Það er eitthvað hvítt á pallinum mínum núna í morgunsárið... mér datt í hug hvort ég kæmist ekki bara upp með að láta eins og það væru hrísgrjón...Það er bara eitt í því... sólin er farin að skína og hún er að verða búin að bræða "hrísgrjónin"...
Páskafríið mitt er búið og ég skunda í vinnuna núna á eftir... maímánuður rétt ókominn... skellur á um næstu helgi... þetta er allt að koma
Fer fín inn í daginn með þá meðvituðu ákvörðun að leyfa engum að stjórna því hvernig ég lifi mínu lífi og ennfremur með þá ákvörðun að leyfa mér heldur ekkert að reyna að stjórna annarra lífi.... það verður að sjálfsögðu að vera meðFyrri ákvörðunina er auðvelt að taka en erfiðara að standa við... þetta að halda friðinn og passa að allir séu sáttir og svo framvegis, eru gamlir ósiðir sem getur verið snúið að losa sig við... en það er samt alveg hægt og alls ekkert mitt að sjá um heldur Seinni ákvörðunin er miklu minna mál og það held ég að komi einfaldlega til af minni eigin leti... ég nenni ekkert að vera að stjórna í öðrum... nema auðvitað börnunum mínum... djók En, á meðan allt gengur sæmilega vel og allir reyna að gera sitt besta þá skiptir ekki svo miklu máli hvernig fólk snýr...Ég sinni mínu og aðrir sinna þá líka bara sínu en ekki mínu... hljómar vel er það ekki ? Mér finnst það
Eigið góðan dag gullin mín
Bloggvinir
- jokapje
- rannug
- jonhans
- jogamagg
- ammadagny
- hneta
- asthildurcesil
- olapals
- heidihelga
- brylli
- juljul
- naflaskodun
- majaogco
- jyderupdrottningin
- ollana
- skrifa
- tofraljos
- stafholt
- ringarinn
- tigercopper
- engilstina
- himmalingur
- einari
- linka
- duna54
- unns
- skjolid
- kaffikelling
- heidamagg
- heidathord
- lehamzdr
- oliskula
- fjallkona1
- gattin
- sur
- hugskotid
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 173098
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 25.4.2011 kl. 10:50
Ragna mín: Knús
Jónína Dúadóttir, 26.4.2011 kl. 09:41
Ég er sem betur fer löngu hætt að tipla á tánum í kringum fólk og reyna að halda öllum sáttum, en það tók dágóðan tíma að fatta að það væri ekki mitt verk, hahaha "broskall"
Það lítur út fyrir að það sé einhver kreppa í minni tölvu því allir broskallarnir eru horfnir...??? Ætli ég sé búin að brosa of mikið..orðin kvótalaus?
:) :) :) :) :) :)
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 26.4.2011 kl. 14:40
Sigrún mín: Það er gott að fleiri eru jafn seinir að fatta og ég
Þú getur aldrei brosað of mikið... hlýtur að hafa fæðst brosandiÞeir koma aftur..... þangað til virkar alveg að skrifa bara "broskall"
Jónína Dúadóttir, 26.4.2011 kl. 19:23
Já þetta er alveg rétt ákvörðun Jónína mín. Við eigum bara að standa á okkar, og þora að vera við sjálf. Og reyna svo að leyfa öðrum að gera það sama
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.4.2011 kl. 19:35
Góð Jónína Gangi þér vel með stjórnleysið
Dagný, 26.4.2011 kl. 21:31
Ásthildur mín: Já er það ekki bara lang best...
Jónína Dúadóttir, 26.4.2011 kl. 23:27
Dagný mín: Æts... takk
Jónína Dúadóttir, 26.4.2011 kl. 23:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.