Hm...

... langt síðan ég hef párað hérna... enda nóg annað að gera í sumarfríinu...Joyful Ég hringdi fyrir 3 vikum í símafyrirtækið mitt til að fá myndlykil og heimasíma... svo hringdi ég fyrir 10 dögum og rak... og nú segi ég alveg satt... afskaplega kurteislega á eftir þessu og svo aftur í dag, af því að ég er ennþá sjónvarps og heimasímalaus. Þegar ég hringdi í dag var ég númer 10 í röðinni... kvenröddin sem tilkynnir það... aaaðeins of oft fyrir minn smekk... er afskaplega vingjarnleg og glaðleg og öll 127 skiptin sem hún sagði mér að ég væri númer 10 í röðinni, þakkaði hún mér svo innilega fyrir að bíða, að það var eins og ég hefði gert henni einhvern dásamlegan greiða... GetLost Eitthvað eins og að borga allar skuldir hennar eða eitthvað... en hún veit bara greinilega ekki að ég mundi aldrei að eilífu tíma því... Grin Ég brynjaði mig allri þolinmæði... bæði minni og annarra, lagði símann á borðið við hliðina á mér og hlustaði í hátalaranum í símanum... já ég er algert tækni(h)undurCool Tónlistin var allt í lagi... einsöngvarar og kórar... not... slapp tilTounge Svo var ég orðin númer 9 í röðinni og enn dásamaði konuröddin mig fyrir að bíða og var ennþá alveg afspyrnu þakklát...Sleeping Svo hefur hún líklega skroppið í mat eða eitthvað, vegna þess að allt í einu var ég orðin númer 6 í röðinni og fékk ennþá meira þakklæti fyrir að bíða... Pinch Verð nú að viðurkenna að þegar þar var komið var að verða frekar lítið eftir af þolinmæðinni og ég var farin að verða svolítið afundin við þessa ofurkurteisu, þakklátu konu þarna...Whistling En þá fór hún og lagði sig... ábyggilega góða stund... af því að allt í einu var ég orðin númer 2 í röðinni og þar var ég nógu lengi til að fá einar 300 þakkir í viðbót fyrir að bíða... Shocking Loksins var símtal mitt FREMST í röðinni og ennþá fleiri "þþþþþþakkaþérfyriraðbíííða" Sleeping Allt í einu drundi svo í símanum: "Þjónustuver, get ég aðstoðað" og mér brá svo mikið að ég missti símann þegar ég fálmaði eftir honum í fátinu sem kom á mig og ætlaði aldrei að koma honum rétt að eyranu...W00t Drengurinn sem svaraði sá auðvitað alveg að ég hafði rétt fyrir mér, með þarna 3 vikna slugsið og ætlaði að tala við einhvern annan og hringja svo í mig... Cool Jamm og jæja... held þá bara áfram að bíða... en ég vel sjálf tónlistina á meðanLoL

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þvílík þjónusta og þvílíkt drama og skemmtilegheit í kring um það Jónína mín.  Vonandi færðu sneggri þjónustu á þessu vandamáli eftir þetta maraþonsímtal. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.7.2011 kl. 15:27

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásthildur mín: Hann er nú ekki búinn að hringja til baka ennþá... ætlaði að hringja um þrjúleitið... í þessari viku held ég... vona ég

Jónína Dúadóttir, 25.7.2011 kl. 15:57

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Eða á þessu ári ef til vill???

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.7.2011 kl. 18:37

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hann hringdi klukkan hálf 5, það eina sem þurfti svo að gera til að ég fengi sjónvarp og heimasíma var að senda mér router og myndlykil... Ég heimtaði... mjög kurteislega... að það yrði gert strax í fyrramálið... annars mundi ég koma sjálf og sækja andsk... draslið

Jónína Dúadóttir, 25.7.2011 kl. 19:06

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahahaha gott hjá þér.  Vonandi fær strákgreyið áfallahjálp eftir allt saman.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.7.2011 kl. 19:46

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Æi... já greyið, vona hann fái það...

Jónína Dúadóttir, 25.7.2011 kl. 21:32

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þvílík þjónusta og þvílík þolinmæði í þér  hvaða fyrirtæki er þetta eiginlega? maður verður bara að fá að vita það.  Knús á þig dúllan mín og farðu rosalega vel með þig.

Ásdís Sigurðardóttir, 26.7.2011 kl. 14:07

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásdís mín: Þetta er hjá Tal... ég hef alltaf fengið mjög góða þjónustu hjá þeim... þetta er vonandi undantekningin sem sannar regluna

Knús til baka og takk geri það og sömuleiðis

Jónína Dúadóttir, 26.7.2011 kl. 21:01

9 Smámynd: Dagný

Þú ert hrein dásemd Jónína mín   Þeir hjá Tal(i) heppnir að hafa þig fyrir viðskiptavin

Dagný, 26.7.2011 kl. 21:50

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Dagný mín: Já finnst þér það... Verð kannski bara alls ekkert uppáhalds  viðskiptavinurinn númer 1, ef ég þarf svo að hringja í þá á morgun... það geri ég hiklaust ef þeir hafa ekki drull... á pósthúsið í dag með andsk... draslið

Annars ferlega góð sko

Jónína Dúadóttir, 26.7.2011 kl. 22:44

11 Smámynd: Anna Guðný

Eins gott að þú hafir ekkert annað merkilegra að gera á daginn.

Anna Guðný , 27.7.2011 kl. 17:31

12 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Anna mín: Já segðu... held bara áfram að sparsla og pússa á meðan ég bíð eins og illa gerður hlutur eftir samtali...

Jónína Dúadóttir, 27.7.2011 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband