Víst fór ég suður... ;-)

... en bara til að hitta Dr. Heila... ferðin tók í allt 8 tíma og ég var inni hjá honum í korter...Cool Hann er voða indæll... þakkaði mér með handabandi fyrir að koma alla þessa leið til að hitta hann... sætt af honum...GetLostEins og mig grunaði hefði hann alveg eins getað hringt... en hann er kannski bara blankur greyið... korters spjall inni hjá honum kostaði 5.300 krónur íslenskar...W00tEngar rannsóknir eða neitt... enda væri ég þá farin beinustu leið á hausinn, miðað við verðlagninguna á spjallinu einu samanToungeÞað er helmingi ódýrara að fara með leigubíl frá flugvellinum og til baka þangað... og bílstjórarnir líka töluvert kjafthressari... !Wink

Hann ætlar að senda mig til Svíþjóðar í geislameðferð... meðferð er nú eiginlega heldur sterkt til orða tekið, þetta er bara eitt skipti og á að duga eitthvað... allavega í ár... Helst vill hann að þetta gerist fyrir júníbyrjun, áður en allir fara í sumarfrí þarna úti... jæja okei þá... WhistlingHann lýsti auðvitað fyrir mér hvernig þetta fer fram... það verður skrúfaður rammi á höfuðið á mér, fjórar skrúfur... en ég verð nú deyfð áður en þeir byrja að skrúfa... vá takk...ShockingEn sko "deyfð"... er það allt og sumt ??? Hvað með "svæfð" ?W00t Nei nei, enga vitleysu sko, ég þarf að vera vakandi inni í einhverju geislatæki í klukkutíma... mér er nú eiginlega strax farið að leiðast...Tounge

En... Pollýanna vinkona mín verður með í för eins og svo oft áður og ég ætla að hitta dóttur mína og tengdadóttur og stjúpdótturdóttur sem búa þarna úti...InLoveAð vísu verð ég að dunda mér þarna inni í einhverri vél í Stockholm en þær búa í Göteborg... en annaðhvort fer ég til þeirra eða þær koma til mín, nema hvorutveggja gerist bara... ég hlakka tilGrin

En akkúrat núna ætla ég að fara og þrífa bílinn minn... að utan og innanCool

Góða helgi elskurnarSmileHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hananú? Bara rétt að "skreppa"? Eins gott að PollýAnna haldi fast í hendina á þér ljúfan mín í þessu geislatæki atarna...og megi allir góðir vættir vera með þér líka! Er ekki frá því að ég verði nú bara þér þarna líka í huganum :)

Knúz á þig stelpa

Jokka (IP-tala skráð) 2.4.2011 kl. 09:50

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þér fylgja mínar bestu óskir mín kæra, megi allar góðar vættir vera með þér og vernda, með henni Pollýönnu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.4.2011 kl. 10:23

3 Smámynd: María Guðmundsdóttir

Jæja, thad er aldeilis dýrt ad spjalla i kortér! En gangi thér vel i thessu skvis, hef ekki lesid nógu mikid hjá thér undanfarid ,kann varla vid ad spyrja hvad sé ad hrjá thig ? Hafdu thad sem allra best,knús og kram.

María Guðmundsdóttir, 2.4.2011 kl. 10:54

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég legg nú til að þú biðjir um róandi líka, tími í svona tæki líður þrisvar sinnum hægar en venjulega. Gangi þér vel gullið mitt. :)

Ásdís Sigurðardóttir, 2.4.2011 kl. 13:17

5 identicon

Gangi þér vel ljúfan. Mínar kærustu bænir til þín .

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 2.4.2011 kl. 15:06

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jokka mín: Það verður gott að hafa ykkur allar meðKnús til baka

Jónína Dúadóttir, 2.4.2011 kl. 16:45

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásthildur mín: Þakka þér fyrir mín kæra

Jónína Dúadóttir, 2.4.2011 kl. 16:45

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

María mín: Það er ekkert leyndarmál... það er æxli sem er að skemma heyrnina vinstra megin. Það er ekki hættulegt, en ef það er látið í friði getur það farið að trufla eitthvað fleira þarna. Og ekki má ég nú við því

Takk skvísan mín og knús og kram til baka

Jónína Dúadóttir, 2.4.2011 kl. 16:49

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásdís: Já það er góð hugmynd... nóg leiðist mér þetta samt  Takk mín kæra... knús

Jónína Dúadóttir, 2.4.2011 kl. 16:51

10 Smámynd: Dagný

Ja dýr myndi Hafliði allur   En mikið er nú gott að þú átt hana Pollíönnu að vinkonu - þetta  væri örugglega allt mikið erfiðara án hennar. En ég mun líka senda þér góða strauma - þótt þú finnir kannski ekki eins mikið fyrir þeim 

Dagný, 2.4.2011 kl. 21:22

11 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Vonandi ferðu bara sem fyrst í þetta. Ég vona að allt gangi vel í meðferðinni. Það er ekki að spyrja að því þegar þú ert annars vegar, þá fylgir Pollýanna með ;-)

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 2.4.2011 kl. 22:09

12 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Dagný mín: Hjartans þakkir, ég finn allt svoleiðis í hjartanuSko ég vinn aðallega við að tala... en ég fæ ekki alveg svona mikið borgað fyrir það

Jónína Dúadóttir, 2.4.2011 kl. 22:51

13 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sigrún mín: Já ég vona líka að það verði hægt að klára þetta sem fyrst... má ekki vera að svona bulliJá... við Pollýanna höfum alltaf verið miklar vinkonur... það er alltaf svo miklu skemmtilegra að hafa hana með

Jónína Dúadóttir, 2.4.2011 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband