... haustið er líka minn tími...

... af því að litirnir í náttúrunni eru svo dásamlegir og húmið svo notalegt... og svo auðvitað líka af því að bráðum á ég sjálf afmæliJoyful Ferlega góð inn í þennan fína haustdag, sitjandi hér við tölvuna... enda best fyrir mig að sitja bara einhversstaðar... já og hengja mig svo líka virðulega á ljósastaura og girðingar, í þeim tilfellum sem ég hætti mér út úr húsi...Wink Ég sem var algerlega heil heilsu þegar ég skrapp út til Svíþjóðar, kom sem hálfgerður vesalingur til baka... ég er með svima sem vill ekki hætta og ef ég hreyfi höfuðið of snöggt þá er ekki von á góðu... svo að stólar, sófar, rúm, veggir, ljósastaurar, girðingar og fleiri svona traustvekjandi og helst þungir og líka bara allir jarðfastir hlutir, eru í miklu uppáhaldi hjá mér þessa daganaTounge Og svo til að restin af mér virki nú nokkurn veginn almennilega verð ég að leggja mig og sofa, alveg tvisvar á dag... og það er nú ekki beinlínis minn stíll... WhistlingEn þetta er víst allt mjög eðlilegt, eins og einn læknirinn sagði þarna úti, það er búið að "grauta" svo mikið í höfðinu á mér... einstaklega skemmtilegt orðalag...Grin

Ég grobbaði mig mikið og stórkerlingalega af því áður en ég fór út, að ég mundi koma til baka betri en ný... ég stend við það auðvitað, en ég er svona meira eins og ný-fætt folald að reyna að ganga í fyrsta sinn... held ég verði að fá mér þyngingar á lappirnar, svona eins og þær sem eru notaðar á hestana í tamningumLoL

Annars góð sko, komst að því með hjálp góðrar konu... nefnienginnöfnenfyrstistafurinnerUnnur... að minn eðalskítahúmor er ennþá til staðar... það þarf nú meira en eitt lítið aumingjalegt geislasverð til að útrýma honum...Tounge Svo fyrir utan að vera ný-leg-svoleiðis og komin með  þessa skyndilegu, ástríðufullu ást á stórum jarðföstum hlutum, þá er ég bara eins...Grin 

Eigið góðan dag þið öll... það ætla ég að eiga líkaSmile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dagný

Ansans óheppni að búa ekki nær þér. Langar svo að styðja þig  En vonandi fara afleiðingar geislasverðsins hratt dofnandi og fegin er ég að sjá að Luke Skywalker tókst ekki að ræna þig þínum gullna húmor  Farðu vel með þig og láttu þér batna

Dagný, 21.9.2011 kl. 10:17

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Dagný mín: Þetta var virkilega fallega sagt og ég vildi svo gjarnan hafa þig nærOg... nei minn "gullni" fer hvergi...

Takk heillin mín, ég kemst ekki upp með annað en að fara vel með mig og ef þetta hættir ekki fljótlega á ég að fá steratöflur...

Jónína Dúadóttir, 21.9.2011 kl. 11:18

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Æ, þú ert dásamleg  væri sko líka til í að vera nær þér, hversu lengi átt þú von á að þessi svimi hrjái þig?  ég veit þú verður fljót að ná þér, en auðvitað hlýtur þetta að taka á, orkuknús yfir landið til þín

Ásdís Sigurðardóttir, 21.9.2011 kl. 12:12

4 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Ég segi nú bara hjúkket að geislasverðið náði ekki húmornum frá þér!! Það er nefnilega alltaf not fyrir svoleiðis :-)

Þú hefðir átt að vera búin að gera samning við skjólstæðing um að fá lánaða eitt stykki göngugrind.. :þ

Þú ert náttúrulega svo skemmtileg en ég vona samt að þessi svimi stoppi stutt hjá þér, það er ekki hægt að horfa uppá þig sveiflast milli ljósastaura.

Farðu vel með þig folaldið mitt :*

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 21.9.2011 kl. 13:21

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásdís mín: Æts... takk, það væri frábært

Mig langar eiginlega ekkert til að rifja það upp en eitthvað var Dr. Sinclair að tala um 3-6 mánuði... en ég hlýt að hafa misskilið hann... á allavega að taka það rólega í einhverjar vikur

Náði orkuknúsinu elskan, það virkar

Jónína Dúadóttir, 21.9.2011 kl. 15:32

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sigrún mín: Ég eeeelska ljósastaura... Já ég vona líka að hann fari að hætta, en það er nóg fyrir mig að hnerra til að hann magnist upp...

Já takk mín kæra, ég geri það

Jónína Dúadóttir, 21.9.2011 kl. 15:35

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Í raun og veru komstu betri heim til baka, þessi svimi er bara aukalega, hann hverfur.  En hvimleiður meðan á honum stendur.  Mér hættir til að fá svona svima smátíma, en það er út af ruglingi í miðeyranu.  Mér er sagt að það bati um að drekka meira vatn.  Veit ekki hvort það virkar á svona hausgraut  En örugglega virkar sherry fyrir svefnin til að koma ró á hræringin,

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.9.2011 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband