Vonandi fljótlega... eða þá bara ekki fyrr en í haust, ef ég fæ að ráða... á ég að fara í Gamma-hnífa-geislun í Svíþjóð. Svakalega flott orð yfir klukkutímageislun... en með tilheyrandi rammaskrúfingum og svo líka höfuðverkjum og einhverjum svoleiðis leiðindum eftirá... ætla að vísu ekkert að hafa nein svoleiðis leiðindi lengi samt... og að sjálfsögðu stjórna ég Annars er ég alltaf að bíða eftir því að fá að vita HVENÆR þetta á að gerast... ég er orðin hálfhissa á að fá ekkert að vita, ég þarf alveg smáfyrirvara... það er ekki eins og þetta sé bara eitthvað smáskrepp til Reykjavíkur... Vinnuveitandinn minn er með í maganum... ég vinn á svo mörgum starfsstöðvum og ekkert grín að finna manneskju til að kenna að leysa mig af, með kannski litlum eða engum fyrirvara... auðveldara ef ég ynni bara á einni starfsstöð, en ég er nú ráðin sem Þeytipíka...Og svo fæ ég ekkert að fara þetta nema með fylgd og auðvitað þarf fylgdarmaðurinn að fá frí í sinni vinnu líka...
Annars er ég svakalega upp með mér af því hvað margir hafa boðist til að fara með mér... ég er farin að láta fólk taka númer... eða þannig... en röðin er orðin löngVildi ég gæti tekið þau öll með og mundi gera það ef ég bara... tímdi því... djók En ég varð að velja bara einn, fæ ekki leyfi fyrir fleirum...
Annars góð bara, stefni á 13 daga sumarfrí í byrjun júní og ætla að gera ýmislegt gaman þá...
Skrifa ekkert um gos... eða kulda... eða öskufall... eða stjórnmál... það eru nógir um það
Eigið góða daga elskurnar... þangað til næst...
Flokkur: Bloggar | 23.5.2011 | 18:56 (breytt kl. 18:57) | Facebook
Bloggvinir
- jokapje
- rannug
- jonhans
- jogamagg
- ammadagny
- hneta
- asthildurcesil
- olapals
- heidihelga
- brylli
- juljul
- naflaskodun
- majaogco
- jyderupdrottningin
- ollana
- skrifa
- tofraljos
- stafholt
- ringarinn
- tigercopper
- engilstina
- himmalingur
- einari
- linka
- duna54
- unns
- skjolid
- kaffikelling
- heidamagg
- heidathord
- lehamzdr
- oliskula
- fjallkona1
- gattin
- sur
- hugskotid
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 173098
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ættir kannski að kíkja á nýja heimilið hennar mömmu, skemmtun að því ekki satt ??
Birna Dúadóttir, 23.5.2011 kl. 23:04
Birna mín: Þetta með fjarstýringuna og rólegheitin... það er ennþá í fullu gildi sko
Jónína Dúadóttir, 24.5.2011 kl. 12:54
Alltaf létt yfir minni :) farðu vel með þig.
Ásdís Sigurðardóttir, 24.5.2011 kl. 16:29
Ásdís mín: Um að gera að hafa það létt... lifi líklega bara einu sinni og ætla að hafa gaman að þvíÞakka þér fyrir mín kæra og sömuleiðis
Jónína Dúadóttir, 24.5.2011 kl. 16:44
Það er kannski réttast fyrir þig að halda þig við það, enda engan gróða þar að finna.Gerir ekki neitt fyrir neinn, sem aldrei hefur gert neitt fyrir þig. Líst vel á þetta hjá þér.
Birna Dúadóttir, 24.5.2011 kl. 21:01
Elsku stelpan mín, auðvitað þurfa þau að láta þvi vita með fyrirvara, í svona stekkur maður bara ekki á nóinu. Það þarf bæði líkamlegan og andlegan undirbúining og svo að útvega staðgengla fyrir störfin sem þú framkvæmir. Óska þér alls góðs.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.5.2011 kl. 23:15
Ásthildur mín: Hjartans þakkir, ég hef fulla trú á að þetta fari allt vel
Jónína Dúadóttir, 27.5.2011 kl. 14:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.