Strápils bara... ;-)

Stundum dettur mér í hug að ég verði að fara og kaupa mér buxur... og mér sem finnst svo afspyrnu leiðinlegt að kaupa föt... FrownSest frekar niður með saumavélina og meira að segja stundum bara nál og tvinna og geri við buxur af mér... En svo kemur að því að ekkert er að verða eftir af buxunum nema tvinninn og þá einfaldlega neyðist ég...Pinch

Það kom að því hérna um daginn að ég hleypti í mig hörku, setti undir mig hausinn og hunskaðist af stað, eftir þriggja daga afsakanabull... þóttist ekki hafa tíma, var í fríi... svo mikið að gera heima, erum tvö í heimili... endilega að laga til í hillunum í þvottahúsinu, sem ég var nú hvort sem er búin að fresta allan veturinn... WhistlingNiður í bæ, æddi inn í tuskubúð og fræddi huggulega afgreiðslukonu á besta aldri um það, að mig langaði í svartar gallabuxur. "Þær eru ekki til" sagði sú huggulega... "þær eru ekki í tísku í dag" ! Ég glotti og sagði að mér væri nú alveg sama um það, ég færi bara eftir minni eigin tísku... en hvort hún ætti einhverjar gallabuxur ? "Já... bláar, þú notar ábyggilega sama númer og ég" fullyrti sú huggulega...Joyful

Ég er sko ekki beint tággrönn og hef aldrei verið tággrönn... jú einu sinni missti ég 15 kíló á 2 vikum, en þá var ég líka fárveik og mæli alls ekki með þeirri megrunaraðferð...Halo Mér sýndist nú sú huggulega vera töluvert grennri en ég, en sagði ekkert vegna þess að hún á að vita betur en ég þegar kemur að fatastærðum, hún kynni kannski bara að klæða þetta svona vel af sér...Wink

Hún rétti mér tvennar buxur, tvær stærðir og ég fór með þær í mátunarklefann... algerlega það ömurlegasta af öllu ömurlegu að máta föt skal ég segja ykkurCrying Og ég kom þeim stærri ekki einu sinni upp á lærin... W00tUrrr... hvað var konan eiginlega að pæla... er hún ekki starfi sínu vaxin eða bara hálfblind, hugsaði ég í ergelsi mínu... og steinhætti við að kaupa mér buxur... GetLostBara "nei takk, skoða fleira" og ákvað að fara næst bara í SeglagerðinaAngry

En ergelsið rann fljótt af mér af því að ég fattaði hvað sú huggulega var að pæla... hún hélt í alvöru að hún væri að byggja mig upp í sambandi við útlitið, af því að allar eigum við að vera svo grannar og spengilegar... GrinVel meint örugglega, en snerist algerlega upp í öndverðu sína þegar inn í mátunarklefann var komið og ég komst að því að buxurnar sem áttu að passa á hana líka, voru allt of litlar á mig !?! Mér leið líka alveg vel í smástund að fá að ímynda mér að ég væri svona grönn eins og sú huggulega, ég neita því ekkert...Tounge  

Búin að komast að því að Seglagerðin er ekki með útibú á AkureyriLoL

Skjáumst elskurnar... SmileHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert frábær "penni" sys, kemur manni alltaf í gott skap að lesa bloggið þitt sjáumst þegar ég kem frá Spáni

Auja (IP-tala skráð) 15.5.2011 kl. 20:56

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahaha já ég er algjörlega eins og þú þoli ekki að máta föt og nenni ekki að kaupa mér föt fyrr en í neyð.  En ég er svo heppin að hér á Ísafirði er verlsun sem heitir Jón og Gunna og er með föt á alla, meira að segja mig sem telst svona frekar í yfirstærð. Og það er bara notalegt að koma til þeirra og kaupa mér föt, þegar virkilega reynir á. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.5.2011 kl. 23:51

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Auja mín: Takk systir kær... það er gott að vitaHlakka til að sjá þig

Jónína Dúadóttir, 16.5.2011 kl. 07:58

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásthildur mín: Þú heppin, ég hef verið að leita að þannig verslun hér... Getur verið að ég sé búin að finna hana... fer þangað í dag... í prufutúr

Jónína Dúadóttir, 16.5.2011 kl. 08:01

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Yndisleg að vanda elskan. Knús á þig :)

Ásdís Sigurðardóttir, 16.5.2011 kl. 11:02

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásdís mín: Hjartans þakkir ljúfust mín og knús til baka

Jónína Dúadóttir, 16.5.2011 kl. 11:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband