... er alltaf á leiðinni eitthvert... kemst svo sjaldan á leiðarenda... líklega af því að ég kem mér ekki af stað...Leti, leti og leti er eiginlega það sem hrjáir mig þessa dagana... annars ferlega góð Búin að fá að vita að ég er með eitthvað í höfðinu...Fór alltaf af og til í rannsóknir á árum áður af því að ég er með eitthvað sem læknirinn minn vildi ekki meina að væri mígreni... af því að það dugðu engar mígrenitöbblur á þaðKannski hefði það gert líf hans meira spennandi að finna þetta æxli í hausnum á mér sem hann var alltaf að leita að.... nei djókHann fann aldrei neitt svoleiðis og ég fór alltaf út frá honum með vottorð um að ég væri alls ekki með neitt í höfðinu... undir öðrum kringumstæðum hefði kvenremban ég alls ekki tekið svoleiðis ummælum velÉg fór núna um daginn í segulómtækið og hausinn á mér var enn til skoðunar... fór svo sem ekkert illa um mig þennan klukkutíma nema fyrir tvennt, ég var með nál í handleggnum og það var vont og þurfti svo að hlusta á Rás 2 (fyrir hádegi) og það var verra...Jæja, doksi hringdi svo og sagði mér að ég væri með einhverja hnúta á heyrnartauginni vinstra megin og þeir þrengja að þannig að ég heyri ekki nógu vel og ef þeir eru ekki fjarlægðir endar það með að ég missi heyrnina alveg á vinstra eyra. Ég:Hm... jæja góði og hvað á að gera í því ? Dr: Ja sko það er mjög stór aðgerð ef á að fjarlægja þetta þannig... en í Svíþjóð er þetta fjarlægt með geislum, hafa víst stundað það í einhverja áratugi þar. Ég:Nú, er þetta ekki líka gert hérna ? Dr:Neineineineinei... þú verður að athuga það að þetta er mjög svo sjaldgæft... Ég:Nú já já, þá auðvitað líður mér miklu betur, það er að sjálfsögðu miklu flottara að hafa eitthvað sem er svo sjaldgæft að það er bara einn læknir í útlöndum sem kann að taka það... og hann er vonandi á lífi ennþá... ?Dr. fannst ég ekkert fyndin held ég og sagði mér frá ungum lækni sem hafði unnið við þetta í Svíaríki og hefði flutt heim fyrir einhverjum árum og byggi núna í Borg óttansHann ætlar að hafa sambandi við þennan heimflutta fræðing í heyrnartaugahnútageislun og vonandi verður það fljótlega... helst á meðan ég get ennþá heyrt með sæmilegu móti hvað hann segir í símannEn svo má nú líka alltaf senda mér bara póst.....
Gaman að bulla hérna, óska ykkur alls góðs inn í dagana og við skjáumst... næst
Flokkur: Bloggar | 19.8.2010 | 08:33 (breytt kl. 08:36) | Facebook
Bloggvinir
- jokapje
- rannug
- jonhans
- jogamagg
- ammadagny
- hneta
- asthildurcesil
- olapals
- heidihelga
- brylli
- juljul
- naflaskodun
- majaogco
- jyderupdrottningin
- ollana
- skrifa
- tofraljos
- stafholt
- ringarinn
- tigercopper
- engilstina
- himmalingur
- einari
- linka
- duna54
- unns
- skjolid
- kaffikelling
- heidamagg
- heidathord
- lehamzdr
- oliskula
- fjallkona1
- gattin
- sur
- hugskotid
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 173098
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æ, æ þetta voru ekki góðar fréttir og ég vona bara að þú fáir góða umönnun hér heima. Get bent þér á einn góðan Aron held að hann sé Björnsson, tauga og heilaskurðlæknir. Hann tók minn í gegn svo hann gat farið að dansa daginn eftir. Gangi þér vel. Ía.
Ía Jóhannsdóttir, 19.8.2010 kl. 10:14
Love your bull darling
Ásdís Sigurðardóttir, 19.8.2010 kl. 10:18
Haha forréttinda p.... sem þú ert
Birna Dúadóttir, 19.8.2010 kl. 13:30
Ía mín: Verra gat það nú verið samtÞakka þér fyrir mín kæra og gangi þér líka vel
Jónína Dúadóttir, 19.8.2010 kl. 14:10
Ásdís mín: Þakka þér og sömuleiðis darling
Jónína Dúadóttir, 19.8.2010 kl. 14:10
Birna mín: Já finnstérekki...
Jónína Dúadóttir, 19.8.2010 kl. 14:11
Ja flest gerir fólk nú til að komast í utanaldsferðir:-) Gangi þér vel Ninna mín og góðan bata! - Kveja í hálfheyrnarlausan Heiðardalinn
Þorsteinn Gunnarsson, 19.8.2010 kl. 15:42
Ææ dúllan mín. Vonandi hefur sérfræðingurinn samband fljótt svo þú getir losnað við þetta. Gangi þér vel með þetta
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 20.8.2010 kl. 11:56
Gangi þér vel ljúfan.;)
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 21.8.2010 kl. 19:43
Takk fyrir heimsókina í dag og njóttu vel.
Anna Guðný , 21.8.2010 kl. 22:46
Steini minn: Ha.......... varstað segja eitthvað ?Bestu kveðjur til baka
Jónína Dúadóttir, 22.8.2010 kl. 07:28
Sigrún mín: Já vonandi bara, illu er best aflokiðÞakka þér fyrir mín kæra
Jónína Dúadóttir, 22.8.2010 kl. 07:29
Ragna mín: Þakka þér Eyjapæjan mín
Jónína Dúadóttir, 22.8.2010 kl. 07:30
Anna mín: Takk fyrir móttökurnar og allt annað sem fylgdiSvo er ég hérna á brekkunni sko og á alltaf kaffi og eftir daginn í dag líka kleinur
Jónína Dúadóttir, 22.8.2010 kl. 07:32
Vonandi kemstu í geislameðferð í Svíþjóð Jónína mín. Það er allt til vinnandi til að halda heyrninni. Hafði það sem best og gangi þér allt í haginn. Knús.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.8.2010 kl. 10:07
Ásthildur mín: Já það vona ég líka, mig langar ekki að vera heyrnarlaus Hafðu það líka sem best mín kæra og knús til baka
Jónína Dúadóttir, 25.8.2010 kl. 06:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.