Hæ þið... long tæm nó sí...

Var að lesa frétt um fjölskylduhjálpina í borginni... þar er búið að opna aftur eftir sumarfrí !!! Ég er svo heimsk að ég hélt að þarna væri fólk að vinna sjálfboðavinnu... og þá hlypu aðrir sjálfboðaliðar í skarðið ef einhver gæti ekki sinnt þessu... WounderingEr fólk á kaupi þarna og fer í lögboðin sumarfrí ? Er þá ekki hægt að fá afleysingafólk ? Fer maginn í svöngu fólki á öllum aldri í sumarfrí líka svona einn mánuð ári... ? Nei reyndar ekkiGetLostÞað var komin löng biðröð þar fyrir utan í morgun... löngu fyrir opnun... Crying

Það er eitthvað að þegar fólk þarf að bíða í röðum eftir því að fá gefins mat... og hinar og þessar nauðsynjar. Svo bendir hver á annan... nei það er ekki í verkahring sveitarfélaganna að gera neitt í þessu, það eru allir hinir sem eiga að gera eitthvað í þessu... allir hinir svara nákvæmlega einsSick  Svo koma hálaunahimpigimpin sem þurfa ekki að hafa áhyggjur af máltíðum morgundagsins, í röðum og segja að það verði að gera eitthvað í þessu, svona plástrar eins og fjölskylduhjálpin sé engin langtímalausn... ShockingÞað er auðvitað alveg rétt, þetta er engin langtímalausn en svangt fólk með svöng börn bíður ekki eftir langtímalausnum, það drepst nefnilega úr hungri á meðan hálfvitarnir ykkar... Pinch 

Ok, ætla ekkert að rífast meira... má ekki vera að því, ég er nefnilega svo lánssöm að hafa vinnu og verð því líklega að mæta í hanaWink

Sjáumst seinnaSmileHeart 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott hjá þér Ninna mín bæ gamli

einar geirdal (IP-tala skráð) 20.9.2010 kl. 11:48

2 Smámynd: Birna Dúadóttir

Amm þetta er ferlega fáránlegt. Eftir að þessi "úrræði" fóru í sumarfrí, var talað við í sjónvarpinu, konu hjá velferðar-eitthvað hjá Reykjavíkurborg. Hún sagði að þetta yrði örugglega í lagi, fólkið (það matarlausa) myndi örugglega bara forgangsraða örðuvísi, í sumar. Mig langaði bara til að kasta einhverju í hana, þú forgangsraðar ekki hungri hjá börnunum, eller hur  Hyski, pakk og lýður

Birna Dúadóttir, 20.9.2010 kl. 12:34

3 identicon

Óhreinu börnin hennar Evu er úti um allt í þjóðfélaginu okkar

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 20.9.2010 kl. 12:37

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Einar minn: Þakka þér

Jónína Dúadóttir, 20.9.2010 kl. 15:20

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Birna mín: Já einmitt, forgangsraðar það bara öðruvísi ? Ef það væri það eina sem þyrfti þá væri engin biðröð þarna... þessi kona er vanviti

Jónína Dúadóttir, 20.9.2010 kl. 15:22

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ragna mín: Já því miður

Jónína Dúadóttir, 20.9.2010 kl. 15:23

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott að sjá þig aftur.  Þú veist að Davíð Oddsson sagði að biðraðirnar væru bara ríkt fólk sem væri að ná sér í aukabita

Þetta er annars allt hið skelfilegasta mál.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.9.2010 kl. 22:35

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásthildur mín: Takk og sömuleiðisJá sagði blessað fíbblið það... margur heldur mig sigEn ég veit alveg að það er svindlað á öllu svona, það eru auðvitað svartir sauðir allsstaðar 

Jónína Dúadóttir, 22.9.2010 kl. 08:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband