Aldrei þessu vant...

... þá settist ég upp í flugvél, í fyrradag... ferðinni var heitið til borgarinnar í læknisheimsóknir. Alveg jafn spennandi og það hljómar sko...SleepingNei nei ekkert svo slæmt enda fékk ég að fljúga sem mér finnst yndislegasti og eðlilegasti ferðamáti sem ég þekki...InLove

Ég heyri ekki nógu vel með vinstra eyra svo ég fór til Háls-nef og eyrnalæknis í ágúst. Hann sendi mig í segulómmyndatöku og hringdi svo í mig þegar hann var búinn að skoða myndina. Hann hafði fundið eitthvað í höfðinu á mér...W00t "Já... ég vissi nú að ég væri með eitthvað í höfðinu sko"Whistling  Honum fannst ég ekkert fyndin...Pinch Nei, hann fann æxli sem er að skemma heyrnartaugina, mjög sjaldgæft og fágætt og sem hann hafði bara séð einu sinni áður... ShockingEn það er hægt að fjarlægja það með aðgerð eða geislun... í Svíþjóð ! Honum fannst ég heldur ekkert fyndin þegar ég sagði að það væri nú svo sem auðvitað að ég hefði þurft að ná mér í eitthvað sem er svo sjaldgæft og fágætt að það er bara einhver einn læknir í útlöndum sem getur lagað það... hvort þessi læknir væri ekki örugglega enn á lífi ?Tounge  

Þessi ferð var í raun alger óþarfi...GetLost Fór fyrst í Heyrnar og talmeinastöðina, sem hefði getað beðið þangað til þau koma norður næst, sem þau gera alltaf annað slagið. Þau hefðu svo getað sent niðurstöðuna til heilaskurðlæknisins sem ég fór til eftir hádegið... jafnvel í tölvupósti bara, það kostar lítið sem ekkert... hann þurfti bara að fá að vita hvernig ég kæmi út í talgreiningu...Woundering

Doktor Heili hefði svo bara getað hringt í mig... við skoðuðum að vísu segulómmynd sem var tekin í ágúst og hann sýndi mér hvar meinið er og hvað er hægt að gera og hvað ekki... ég hefði alveg eins getað skoðað þessa mynd hér heima, hún var tekin hér... Hefði líka getað sagt honum í síma að ég vildi ekki fara í aðgerð sem gæti orðið til þess að ég lamaðist vinstra megin í andlitinu, var sko löngu búin að ákveða þaðWinkHann sagðist vilja fá aðra mynd og það ætti að taka hana í febrúar og þá ætti ég líka að fara í heyrnarmælingu... hvort ég gæti ekki komið þá ? W00tÉg sagði nei... það væri of dýrt, bæði fyrir mig og Tryggingastofnun, auk þess sem við ættum svona tæki fyrir norðan sko... og kynnum meira að segja að nota þau... DevilHann horfði svolítið hissa á þessa ótrúlega nísku, hrokafullu sveitakerlingu og það hummaði bara eitthvað í honumGrin

Sko Tryggingastofnun borgar fyrir mig flugið... 25 þúsund kall, fyrir dútl sem hefði auðveldlega verið hægt að framkvæma fyrir brotabrot af þeirri upphæð, bara með smáskipulagningu. Hvað skyldu vera farnar margar svona tilgangslausar ferðir á hverju ári ? Þarna væri til dæmis hægt að spara helling... held bara að liðið nenni einfaldlega ekki að hugsa um það, fyrst það er ekki að borga þetta beint úr eigin vasa... GetLost

Mér leiddist samt ekkert, það var sól og yndislegt veður... og ég var með góða bók með mér... þetta var nú líka ekki langur tími... lenti í Reykjavík rúmlega 9 um morguninn og fór aftur heim með kaffivélinniCool

"Aldrei fór ég suður..." hvað.... ?LoL

Annars bara góðGrinEigið dásamlega daga elskurnar, þangað til næst...SmileHeart

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Er þetta ekki það sem þeir vilja til að "spara" hjá heilbrigðiskerfinu  hætta allri þjónustu á landsbyggðinni og færa hana til Reykjavíkur. Andsk...vitleysa  En hjúkket að þú skulir hafa eitthvað í hausnum  En ef þetta reynist vera æxli, þarf þá ekki að fjarlægja það? Ég vona svo innilega að þetta komi allt saman vel út. Knús í þitt hús

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 12.11.2010 kl. 11:35

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú ert dásamleg, svona sögu á að birta í blöðunum, nægjusemi er eitthvað sem þarf að innleiða sem víðast í kerfi. Love U girl  þessi svör þín við doksa minna mig á sögu af vinkonu minni (Dalvíkingur) hún var lögð inn á bráðadeild á Borgó og á meðan doksi blaðaði gegnum gögnin var hjúkka að spyrja hana um ýmislegt, hún spurði t.d. reykirðu? já sagði mín kona, mikið? já, hvað mikið?  ja, ekki nóg sagði mín  -   hvað meinarðu?? nú alltaf þegar ég er búin með rettuna þá langar mig í aðra, hjúkkan strunsaði út og doksi brosti í kampinn. 

Ásdís Sigurðardóttir, 12.11.2010 kl. 12:27

3 identicon

Elsku vina.Gangi þér vel í öllu þessu.Kærleikskveðjur í bæinn fagra

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 12.11.2010 kl. 12:58

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sigrún mín: Jújú, ég veit nú ekki hvurs lags jólakálfar það eru sem geta virkilega séð einhvern sparnað í svoleiðis Þarna þetta æxli sko verður líklega stoppað með geilsun bara af því að ég er ekki tilbúin til að fara í aðgerð þar sem andlitstaugin getur auðveldlega farið í sundur og helmingurinn af andlitinu lamast... það getur alveg lagast en svo kannski ekki... tek ekki sjensinnTakk elsku vinkona, þetta verður allt fínt og knús til baka

Jónína Dúadóttir, 12.11.2010 kl. 15:55

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásdís mín: Elska þig líkaFlott þessi vinkona þín og læknirinn líka að hann skuli hafa húmor eða öllu heldur leyfa sér að nota hannJú á mörgum sviðum er ég nægjusöm og svo líka fer allur svona óþarfi í taugarnar á mér

Jónína Dúadóttir, 12.11.2010 kl. 15:57

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ragna mín: Þakka þér fyrir elsku Eyjapæjan mín og bestu kveðjur til baka

Jónína Dúadóttir, 12.11.2010 kl. 15:58

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

 húmorinn kemur manni alla leið

Ásdís Sigurðardóttir, 13.11.2010 kl. 15:21

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einmitt svona er þetta Jónína mín, og við eigum víst bara að þegja og hlýða.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.11.2010 kl. 18:39

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásthildur mín: Ég hlýddi núna af því að ég vissi ekki betur, en ekki aftur

Jónína Dúadóttir, 13.11.2010 kl. 23:30

10 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Gangi þér vel - þú ert aldeilis með húmorinn í lagi Jónína mín, þó eitthvað annað og vissulega alvarlegt banki á.. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 14.11.2010 kl. 12:38

11 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jóhanna mín: Þakka þér fyrirGaman að hafa húmor þó að ekki allir kunni nú að meta minn sko, en ég skemmti mér þá bara á þeirra kostnaðVeistu ég er búin að kynnast svo mörgum hetjum í gegnum vinnuna mína að mér finnst ég ekki geta verið þekkt fyrir að væla út af einhverjum svona smámunum

Jónína Dúadóttir, 14.11.2010 kl. 17:54

12 Smámynd: María Guðmundsdóttir

kann sko vel ad meta thinn húmor kona gód :D og já,hann kemur manni hálfa leid. Vona ad thetta gangi allt vel hjá thér, thú ert alger nagli:) frábær pistill kona gód:)

knús og kram .

María Guðmundsdóttir, 16.11.2010 kl. 08:06

13 Smámynd:

Hef oft sagt það - ef þú hefur ekki komið upp fyrir Elliðaár skaltu ekki reyna að skipuleggja þjónustu við þá sem þar búa    En vona annars bara að þér verði ekki meira meint en smá heyrnartap af þessu þarna æxli. Góð kveðja norður mín kæra

, 16.11.2010 kl. 09:41

14 Smámynd: Dagný

ja hérna hér - nafnið mitt kom ekki fram í athugasemdinni - en þetta er s.s. ég 

Dagný, 16.11.2010 kl. 09:59

15 Smámynd: Jónína Dúadóttir

María mín: Takk og sömuleiðis skoKnús og kram til baka

Jónína Dúadóttir, 19.11.2010 kl. 23:10

16 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Dagný mín: Innilega sammálaVerst ef þetta verður fjarlægt þá hef ég ekkert vottorð lengur um að ég hafi eitthvað í höfðinu

Velkomin aftur

Jónína Dúadóttir, 19.11.2010 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband