta fólki líða vel... "Jú þú ert rosa flott" (með grænar strípur í bleiku hári... ) "Jú elskan litla þetta er svooooo falleg mynd af ömmu"(eiginlega meira svona bleikt skrímsli sko... )"Já það er alveg agalega gaman að vinna hérna öll kvöld og allar helgar... " (kaupið gleður, sérstaklega eftir margar langar kvöldvaktir í röð... )WhistlingMér finnst vera munur á að skrökva og að ljúga... mér finnst ljótt að ljúga viljandi og vil ekki gera það... auk þess kemst það alltaf upp svo ég nenni ekki að vera að leggja það á mig. Pabbi minn "braut mig niður" að því leiti þegar ég var unglingur... ég var að reyna að ljúga í hann að mig vantaði peninga fyrir skólabókum... á miðjum vetri, þegar mig vantaði fyrir sígarettum...HaloHann sagði blákalt upp í opið geðið á mér að ég kynni þetta bara ekki, hefði alls enga hæfileika á þessu sviði og ætti að leggja eitthvað allt annað fyrir migCoolSvo glottum við bæði og ég bað hann um pening... fyrir sígarettum, hann lét mig oftast hafa peninga eftir það, ef ég bara reyndi ekki að ljúga í hannLoLÉg skrökva líka um jóla og afmælisgjafir og það má alveg, það er eiginlega skylda skoJoyful

Á móti kemur að mér finnst líka agalega vont þegar er logið í mig, viljandi... af ásettu ráði. Mér líður eins og sé verið að kasta í mig drullu... eins og viðkomandi láti sem ég sé eitthvað ómerkilegt fyrirbæri sem skiptir ekki máli...FrownÉg veit alveg að ég er það ekki, en mér getur sárnað að finna að ég teljist ekki meira virði en það, sérstaklega ef viðkomandi skiptir einhverju máli í lífi mínu...PinchMér finnst það barasta verulega andstyggilegt og ég gæti ekki hugsað mér að koma svo ómerkilega fram við nokkra þá manneskju sem mér er hlýtt til... og geri ekki, þegi þá frekar ef það er í boði. Það er mjög erfitt að umgangast fólk sem sér ekkert athugavert við að ljúga... ég þarf að geta treyst fólki sem ég umgengst, en það getur reynst þrautin þyngri þegar ég veit aldrei hvort það er að ljúga eða segja satt... og þegar það veit það kannski ekkert endilega sjálft heldur...Devil

En... hér er búið að vera gestkvæmt í dag, yndislegt fólk af öllum stærðum og gerðum... fólk sem gefur lífi mínu gildi... og það er sko engin lygi !!! GrinInLoveHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Bros inn í daginn þinn!

Jóhanna Magnúsdóttir, 21.6.2010 kl. 18:04

2 identicon

Knús og bros.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 22.6.2010 kl. 14:40

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Vona að allt sé í góðu standi hjá þér dúllan mín

Ásdís Sigurðardóttir, 22.6.2010 kl. 16:02

4 Smámynd: Birna Dúadóttir

Fannst þér hárið á mér semsagt ekkert flott

Birna Dúadóttir, 26.6.2010 kl. 20:53

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús á þig kæra vinkona.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.7.2010 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband