Skrifa ekkert um stjórnmál í dag... aldrei þessu vant... eða svoleiðisEnda nógir um það og það er vel... en það þarf líka einhver að skrifa um hvernig vorinu gengur að mæta á svæðið... og hvort sólin er of upptekin einhverstaðar allt annarsstaðar til að sýna sig hér á mínu svæðiOg líka þarf einhvern til að tjá sig um það hvernig mér og mínum líður og koma því svo til skila að ég vona að ykkur öllum líði sem allra best... það er svo margs að gæta sko
Fékk skondið símtal frá ritara Dr. Heila í stórborginni okkar... Ritarinn sagði mér að Dr. langaði að hitta mig á miðvikudaginn, 30. mars klukkan 13.20... hvort ég gæti skroppið þá ? Hm... já já, ef það verður flogið frá Akureyri þann dag, svaraði dreifbýlisbarnið. "Nú, ertu þar núna"? spurði ritarinn... Ég:"Eh... já væna mín, ég nefnilega bý þar" ! Hún er líklega bara með kennitöluna mína og svo gemsanúmerið á skrá hjá sér... og veit þá ekki betur en ég geti bara stokkið upp í strætó rétt sí svona og mætt bara af því að Dr. Heila "langar" svo að hitta migJæja... minn strætó er með vængi, það þarf að panta far með fyrirvara, hann fer ekkert ef það er vont veður og það kostar líka slatta að fá far með honum...En dreifbýlisbarnið ætlar samt að skreppa í borgina í fyrramálið og hitta Dr. Heila... af því að hann "langar" svo til þess...
Það er svo helst að frétta af vorinu og sólinni, að þau eru upptekin einhversstaðar annarsstaðar en hér á mínu svæði... svona í bili, en það stendur til bóta... og vonandi þá fyrir haustið
Ferlega góð inn í fínan þriðjudag og vona að þið séuð það líka
Farin til tannsa, bless í bili
Bloggvinir
- jokapje
- rannug
- jonhans
- jogamagg
- ammadagny
- hneta
- asthildurcesil
- olapals
- heidihelga
- brylli
- juljul
- naflaskodun
- majaogco
- jyderupdrottningin
- ollana
- skrifa
- tofraljos
- stafholt
- ringarinn
- tigercopper
- engilstina
- himmalingur
- einari
- linka
- duna54
- unns
- skjolid
- kaffikelling
- heidamagg
- heidathord
- lehamzdr
- oliskula
- fjallkona1
- gattin
- sur
- hugskotid
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 173098
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Oh gaman að lesa bloggin þín mín kæra. Já við eigum oft að vera tiltæk á nóinu þegar að kallið kemur úr höfuðborginni.Þau halda að nafli alheimsins sé í RVK.Svona smá djók.Við skiljum þetta. Knús í vorið þitt
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 29.3.2011 kl. 08:47
Ragna mín: Takk fyrir það og sömuleiðis baraJá við búum bara svona í úthverfum ReykjavíkurKnús til baka
Jónína Dúadóttir, 29.3.2011 kl. 08:55
Já vonandi er allt í lagi með heilann þinn elskuleg mín. Það er von að fólk í Reykjavík haldi að allir búi þar. Og svo er eitt sem þeir þurfa að vita að við getum pantað okkur ódýrara flug ef það er gert með fyrirvara. Þess vegna þurfum við að vita með a.m.k. hálfsmánaðafyrirvara um svona tíma.
Elli minn er hjá sérfræðingi í augnsjúkdómum, það er alltaf festur næsti tími þegar hann fer, og hann fær bara tíma þegar hann kemst í bæinn, getur bara farið inn í röðina milli fluga. Það er afskaplega virðingarvert og hugsunarsamt, enda er læknirinn kona
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.3.2011 kl. 11:16
já vonandi er allt i lagi med heilann thinn Jónina min, en ég verd ad hryggja thig med thvi ad sólin og vorid eru mjøg upptekin ..hjá MÉR ;) og ég gef thau ekki svo glatt eftir min kæra..enda búin ad vera med siberíukulda i kaffi hjá mér i svotil allan vetur..en ok..get nú alveg gefid smá med mér sko..svo ég vona nú ad thad fari ad láta sjá sig eitthvad hjá thér lika;O)
María Guðmundsdóttir, 29.3.2011 kl. 19:43
Vona að Dr. Heili fari um þig nærgætnum höndum, vinkona. Athugaðu svo hvort ríkið vill ekki styrkja þessar ferðir þínar til hans. Ég fyrir mitt leiti er alveg til í það. En ég telst víst bara 1/320.000 af ríkinu
Dagný, 30.3.2011 kl. 09:28
Ásthildur mín: Læknirinn minn er sko ekki kona
Jónína Dúadóttir, 31.3.2011 kl. 18:43
María mín: Takk fyrir að senda mér smávor, það er búið að vera hlýtt og yndislegt veður í dag
Það er allt í lagi með heilann... þarf bara að minnka hann aðeins
Jónína Dúadóttir, 31.3.2011 kl. 18:44
Dagný mín: Takk mín kæra, Dr. Heili er ágætur... ég var hjá honum í tæpar 15 mínútur í spjalli og borgaði rúmar 5000 krónur fyrir.... Ég er búin að vera í svo miklu svona fj... læknastússi það sem af er árinu að ég er löngu komin með afsláttarkort, bara ekki búin að ná í þaðOg takk mín kæra, þú færð að borga megnið af fluginu... kostaði 25 fram og til baka, ég fæ 23.500 endurgreitt...
Jónína Dúadóttir, 31.3.2011 kl. 18:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.