Í bréfinu stendur að "Siglinganefnd" hafi samþykkt beiðni frá Dr. Heila, um að Sjúkratryggingar Íslands greiði fyrir mig meðferð erlendis... nánar til tekið á Karolinska sjukhuset, Stockholm, Svíþjóð. Sama stofnun greiðir svo líka ferðakostnað sem og sjúkrahúsvist og einnig er samþykkt fylgd, fargjald og dagpeningar ! Og meðferðin sem ég er að fara í heitir "Gamma hnífs geislun"... hljómar eins og eitthvað úr Stjörnustríðsmynd Mér finnst nafnið á nefndinni flott... Siglinganefnd... mér dettur fyrst í hug skip og bátar Þegar ég las þetta bréf og sá allt þetta sem á að borga fyrir mig, fór ég að hallast að því að það væri líklega eitthvað að mér í höfðinu... Hingað til hefur það verið frekar óraunverulegt og ég hef nánast ekkert pælt í því... bara af og til fíflast með að það væri þó gott að geta sagst vera með eitthvað í höfðinu... en ég virðist nú vera algerlega ein um að finnast það eitthvað fyndið Ég hef engar áhyggjur... ég lýg því, það er þetta með rammann sem á að skrúfa á höfuðið á mér... það líst mér ekkert á, en hann verður trúlega tekinn af aftur og ég ætla að láta taka mynd af mér með hann... Allt annað er ég pollróleg með, enda er ég svo heppin -eins og alltaf- að það er ekkert að mér sem ekki er hægt að laga Svo á ég bara eftir að fá að vita hvenær þessi ósköp eiga að dynja yfir
Skjáumst krúttin mín
Bloggvinir
- jokapje
- rannug
- jonhans
- jogamagg
- ammadagny
- hneta
- asthildurcesil
- olapals
- heidihelga
- brylli
- juljul
- naflaskodun
- majaogco
- jyderupdrottningin
- ollana
- skrifa
- tofraljos
- stafholt
- ringarinn
- tigercopper
- engilstina
- himmalingur
- einari
- linka
- duna54
- unns
- skjolid
- kaffikelling
- heidamagg
- heidathord
- lehamzdr
- oliskula
- fjallkona1
- gattin
- sur
- hugskotid
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 173098
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég vona að Siglinganefnd ætli ekki að senda þig með árabát til Svíþjóðar. Það tæki svo langan tíma og við þyrftum að borga þér svo marga dagpeninga!!!
En það er gott að þetta sé eitthvað sem hægt er að laga :)
Er komin einhver dagsetning á ferðina?
Knús á þig skottið mitt "broskall"
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 12.5.2011 kl. 00:18
Flott að heyra Jónína mín og gangi þér sem allra best með þetta allt saman. Ég krossa fingur og tær fyrir þig. Og það er bara frábært að geta fíflast með hluti og séð ljósari punktana á hlutunum, það hjálpar manni ósegjanlega og gerir svo sannarlega sitt gagn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.5.2011 kl. 00:18
Allar vættir, Guð, Allah, Búdda og englarnir verndi þig Jónína mín.
Jóhanna Magnúsdóttir, 12.5.2011 kl. 06:29
Sigrún mín: Já það væri alveg hægt að láta sér detta það í hug með þetta nafn á nefnd Nei ég veit ekkert hvenær ég fer, en Dr. Heili vill að það sé í maí... áður en sumarfríin byrja þarna úti
Takk fyrir knúsið ljúfan mín og annað til baka
Jónína Dúadóttir, 12.5.2011 kl. 07:16
Ásthildur mín: Þakka þér fyrir Ég kann ekkert að taka öðruvísi á málunum... og langar ekkert til þess heldur
Jónína Dúadóttir, 12.5.2011 kl. 07:18
Jóhanna mín: Hjartans þakkirMeð alla þessa vætti eru mér sannarlega allir vegir færir
Jónína Dúadóttir, 12.5.2011 kl. 07:19
Jahérna hér...Siglinga...aha...áttu kannski að fara með Eimskip? ;) vonandi gengur þetta nú allt sem best og þú verðir ennþá sprækari en þú ert ;)
knúz á þig þarna í efra :)
kv Jokka
Jokka (IP-tala skráð) 12.5.2011 kl. 08:33
Jokka mín: Já ég verð sett í gám
Takk elskuleg, ég verð betri en nýKnús til baka í neðra
Jónína Dúadóttir, 12.5.2011 kl. 09:15
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.5.2011 kl. 09:17
Þú verður örugglega útskrifuð með haffærisskírteini þegar þetta er búið, fylgist með hvenær þú ferð, gangi þér allt í haginn yndið mitt.
Ásdís Sigurðardóttir, 12.5.2011 kl. 11:19
Ásdís mín: Já það líst mér vel á, er ekki með neitt svoleiðisÞakka þér fyrir mín kæra, ég leyfi þér auðvitað að fylgjast með
Jónína Dúadóttir, 12.5.2011 kl. 12:16
takk
Ásdís Sigurðardóttir, 13.5.2011 kl. 13:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.