Byrjuð að vinna aftur eftir sumarfrí... vinn þennan mánuð og nokkra daga í september og svo fer ég til Svíþjóðar. Eldri sonurinn og tengdadóttirin eignuðust þriðja barnið sitt fyrir rúmum mánuði síðan, dreng sem heitir Rafael Hrafn... Dásamlegur lítill drengur auðvitað og systur hans tvær, Linda Björg og Lára Rún eru virkilega hrifnar af honum... og góðar við hannÞau voru öll hjá mér smástund hérna um daginn og það passaði auðvitað að um leið og foreldrarnir voru farnir vaknaði sá stutti og þandi lungun af mikilli list fyrir ömmuna... og næsta nágrenni, dágóða stund...Hann sofnaði svo fyrir rest, ábyggilega út frá þeirri hugsun að þessi ömmupersóna þarna væri nú ekki til mikils gagns, líklega best að sofa hana bara af sérÞegar foreldrarnir komu að sækja þau, sagði Linda Björg -alveg að verða sex ára-... hálfeyðilögð yfir þessu:"Pabbi, mamma, Rafael grét og grét og amma vildi ekki gefa honum neitt að drekka" ! ......
Undirbúningur fyrir Svíþjóðarferðina mína/okkar er í góðum farvegi... enda enginn vandi að plana þegar ég hef fullt af frábæru fólki til að gera fyrir mig hlutina... Kata dóttir mín býr í Gautaborg og græjar gistingu og lestarferðir og hitt og þetta fyrir okkurSérstakur tengiliður hjá Iceland Air sá um að bóka og borga flugið, það vinnur íslenskur hjúkrunarfræðingur á deildinni sem ég er að fara á og hún tekur á móti mér og sýnir mér allt... já, eða þá maðurinn hennar sem er líka íslenskur, læknir og vinnur á sömu deild, ef hún skyldi vera að eiga barnið sem hún gengur með, akkúrat þá
Sem sagt allt gott að gerast... vona að svo sé hjá sem flestum
Bloggvinir
- jokapje
- rannug
- jonhans
- jogamagg
- ammadagny
- hneta
- asthildurcesil
- olapals
- heidihelga
- brylli
- juljul
- naflaskodun
- majaogco
- jyderupdrottningin
- ollana
- skrifa
- tofraljos
- stafholt
- ringarinn
- tigercopper
- engilstina
- himmalingur
- einari
- linka
- duna54
- unns
- skjolid
- kaffikelling
- heidamagg
- heidathord
- lehamzdr
- oliskula
- fjallkona1
- gattin
- sur
- hugskotid
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 173098
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gott að heyra frá þér elskan og ég er glöð fyrir þína hönd að það er komið að þessu, ekki gott að bíða eftir erfiðum hlutum. Knús og kram yfir heiðar og dali norður til þín
Ásdís Sigurðardóttir, 21.8.2011 kl. 12:55
Ásdís mín: Takk fyrir það mín kæra vinkona, já illu er best af lokið...
Knús og kram til baka til þín
Jónína Dúadóttir, 21.8.2011 kl. 13:00
Ásdís Sigurðardóttir, 21.8.2011 kl. 13:04
Mamma Rafael grét og amma vildi ekki gefa honum að drekka Þau eru svo frábær þessar elskur.
Annars gott að allt er að ganga upp hjá þér með Svíþjóðarferðina, gott að eiga bæði skyldmenni og góða landa þegar svona er ástatt. Gangi þér allt í haginn mín kæra og við bloggvinir þínir verðum örugglega með hugan hjá þér allan tímann. That´s what friends are for.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.8.2011 kl. 20:20
Ásthildur mín: Já þau eru endalaus uppspretta yndislegheita
Þakka þér fyrir elskuleg, það hlýjar mér svo mikið að vita af ykkur
Jónína Dúadóttir, 21.8.2011 kl. 22:28
Elskuleg við verðum hér fyrir þig svo sannarlega.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.8.2011 kl. 22:34
Það er naumast að þessi amma er nísk, hahaha :) Það eru náttúrulega endalausir gullmolar sem koma frá svona gullmolum :)
Það er gott að vita af nógu mörgum til að hugsa um allt fyrir þig í Svíþjóðarferðinni. Það verður nóg fyrir þig að standa undir sjálfri þér. Við fáum nú að heyra þegar þú ferð út, er það ekki örugglega? Knús í þitt hús mín kæra :)
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 21.8.2011 kl. 22:37
Ásthildur mín:
Jónína Dúadóttir, 22.8.2011 kl. 07:09
Sigrún mín: Já, veslings börnin að eiga þessa nísku ömmu addna...
Jú þið fáið svo sannarlega að fylgjast með...Verð með flinkan myndasmið með mér... og hver veit nema ég samþykki að leyfa birtingu á einhverjum myndum...
Knús til baka elskuleg
Jónína Dúadóttir, 22.8.2011 kl. 07:13
Elsku barnið ekkert skilið í því að amma vippaði ekki bara upp peysunni eins og mamma Stundum soldið súrt að geta ekki bara gert akkúrat það
Gottað Svíþjóðarheimsóknin er komin á rekspöl. Vona að allt gangi alveg glimrandi vel hjá þér þar (sem og allsstaðar) og þú fáir líka m/ömmuknús í ríkum mæli á meðan þú ert þar
Dagný, 23.8.2011 kl. 23:55
Dagný mín: Já, það hefði komið sér vel þarna, ungi maðurinn vill nefnilega ekki sjá snuð
Takk elskuleg, ég efast ekki um að þetta verði bara frábær ferð í alla staði og kem heim knúsuð í bak og fyrir og svo líka betri en ný
Jónína Dúadóttir, 26.8.2011 kl. 08:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.