Dásamlegt að vera komin hingað aftur í þetta hlýlega og fallega herbergi, hérna á gistiheimilinu... mér finnst eins og ég hafi verið í burtu í langan tíma, en ég fór bara héðan í fyrrakvöld Ég átti til að byrja með að vera eina nótt á sjúkrahúsinu, en Gammageislahnífslæknirinn vildi endilega hafa mig síðustu nótt líka... honum fannst ég ábyggilega svona skemmtileg Enda brosti ég líka endalaust til hans... af því að ég gat ekki annað... hann er svo stórkostlegur karakter að ég átti verulega bágt með mig... en mér tókst að stilla mig Hann talar "breskustu" ensku sem ég hef heyrt, hallar alltaf undir flatt annað slagið og útskýrir mjög vel og einfaldlega allt sem við á... og svo spyr hann sjálfur inn á milli: "And whyyyy...... ?"og heldur svo áfram með næstu útskýringu... Ég átti nú líka svolítið bágt með mig að berja hann ekki... þegar hann fór að stinga, með örugglega stærstu beljunálinni sem hann átti, í höfuðið á mér til að deyfa mig áður en hann skrúfaði helv... rammann á... en mér tókst að stilla mig þá líka Það er svo fullt af góðu og frábæru starfsfólki þarna og ég var svo heppin... eins og ég er alltaf... að lenda á einmitt því fólki
Þær voru mættar hjúkkurnar á mínútunni kl. 5 að sænskum tíma til að undirbúa mig fyrir þetta og það var svo allt búið um 11 leitið f.h. og ég komin aftur upp á deild. Dagurinn leið svo með hæfilegum skömmtum af höfuðverkjum, svima og ógleði... og er ekki besti dagur ævi minnar, en hann er liðinn... og kemur aldrei aftur... Og núna er ég bara svo innilega fegin að þetta er loksins búið og slappa núna bara af og hvíli mig og hef það rólegt og legg mig og... man ekki hvernig hægt er að segja þetta á fleiri vegu, en ég held að meiningin komist alveg til skila
Og enn og aftur: Hjartans þakkir fyrir allar góðar og fallegar kveðjur og hugsanir þið yndislega fólk
Flokkur: Bloggar | 15.9.2011 | 11:41 (breytt kl. 11:42) | Facebook
Bloggvinir
- jokapje
- rannug
- jonhans
- jogamagg
- ammadagny
- hneta
- asthildurcesil
- olapals
- heidihelga
- brylli
- juljul
- naflaskodun
- majaogco
- jyderupdrottningin
- ollana
- skrifa
- tofraljos
- stafholt
- ringarinn
- tigercopper
- engilstina
- himmalingur
- einari
- linka
- duna54
- unns
- skjolid
- kaffikelling
- heidamagg
- heidathord
- lehamzdr
- oliskula
- fjallkona1
- gattin
- sur
- hugskotid
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 173098
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Elsku stelpan mín hvað ég er glöð að heyra frá þér, var að hugsa um þig í allan gærdag og kveikti meira að segja á kerti. Yndislegt að þetta er búið og nú er allt uppávið héðanífrá, risaknús yfir hafið
Ásdís Sigurðardóttir, 15.9.2011 kl. 14:07
Ásdís mín: Ég fann sannarlega alla góðu straumanaTakk elsku vina og ég sendi risaknús til baka
Jónína Dúadóttir, 15.9.2011 kl. 16:02
Ásdís Sigurðardóttir, 15.9.2011 kl. 16:26
Hvernig má annað vera en að þú lendir á frábærasta fólkinu.... sækjast sér um líkir.... og þessi gammageislahnífslæknir hefur nú barasta verið skotinn í þér...;) Megir þú ná skjótum bata og að allar góðar vættir umvefji þig sínu allra besta..... kveðja, HH
Hóffa (IP-tala skráð) 15.9.2011 kl. 16:27
Gott að Luke Skywalker kunni á geislasverðið Og það var sko eins gott að þær þarna voru góðar við þig - annars væri mér að mæta Vona að þú jafnir þig fljótt og vel, bestust mín
Dagný, 15.9.2011 kl. 16:44
Hóffa mín: Þú ert dásamleg dúlla... Æi, hann hefði passað svo vel í sögu... ekki ástarsögu samt heldur sakamálasögu eftir Agatha Christy eða eitthvað svoleiðis...
Hjartans þakkir elsku vinkona
Jónína Dúadóttir, 15.9.2011 kl. 18:09
Dagný mín: Já Luke Skywalker er svakalega flinkur með sverðið Ég hefði örugglega hótað þeim með þér ef það hefði þurft...
Þakka þér fyrir ljúfust mín
Jónína Dúadóttir, 15.9.2011 kl. 18:12
Undislegt að heira þetta Jónína mín. Gott að þetta er afstaðið. Og svo er bara að láta sér líða vel og láta sér batna.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.9.2011 kl. 09:07
Ásthildur mín: Ohhh... já frábært, mér létti mikið... og læt mér bara líða vel hér þangað til ég fer heim
Knús
Jónína Dúadóttir, 16.9.2011 kl. 11:02
Knús á þig elskuleg mín
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.9.2011 kl. 11:36
Jóhanna Magnúsdóttir, 19.9.2011 kl. 18:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.