Alltaf að græða... :-)

Ég er flutt niður á Eyri og líst svakalega vel á mig hérnaKissing Bý á neðri hæð í gömlu húsi og áfast við húsið er viðbygging sem hýsti járnsmiðju mannsins sem byggði húsið fyrir margt löngu... Á efri hæðinn býr gamall maður, hörkuduglegur og svo sannarlega með húmorinn í lagi...Joyful Hann labbar Eyrina á enda oft á dag á hverjum degi, sér mikið til um sig sjálfur með allt, slær lóðina, þrífur, hengir út, setur niður kartöflur í heljargarð á lóðinni, mokar tröppurnar og meira til á veturna og svona má lengi telja... Ég hitti hann þegar ég var að slá lóðina sem fylgir neðri hæðinni og hann vildi endilega koma líka með sína vél og hjálpa mér... W00t Ég hélt nú ekki, hann væri sko búinn með dagsverkið þann daginn, ég hefði séð til hans og hann hefði ekkert stoppað...Shocking Hann sagði mér að hann þyrfti nú að passa sig að labba mikið, kransæðaruslið og hjartaræfillinn sæju til þess að halda honum við efniðTounge Svo hefði hann nú dottið fyrir 3 mánuðum og brotið rófubeinið, það kallaði á ennþá meira labb og hreyfingu. Læknirinn hans sagði honum þá að rófubeinið mætti sko bara alls ekki fara... þá sagði sá gamli við hann að hann hefði nú betur sagt sér það áður en hann datt og braut þaðGrin Þetta er dásamlegur náungi og þegar ég spurði hann að aldri sagðist hann vera algert unglamb bara 88 og yrði 89 á árinu... við urðum sammála um að ég færi líklega bara fljótlega að ná honum í aldriTounge Það er svo gaman að kynnast svona gullmolum... það gerir lífið ennþá skemmtilegra og fyrir mig er það bara hreinn gróðiSmile Heart Smile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Velkomin á eyrina mín kæra :) heyrist á lýsingunni af nágranna þínum að ég viti hvar þú eigir heima hehe...hann er algjör snillingur þessi maður :)

knúz á þig

Jokka (IP-tala skráð) 6.7.2011 kl. 23:30

2 Smámynd: Dagný

Það er alltaf upplífgandi þegar maður hittir á svona skemmtilega karaktera. Til lukku með flutninginn.

Dagný, 7.7.2011 kl. 00:21

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jokka mín: Þakka þér fyrir, búin að hlakka lengi tilKomdu bara og kíktu á mig og þá sérðu að þú hefur alveg rétt fyrir þér

Jónína Dúadóttir, 7.7.2011 kl. 08:09

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Dagný mín: Þakka þér fyrir, já það er æði

Jónína Dúadóttir, 7.7.2011 kl. 08:11

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Til hamingju með nýja áverustaðinn Jónína mín, og ekki er nú verra að hafa góða nágranna. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.7.2011 kl. 11:47

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásthildur mín: Þakka þér fyrir mín kæra, hér líður mér dásamlega

Jónína Dúadóttir, 7.7.2011 kl. 18:13

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Greinilega dásamlegur kall sem þú ert búin að hitta, hafðu það gott á eyrinni, hlakka til að kíkja á þig , vonandi seinna í sumar. knús og klem

Ásdís Sigurðardóttir, 8.7.2011 kl. 11:20

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásdís mín: Já hann er það skoÞað væri æðislega gaman ef þú kæmir, bara bjalla á mig... er alltaf með símann með mér: 822-0276Knús

Jónína Dúadóttir, 13.7.2011 kl. 09:09

9 Smámynd: Anna Guðný

Segi eins og Jokka: Kannast við lýsinguna á manninum og veit því hvert þú er flutt. Vissi líka þegar sú sem bjó þar flutti út.  Svona er Eyrin sér samfélag. Ertu komin með pláss fyrir rifsberjarunna?

Anna Guðný , 15.7.2011 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband