... í alveg dásamlegu yfirlæti hjá Kötu minni og hennar fjölskylduÞær giftu sig í gær, hún og Anne í ráðhúsi Gautaborgar, það var svo fallegtÞar eignaðist ég yndislega tengdadóttur og í bónus fékk ég líka barnabarn, hún heitir Elina... er 9 ára og alveg jafnyndisleg og mamma hennar
Við komum hingað á föstudaginn með flugi frá Stockholm, verðum hérna þangað til í fyrramálið en förum þá með lest aftur til Stockholm. Og þá tekur alvaran við... djók... fer í einhverjar smárannsóknir á morgun, mánudag og vona að ég eigi bara frí á þriðjudaginn... Á miðvikudaginn fer ég í geislann og verð betri en ný og bila aldrei eftir það...Það er, skal ég segja ykkur elskurnar mínar, bara alls ekkert annað í boði
Í kvöld ætlum við að fara út að borða á góðu veitingahúsi... langar að reyna að endurgreiða eitthvað af gestrisninni og konunglegu móttökunum sem við erum búin að fá hér...
Hætti núna... kem næst hingað inn þegar við erum komin til Stockholm... elskið nú friðinn... alveg þangað til
Flokkur: Bloggar | 11.9.2011 | 13:23 (breytt kl. 13:43) | Facebook
Bloggvinir
- jokapje
- rannug
- jonhans
- jogamagg
- ammadagny
- hneta
- asthildurcesil
- olapals
- heidihelga
- brylli
- juljul
- naflaskodun
- majaogco
- jyderupdrottningin
- ollana
- skrifa
- tofraljos
- stafholt
- ringarinn
- tigercopper
- engilstina
- himmalingur
- einari
- linka
- duna54
- unns
- skjolid
- kaffikelling
- heidamagg
- heidathord
- lehamzdr
- oliskula
- fjallkona1
- gattin
- sur
- hugskotid
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 173098
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Enn og aftur innilega til hamingju, og líka með nýja barnabarnið. Það er dásamlegt hvað ríkidæmið þitt stækkar :)
Ég tek þig á orðinu og trúi því að þú bilir aldrei aftur ;) Það er gott að hafa jákvæðnina með í veganestinu og það veit ég að þú gerir :)
Knúsknús kveðja
P.s. broskallarnir eru ennþá í fýlu útí mig en ég sendi samt með stórt hjarta og breitt bros :-)
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 11.9.2011 kl. 15:40
Gott að heyra frá þér, til lukku með dótturina og nýju fjölskylduna segi bara tu tu og veit að allt mun ganga vel dúllan mín. RISAKNÚS
Ásdís Sigurðardóttir, 11.9.2011 kl. 17:25
Sigrún mín: Já ég er ofboðslega rík
Náði stóra hjartanu og breiða brosinu og sendi eins til baka með risaknúsi
Jónína Dúadóttir, 11.9.2011 kl. 19:01
Ásdís mín: Þakka þér innilega fyrir
Hef tu tu-ið með mér elskuleg og þá gengur þetta glymrandi
Risaknús atil baka
Jónína Dúadóttir, 11.9.2011 kl. 19:03
Ásdís Sigurðardóttir, 11.9.2011 kl. 19:46
Innilega til hamingju með dóttur, tengdadóttur og ömmubarn :D verð með hugann hjá þér þessa dagana ljúfan og auðvitað gengur þetta allt saman upp og þú bilar barasta ekkert aftur ;)
knúz á þig og þína <3
Jokka (IP-tala skráð) 13.9.2011 kl. 08:11
Jokka mín: Þakka þér fyrir mín elskuleg
Oh... þetta getur bara ekki gengið öðruvísi en fullkomlega vel með allar þessar góðu óskir
Knús til baka og sjáumst þegar ég kem heim
Jónína Dúadóttir, 13.9.2011 kl. 10:32
Innilega til hamingju með nýju tengdadótturina og nýja barnabarnið Jónína mín og líka með að vera með fólkinu þínu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.9.2011 kl. 10:34
Sæl Jónína. mig langar að spyrja þig er þetta í Solna eða Huddinge og ræður þú á hvaða hóteli þið gistið eða er samningur við hótel þarna úti.Ég er líka að fara þarna í sömu meðferð er líka með æxli vinstra megin sem liggur við andlitstaug en er ekki komin með tíma ennþá en á að fara fyrir jól skilst mér.Þætti vænt um ef þú gætir frætt mig er svolítið stressuð líka,gangi þér vel.
kveðja Asdís
Ásdís Valdimarsdóttir (IP-tala skráð) 14.9.2011 kl. 01:00
Ásthildur mín: Þakka þér innilega fyrir
Jónína Dúadóttir, 15.9.2011 kl. 10:34
Ásdís Valdimarsdóttir: Sæl, Karolinska sjukhuset er í Solna og þeir hafa enga samninga við neinn og þú ræður alveg hvar þú gistir. Við fáum vissa upphæð í dagpeninga á dag sem eiga að nægja fyrir gistingu, mat og ferðum... en þeir eru borgaðir eftir að heim er komið. Ég hef bara notað leigubílana, fann taxafyrirtæki sem er ekkert svo dýrt að skipta við. Við erum á gistiheimili í Bromma, frekar "stutt" frá sjúkrahúsinu, á stórborgarmælikvarða
Endilega skrifaðu mér á jodua@hotmail.com það er betra held ég ef þú vilt fá að vita eitthvað fleira
Jónína Dúadóttir, 15.9.2011 kl. 10:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.